sorg mín og reiði og þrá til breytinga er tengt sjúkdómum, sem ég tel þó að hægt að laga, því orsakirnar liggja í félagsformum og viðhorfum okkar allra... líka mætti tala um hóp-bilun

við vitum það flest held ég að dýr geta misst vitið ef þeim er haldið einangruðum í búrum. Apar hafa farið að særa sjálfansig, kasta sér á rimlana og já mörg dýr verða þúnglynd og bara hreifa sig varla.

 Þetta vil ég seigja að manneskjan hafi skapað sjálfrisér með þessari samfélagsgerð og viðhorfum, sem við höfum þróað á síðustu 7000 árum mest og tilhneging þessi hefur orðið öfgafyllri og sjúkari því nær sem dregur deginum í dag.  Nú er svo komið að við erum öll meira og minna í búri. Þetta er mismunandi léleg búr.. en þau eru lika huglæg búr. Þúsundir búa tildæmis hér á Íslandi í íbúðarholum og herbergjum og bara eru þar, nema fara útí búð og deyja jafnvel einir þar.  Hér er um að ræða þunglynt dýr. Einangrað dýr. Bilað dýr í samfélagi sem býður uppá geymslustaði, skúffur, ósanngjarnar reglur. Það má orðið ekki nokkur skapaður hlutur nema kaupa drasl. Og vinna fyrir peningum. Og fylgja reglunum. Það er bannað að sýngja á götonum nema fá leifi og borga, bannað að rækta, bannað að veiða, bannað að lifa, nema sem arðsemisdýr fyrir græðgissjúklinga sem stjórna lögum og lofum á öllum sviðum. Allir eru í hlekkjum, líka þeir sem blóðmjólka. Og hvað er til ráða hér? Jú við þurfum að endurskoða félagsformið og viðhorfin frá grunni. Þessvegna vil ég grundvallarbreitingar.  Ég vil að við sjáum manneskjuna í heildarsamhengi við lífið. Það gerist með því að sjá sögu manna og dýra og lífsins í einu samhangandi streymi. Og hvar fór þá  ferlið á skjön hjá okkur mönnonum?  Jú þegar við gerðumst ræningjar og fórum út í kúgunarstjónun og skefjalausa framleiðslu á fólki fyrir stríðsrekstur og yfirtöku og persónulega eign á landi.  Þ.e. þrælahaldarana.  Allt þetta gerðist í Littlu Asiu fyrir um 7000 árum og hefur verið sagt ranglega að það sé upphaf siðmenningar. (það eru semsagt heilu stofnanirnar hafðar í að ljúga að okkur að þetta hafi verið mikil blessun fyrir alla, þegar græðgin og þrælahaldið fór af stað fullum fetum. En aðrar umsagnir kalla þetta fallið. Já... sindafallið átti sér stað fyrr að vísu og var það hið andlega áfall. Þegar viss elita af karlrembum gerðu uppreisn gegn hinni fornu vistvænu skipan sem konur leiddu við lok ísaldar. En fyrir 7000 árum verður þessi áður meira huglæga bylting að þessu skipulagi sem við köllum "siðmenning" og stéttskipting og þrælar og stríð og eignarnám með hervaldi, þ.e. rán verða að venju í mannheimum. Hér fer sjúkdómur mannkyns á skrið. Og lýgin og kúgunin veður yfir allt. Þetta þurfum við að skoða ef við eigum að náþví að læknast. Og sumsé, þessi sjúkdómur er að koma yfir ísland með fullum þunga með valdaráni víkinga um 7-800 eftir krists tíma. Og ein af mörgum lýgavefjum í dæminu er að ísland hafi verið mannlaust. Hér var þjóð fyrir í landinu. Ég kalla það Álfa og þó eru heimildir frá Grikkjum um að hér hafi búið 24 ættbálkar fyrir rúmlega 3000 árum.

Hér er sjúkdómurinn, Hér er lýgin. Þetta þurfum við að hreinsa af okkur. Við þurfum þar með að sjá hverskonar menning var fyrir í landinu er víkingar koma. Hverskonar menning var hér á Ísöld og í Evrópu. Hvernig var manneskjan á meðan hún var ekki í búrum óttans og lýginnar og græðginnar?

Það dugir ekki að setja plástur á sárið. Það þarf að gera aðgerð og sjá fyrst alla þætti þessa máls. Kortleggja aðstæður og gera aðgerða áætlun um heildræna lækningu. Lækningu sem lagar alla þætti málsins svo ekki sæki í sama farið. 

Það þarf að sjá hvernig fólk kom sér saman fyrir syndafallið. Og hvað gerðist. Hvernig við getum haft það gott án þess að hugsa allt í peningum og aukningu og græðgi og stjórnun og eftirliti og þvingunum og arðráni og plotti og stríðum og óheiðarleika og þjófnaði og lygavaðli. 

Sjá að fólk er dýrategund sem hefur að vísu margt merkilega skapandi við sig. Í huga sér. Ýfirsýn og góðar gáfur á ýmsum sviðum en er líka með stór-vandamál á bakinu. Þessi vera kann ekki að stjórna sínum háttum. Er semsé stjórnlaus og því vandamál bæði sér sjálfumsér og öðrum lífsformum. Um þetta eru flestir vitibornir menn sammála að það er eitthvað stórmikið að hjá okkur mannfólkinu. Sjúkleikinn herjar á mannesjuna á öllum sviðum. Of-framleiðsla og óhamingja og meingun og ljótleikinn hrannast upp og veltur yfir náttúruna og allar tegundir lífs og eyðileggur og tortímir endalaust og með síauknum hraða.

Já hvað ber að gera? Það er semsagt stjórnunaraðferðin sem er sjúkdómurinn og viðhorfin.

Stjórnunaraðferðin er öll örfáum til hagsbóta á kosnað fjöldans. Og viðhorfin eru öll á þá leið að manneskjan sé svo góð og spes að réttast sé að öll önnur lífsform, sem ekki eru beinlínis notuð til að kreysta út blóð fyrir fólkið, séu þurkuð út og að ekkert meigi stoppa "frelsi" mannsins til að vaxa yfir allt. Algjör einsleitni. Og öllu skal hrært saman. Öllum kynstofnum skal blandað í hrærigraut af vinnudýrum. Fyrir yfirstétt sem veit ekkert í sinn haus nema bara ÁFRAM MEÐ SMJÖRIÐ! í meir geðveiki. Meiri framleiðni og gróða og vald. Yfir hverju? Jú auðn. Engu. Allt ferst þetta ef haldið er áfram að auka við í þessu lokaða kerfi Jörð. Þetta er leið dauðans og algjörs vitleysisgangs. Hrein geðveiki. Djöfulæði blindra hýena.

Já hvað þarf að gera?  Það þarf almennilegt lýðræði sem dreyfist á fjöldann og svo þarf upplýsingu og skilning á hvað hafi gerst og hvaða leiðir séu færar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband