Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ég finn mig ekki í samkeppnissamfélagi... en ég finn mig í bræðra og systrasamfélagi

Frá því að ég man eftir mér hef ég kvalist af misrétti samfélagsins...  veggir í kringum veggi í kringum ekki neitt. Peningar... og bara peningar og aftur peningar. Fáránlegar reglur og fáránleg vélræn viðbrögð og sljóvguð. Og allan tíma hefur þetta hríðversnað. Það voru má seigja allir búnir að gefast upp...  talandi um "eðli mannsins sé að vera svona ófullkominn" "að honum þurfi að stjórna einsog hundi" og að manneskjan hafi alltaf verið svona og fleira í þeim dúr. Ég fann út að svo var ekki. Það voru tímar hjá mannfóllkinu þar sem samskiptin voru góð. Engin stríð og gott samkomulag.  Um þetta eru fornsögur sammála í öllum álfum. Og máski var manneskjan í sínu besta formi félagslega áðuren við fórum að nota eld. 

Og síðustu 7000 árin höfum verið í stanslausu stríði og stöðugri útvíkkun og aukningu og í meir yfirgang á öllum sviðum. Við líkjumst faraldri. Plágu í líkama lífsins. Og eytrunaráhrif stafa frá okkur. Og ójafnvægið eykst æ hraðar nú. Alþjóðlegi "endirinn" er nálægur. Við hér þegar í svelgnum. Mér virðist ísland hafa orðið fyrir árás frá erlendum auðmannaklíkum. Stórhætta er á að hér séu erlendir aðilar að undirbúa yfirtöku. Þessvegna þurfum við að hugsa óháð ráðleggingum hagfræðinga og ráðgjafa alþjóða yfirtökusjóðsins. Við þurfum að standa saman sem þjóð og taka stefnu út úr peningahugsunarhætti til sjálfbærni sem öll þjóðin tekur þátt í. Annars er sjálfstæðið tapað. Og ekkert ísland til. Bara alþjóðlegar verksmiðjur. 

Stöndum saman gegn sjúkdóminum "meira meira"... sjáum hvernig hægt er að ráða saman ráðum sínum og skemmtilegann og einfaldann hátt.  Meiri og betri samskiptin efla okkur af skilningi. Lífið fær aftur merkingu.


Enn um réttindi..

Einusinni var talað um að guð elskaði alla einsog börn sín. Allir voru jafnir fyrir guði.  Þá var guð móðir og faðir.

Svo sáu menn að þetta var ekki alskostar eðligt hvað guð gaf fólki misjöfn gæði og sumum að því virtist ekkert nema armæðu. Almennt séð virtist hann ekki gefinn fyrir réttlæti. Hann virtist elska mest lúmsk dusilmenni og börn jú. Flest börn fengu séns hjá honum. En þó ekki öll. 

Þegar guð var alveg horfinn komu mannréttindayfirlýsingar...

Sú frá Sameinuðu þjóðunum var samþykkt 1948

og fyrsta grein

"allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skinsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan." 

Hefur þann auigljósa galla að hún er ekki sönn. Mér var sagt að þetta væru ekki lög og  ekki staðreind heldur stefnumál. Einskonar markmiðsyfirlýsing. Semsagt einhverjir vilja að einhverntíman verði hægt að seigja þetta með sanni að allir menn séu bornir jafnréttháir. 

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég gæti sagt ef mér dytti í hug "markmiðsyfirlýsing Íslendinga"

Semsagt hvað mundi ég vilja sjá að við stefndum að sameiginlega kæru Íslendingar?

 hvað með: "skógur milli fjalls og fjöru"? (og þar með gefa þeim pössunarrétt á landi sem vilja rækta skóg)

eða máski jafnvel mikilvægara núna: Allir Íslendingar passa landið og miðin og landgrunnið saman en landið á sig sjálft og miðin og  landgrunnið. Okkar er að passaað allar lifandi verur hafi séns á að dafna saman hér. (og leysa þar með upp allan eignarrétt en tala frekar um hefðarrétt á notkun lands fyrir menn dýr og plöntur og tré)

En vissulega er ég ekki á móti þeirri hugmynd að við séum öll bræður og systur. Mér finnst það bara alveg grundvöll að því að við getum komið saman og ráðið saman ráðum okkar að við sjáum hvert annað sem bræður og systur...

og ég tel sólina vera tvíkynja foreldi alls lífs. Ég má seigja "trúi" á sólina. 

Og ljósið. Og það gera blóm og tré og jurtir líka. Þetta eru allt verur með tilfinningar og hugsun og þrá og vitund. Við mennirnir vorum af þeim skapaðir/þróaðir

Allt líf er ein vera. Og séu menn næmir þá má skynja það. Það eru stöðug samskipti í gagngi milli lífsforma. Bara mennirnir hafa lokað á þessi samskipti að mestu. Hroki heytir þessi veggur á milli manna og annarra vera. 

Við erum ekki betri, við erum öðruvísi. Og samt glettilega lík öllum hinum veronum. Við erum með hæfileika okkar frá þeim. Gleymum ekki að við urðum til bara rétt í þessu. Við erum ýngst. Við erum pelabaddnið. 

Já hvaða réttindi höfum við og hvaða skyldur?

 Og hvaða rétt hafa hinar verurnar?

Mér finnst að við þurfum að sjá þetta allt saman í heilsusamlegum hlutföllum og samveru.

Og það er maðurinn sem þarf að skammast sýn. Ekki dýr og plöntur. Maðurinn er sjúk. Allt mannkyn er statt í hópsjúkdómi sem heitir "meira meira".

Fórum að ræða saman um réttindi við hlið skildu og ábyrgðar. Og rétt lífsins og músa og heiðasóleyja. Ræðum um hvað er rétt breyttni og hvað röng í verkefninu: "við erum landverðir öllsömun og okkar verkefni er að viðhalda lifinu í jafnvægi með öllum þessum líftegundu.

Þá erum við að tala um raunveruleikann og orðin ekki bara skraut og blóm í hnappagati, þegar allir eru sammála um hvað sé rétt og hvað ekki í verkefninu: varðveitum heim lífsins saman.


Réttindayfirlýsing Íslendinga!

Ég nota ekki orðið MANN! réttindi hér í fyrirsögninni því ég vil ræða líka réttindi dýra og réttindi plantna og réttindi manna koma í eðlilegu framhaldi af almennum réttindum alls lífs.

Gætum við komust frá hrokanum sem við sýnum öllum öðrum lífsformum fengjum við möguleika á að ná samskiptum við dýrin aftur. Best væri að spyrja grasið, hvað réttindi vilt þú að verði lýst yfir fyrir þína hönd virðulega gras? Og grasið mundi hugsanleiga seigja... já mjög líklega seigja "ég vil ekki láta trampa á mér og ekki slá mig og ekki láta gera á mér genabreytingar takk fyrir!

Sama mundi held ég ljónið og örnin seigja og ísbjörnin og mögæsin. Enginn vill láta einhverja bissniss hugsandi egótrippara krukka í genum sínum einsog svinið hefur lent í. Og það er bara skömm að þessu öllu sem kemur frá þessum krukkurum í genakristalinn.

En öll þessi dýr sem ég nefndi eru í útrýmingu og fíllinn og gírafinn og flóðhesturinn... þúsundir tegunda eru á förum og enginn veit hve margar hafa þegar horfið á síðustu áratugum.

Versta árásin á dýrin er hvernig kjörlönd þeirra eru eyðilögð eitt af öðru og ekkert lát á. Og svo eru ofveiðarnar. Og svo er það eytrun vatna, jarðar lofts og regns.

Á öllum sviðum erum við einn hörmungarglæpur. Og svo þykjast stjórnmálamenn vera að ná einhverjum árangri. Nei það er bara hreint ekki. Ekkert gerist hjá þeim nema meðvirknin er bullandi við sveitir græðginnar og eyðileggingarinnar.

Algjör niðurlæging mannlegrar reisnar er atvinnustjórnmálamaðurinn í dag. Enda alinn upp í lýgi og á lýgi og kosinn á þing með aðstoð lygavarða og gullkálfa til þess að aðstoða í spillingunni, jafnvel leiða spillinguna í gegnum öll hlið og kýna. Þessvegna seigi ég, þetta eru glæpamenn vanþekkingarinnar og sjálfshyggjunnar. Stærstu glæpamenn lífssögunnar.


Elskulegi Kjarval, einlægi Kjarval ah... er einhver hér í þessu landi sem líkist þér í draumum sínum, drengurinn góði?

var á hádegistónleikum á Kjarvalstöðum...

vaknaði með sama höfuðverkin og ég sofnaði með... (og var með höfuðverk í draumheimum líka) gekk í hádagssólinni yfir á Klambratún og þáði þakksamlega ljós inní hausinn...  Jú jú Kjarvalstaðir eru vinalegir og sérílaga saloon sýningin Kjarvals. Myndum raðað frá gólfi til lofts... Og Cell, fiðla og Píanó Reykjavíkur tríósins fóru vel við litasöngva náttúrubarnsins Kjarvals. Ég læknaðist næstum í hægra heilahveli...  súrefni, sól og cellófiðlapíaní kjarvalmyndalist er læknir dagsins. Jú ég var niðurdreginn og fannst allt tilgangslaust. En eftir þessa "terapíu" er ég má seigja "neutral"... hvorki uppi né niðri. Og bara örlítill seiðingur eftir upp og til hægri ofan augnbrúna. Hélt ég væri að hrynja. Sumsé... Það finnst enn fegurð. Enn finnst gott fólk sem hvíslar sinn söng á veginum. Og sólin er guðið okkar hér í rökkurdölum og skúmaskotum.


Höfum við haft einhvern skapandi og skemmtilegan ráðherra eða..

hvernig var Jónas frá Hriflu? Hann kemur sniðugur út i sögum og tilvitnunum... en hvernig hefði Jónas Hallgrímsson verið sem leiðtogi? Já eða jólasveinninn. Hann kæmi máski bara ansi vel fyrir. Og mamman. En ég veit ekki með Jóhönnu, hvernig það verður ef þetta fer saman hjá þeim.

Af hverju?

 


mannkyni má líkja við drápssnígilinn, nema bara billjósinnum öflugri í eyðileggingu sinni.. þ.e.a.s. undir óstjórn auðvaldssinna... veljum aðra leið saman Íslendingar!

Enginn skeppna hefur nokkrusinni hagaðsér svona nema í mjög littlu mæli... engisprettufaraldur heitir eitt... drápssnígillinn er annað ... en manneskjan er að eyðileggja allt heila kerfið á öllum sviðum og æ hraðar því það er stöðug aukning og aukning á aukningu á öllu!

 Einhverstaðar verður þetta að stoppa... og snúa við jafnvel...

annars er bara veggur framundan... algjört hrun á öllum sviðum og húngursneið og hungurfellir og endalaust stríð

 Vilja menn ganga svo langt ... eða viljum við stoppa hér... sjáhvaða leið er fær... breyta stjórnkerfinu og hugsunarhættinum og afkomunni og aðferðum við að byggja og rækta ofaní sig

 Halda þing heima og í héraði og landsþing og Norðurlandaþing Evrópu og heimsþing (á máski á 3iggja og  9 ára fresti og svo 52 ára fresti heimsþing, allt slíkt má skoða)

Þessi sýn er ekki svo slæm... jafnvel bara glaðleg. Heilsuleg og jarðlæg. 

Við erum öll "spillt af eftirlæti" frasinn. Það getur tekið smástund að komast í gír. En hungrið gæti orðið hvati stundum einsog áður var. Og svo samhjálpin. Og meiri tengsl milli fólks. Menn fara að brjótast út úr skel sinni þegar þeir finna fyrir sanngirni. 


skoðanir þjóðar sem ekki fær að ræða saman og er undir stanslausum áróðri hagsmunatengdra fjölmiðla gefa ekki bestu niðurstöðuna..

hér er grundvöllurinn undir mina gagnrýni á það sem ég kalla "tjasl" í ónýtt kerfi. Við þurfum að byggja upp nýtt samráðsform frá grunni. Samráðsform þar sem við fáum aðstöðu og tíma til að ræða saman og skapa okkur skoðanir sem eru ígrundaðar. Það er hluti af þessu gamla "forsjárkerfi" allt þetta áróðurskerfi í kringum hagsmunatengda fjölmiðla og þar af leiðandi virkar ekki þjóðarathvæðagreiðsla sem skildi, né heldur kosningar á 4 ára fresti. Þetta er allt eitt sambyggt bilað form sem dregur okkur ofaní sama pyttinn. Þ.e. auðhyggju. Hugmyndafræði sem gengur aldrei með vistfræðihugsun sem seigir, við þurfum að stoppa alla útvíkkun. En auðhuggja seigir við þurfum stöðuga aukningu. Og það er vegna vaxtagreiðslna. Vextirnir eru aukningin. Vextirnir skapa síaukningarárhrif og æ hraðar og hraðar er valtað yfir öll lífsform sem ekki er hægt að græða á. Sem leyðir til útrýmingar villts lands og á endanum til útrýmingar manna.Auðhyggja er í raun hópgeðveiki. Krabbamein á líkama lífsins og dauðaafl. Það er auðhyggjan sem skapar stríðin vegna spennunnar að þurfa að fá meira... frekjunnar innbyggðu í kerfið. Allt þetta hefur runnið sitt skeið og á enga samleið með okkur lengur.  Ef það nokkurntíman hafði nokkurn tilgang að útvíkkast svona mikið og fjölga sér, þá er það bara þetta tel ég að ... að læra að við þurfum að kunna að skrúfa fyrir krana. Seigja stopp, nog vatn er í fötunni. Þessi einfalda lexía hefur verið svona erfið. Og er enn ólærð hjá sumum virðist vera. Það þarf alltaf meira og meira þó fatan sé full og fljóti yfir.En ég seigi, stop! skrúfum fyrir! Hér er komið nóg! Er einhver þarna sem að skilur mig?

 


blíðleg bylting en ákveðinn!

hún heldur áfram að dýpka og útvíkkast í skilningi

hún er borin uppi af kærleika og umhyggju einsog viðkvæmt ungabarn

byltingin (og sumir ekki búnir að taka eftir því að byltingin sé skollin á... þetta er svo huglægt og hjartanlegt allt)

en nú vitum við að við búum við þetta verkfæri að við getum kallað á athygli vina á netinu og kallað svo á athygli allrar þjóðarinnar með samstilltum titringi... og ópi. Við getum flutt fjöll og breytt sögunni. Við getum farið frammá það sem okkur hefur verið lofað, þ.e. lýð réttindi og stjórn fólksins. Við getum allt þegar við stöndum saman.  Og samráðsaðferðin skiptir mikklu máli. Hún þarf að geta átt sér stað án þess að fáeinir geti lagt allt undir sig. Náð undirtökunum á öllu í gegnum græðgi sína og slægð í krafti peninga. Við viljum fólk viskunnar fram úr skuggonum. Og ekki síður fólk sem hefur til að bera bæði kærleika og visku.

 Og þegar ljóst er að við getum kallað á athygli allrar þjóðarinnar, bæði í gegnum netið rösklega hálfrar þjóðarinnar allavega og í gegnum fjölmiðla líka með því að skapa athyglisverðar uppákomur þá gerum við okkur smámsaman væntanlega grein fyrir því að við getum skapað löglega þjóðstjórn og hásiðlega sjálf... að við þurfum ekki að spyrja þessa mislukkuðu fulltrúa okkar, þessa atvinnumenn sem nú hafa í raun brugðist bæði þjóðinni og sjálfumsér .. jú vonandi "óvart" mest en samt þessir stjórnmálamenn ættu nottlega að sjá sóma sinn í því að hjálpa til en að við þurfum ekki á þeim að halda til þess að skapa löglegt og siðlegt stjórnlagaþing sjálf og um leið alvöru þjóðstjórnun. Og þá er ég að tala um þjóðþing sem öll þjóðin er með tengsl við og öll þjóðin eignast um leið heimastjórn og stórfjölskyldu og þar með staðbundin tengslahóp.

Ennfremur höfum við þá skapað stórkostlega spennandi þjóðþing og þjóðhátíð á miðju sumri ár hvert. Þá koma menn ekki saman til að drekka áfengi, heldur þvertt á móti til þess að vera alsgáðir saman og til að ráða saman ráðum sínum og njóta íslenskrar náttúru og menningu saman í 6 vikur ár hvert. Ekkert af þessu þarf að kosta neitt að ráði. Við erum að tala um þing undir berum himni eða og í tjöldum. Allt þetta getum við skapað sjálf með því að vinna saman og sameina krafta okkar og hugmyndir. 

Ég tel að beint lýðræði þar sem fólk talar beint saman í hæfilega stórum hópum þurfi að vera grunnurinn í  þessu nýja samstjórnarformi. 

Það að hittast og kynnast á eðlilegan hátt er grunnurinn.

Þar á ofan má nota tölvuna til kannana á skoðunum fólks og senda upplýsingar til þeirra sem ekki komast á fundi. En tölvulýðræði eitt sér tel ég varhugavert.

Í 3. lagi tel ég að best sé að leggja niður alla fjölmiðla að undanskildu netmiðlum. Fjölmiðlar hafa alltaf verið tæki valdhafa til þess að þraungva og smeigja inn áróðri sem þar með skapar misræmi og gefur peninga og valdsinnuðum sérstakt tækifæri til þess að hafa áhrif. Allir þessir fjölmiðlar eru hvorteðer reknir á bullandi taprekstri. Og því sjálfgefið að þeir leggi upp laupana eða dragi saman seglin. Ég ráðlegg fjölmiðlafólkinu að snúa sér að heimildamyndagerð og eigin netfjölmiðlum í staðinn. 

Við erum að tala um að læra af reynslunni og skapa jafnari og skynsamlegra samráðshefð. Ljóst er að peningaæðið tók völdinn og æddi áfram. Þetta leiddi til þess að við misstum stjórnina og keyrðum okkur á kaf í lýgina. Af því leiðir að við þurfum að breyta öllum forsendum og öllu samráðsforminu. Og ég legg til að við gerum það að heiðarleika og einurð og sköpum gott samfélag. Svo ótrúlegir kraftar munu leysast úr læðingi hjá okkur öllum þegar við fáum loks sanngjarnar grunnlínur í líf okkar. Fólk sem farið hefur með veggjum mun koma fram með fegurð sína og gleði. Allt verður hjartanlegra og fallegra og skemmtilegra. 

Og þetta getum við alltsaman gert.


um hvað við getum unnið að og funda um...

það er eitt, að skipuleggja 1. lýðræðis-aðgerðina. Sem er æfing og einskonar inngangur þessa lýðræðisforms,

 Semsagt hvernig skapar heil þjóð  sátt um stjórnunarform? Hvernig skapar þjóð saman viðmið sem enginn mótmælir?

það er að skapa grasrótarhópa allrar þjóðarinnar... hugsanlega með hjálp stjórnvalda og þjóðskrár og tölvuþjónustu. Nú eða án aðkomu ríkis.  Að semsagt skipuleggja öll svæði í einingar uppá 144 einstaklinga í hverjum hópi (nú eða jafnvel bara 100 manns) og fara framm á að allt þetta fólk hittist. Öll þjóðin semsagt. Að það fólk fundi og hafi eins mikil samskipti á flestum sviðum og framast er möguleiki í 6 vikur um stjórnunarformið og kjósi svo fulltrúa allir deildir á stórþing. Þar eru þá mættir um 2000 manns og þeir fara eins að, skipa sér í hæfilega stóra hópa og ræða stjórnformið í 6 vikur og kjósa síðan jafnmarga og grúppurnar eru í toppinn á þessum píramíða.. (væntanlega 13 manns) Þá er stjórnarskráin er rituð endanlega og gerð klár, les oddviti þeirrar grúppu upp hin nýju lög til samþyktar.

Að vinna að því að við náum að sameinast um það að skapa fullkomlega lýðræðislegt stjórnlagaþing. Seiddna mun fólk auðvitað velja sjálft í hvaða hóp það fer. En þessi "random" aðferð kann að vera áhugaverð líka til að finna sinn hóp og til þess að sjá hvernig formið virkar.

Flestir munu væntanlega frekar vilja fara í hóp sem hefur ákveðið áhugasvið. Ákveðin verkefni og leiðir. Til dæmis sækir listafólk oft í aðra listamenn, eða einmitt ekki. Sumir hópar verða opnari fyrir ræktun en aðrir, einsog gengur. Það mun og verða ofaná að fólk finnisér sinn hóp sjálft strax á fyrsta ári þessa fyrirkomulags.

  Og þar með verður einangruninni aflétt sem nú er í tísku á milli fólks í nánasta umhverfi. Sú einangrun er að sliga velflesta. Virkilega spennandi að sjá hvað af því leiðir. Bæði meiri ábyrgð, líf og gleði held ég.

 Að hugsa sér hvað mikil orka leysist úr læðingi þegar enginn þörf er á óánægu með stjórnunarferlið.  Því nú finnst nær helmingur þjóðarinnar draga á sér lappirnar... já vera í raun í viðnámi gegn hinum sem tosa og íta við þeim sem ekki skynja sig með. Vilja eitthvað allt annað. Semsagt samráðferillinn hefur aldrei verið fyrir hendi. En áróður og kúgun hafa ítt öllum í sama mót.

Mikil blessun að vinna að því að skapa samfélag sem streymir saman án þess að einn hópurinn sé að kúga alla hina einsog nú er.


og ég gæti...

gæti verið að þylja sögur og samanburð á ægilegri fortíð manneskja á þessari eyju..

n ég fæ mig ekki til þess að sökkva mér ofaní það haf af mynningum og tilfinningum og skilningi og óskilningi, ráðgátum og þrám

 

jú ég er hér nú

og alltaf einn og þó með öllu, öllum, þessari miklu þjáningu og fáránleika og fjallháa afneitun annarsvegar og vilji til að brjóta upp formið og sjá heilsusamlega leið hinsvegar

hve hægt þetta gengur þetta samtal, þessi dialógur milli fólksins í landinu og eða fjöldahreyfingar af velviljuðum mótmælendum mjög svo ákveðnum og fljótum að hugsa og hinna sem setið hafa einir að þessu "spyckopatskapandi" valdi. 

Já þetta samtal gengur hægt... en það þokast þó fram... uppgjörið, skilningsglæturnar og samræmingin,...  sýn inní annan heim alltöðruvísi, 

sjálfbæran, skapandi, skuldlausan, ánægjulegan, skynsaman, mjög svo skapandi og listrænan heim...heim frjálsra dýra og heilsusamlegs jafnvægis milli tegunda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband