smá innsetning um skýrslu blindingjanna

þessi texti hér undir kom sem viðbrögð við þessari klausu á andlitsbók staða Hauks Más Helgasonar:

"Alræði náttúrumyndanna: á forsíðum allra binda skýrslunnar eru fossar, steinar, strandir og fjöll. Eins og í Mogganum. Og við dagskrárlok RÚV. Og alls staðar, alltaf."

og þessi athugasend kom svo frá mér:

 og ENGANN! hefur látið sér til hugar koma (nema einn svo ég viti til..) að allt tal um náttúruvernd er bull á meðan við áttum okkur ekki á að aukning og vextir þar með mun eyðileggja alla þessa náttúrufegurð fyrr eða síðar... að bankakerfið og græðgin (sem væntanlega stafar af ýmiskonar vöntun) eru aðal vandamálið og orsökin að eyðileggingu náttúrunnar um allan heim... Er þetta ekki furðuleg og alvarleg blinda... eftir 2. ára stanslaust fjas?

að banka og peningakerfið er grundvallað á stöðugum yfirgangi... stöðugri aukningu út af vöxtonum... annars springur blaðran ef ekki er aukning og svo springur hún samt fyrir rest... meira að seigja hluti af ræningja "hag""fræðinni" að sprengja blöðrur og ræna... vextirnir eru ekki til í kökunni.. það þarf aukningu til að borga þá.. sumsé auðhyggjan er sjúkdómur blindingja
 
og grunnurinn að stöðugt hraðari eyðileggingu náttúrunnar og alls hins villta lífs.. hafa menn heyrt talað um vistvæna banka? Engann hef ég heyrt hafa uppi orðræðu um þá. Ekki einusinni græna arminn. Þar er hjalað um blandað hagkerfi einsog það sé einhver nýjung... það er allstaðar blandað hagkerfi. Það er bara áframhaldandi sama brjálæðið
 
---
 
og ég get bætt því við sem ég skrifaði við athugasemd frá Gunna Vil á sömu bók
 
G.V.:
Það er svona hiii hiihiii ekki...hahaha.... Ekki nenni ég að lesa skýrsluna. Vissum við ekki allt sem þar er að finna, fyrir utan smáatriði? Gerðu "þessir menn" ekki byltingu? Allt er gott í þessum góða heimi.
 
T.G.H.:
já þetta er skýrsla stjórnkerfisins sem brást og soltil samfylkingarbræla einsog vænta mátti, hef ekki séð neina gagnrýni á bankastarfsemi og vexti yfir höfuð gagnvart náttúrunni og þátt Greenspans og félaga í aðalbanka bandaríkjanna... ekki heldur séð neitt um yfirtöku erlendra peningamógúla á orkugeiranum og öðru.. það kannski kemur á bls 1999,9
en Davíð og sjálfstæðissölubatteríið og bankamenn fá nett högg hér og hvar.. allt með mjög almennu orðalagi þó
 
G.V.:
Já, þeim varð á strákunum. En auðvitað tökum við létt á þeim. Ekki má gleyma brosköllunum. 
 
T.G.H.:

 já við tökum létt á þeim sem sjá að sér og styðja grundvallar stjórnkerfisbreytingar ...

 

G.V:
Og kannski syngur Bubbi fyrir þá á Hrauninu?
Já, og algjörlega nýtt stjórnkerfi, eða ætti að segja þjónustukerfi?

 Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen
jau... þjónar fólksins... 1. þjónn er þá forsetisráðherra
vonandi góður í að hjálpa þjóðinni að hjálpa sjálfri sér til heilbrygði og hamingju og öllu lífi en ekki endilega með valdboði ... kannski meira með því að framkvæma þær góðu hugmyndir sem þingið hefur fundað um sameiginlega og biður þá að sinna (ég er að vona að lög lands séu bara í nokkrum setningum þegar frá líður..) já nú er kominn sá tími Gunni að við þurfum að semja nýja stjórnarskrá með manifesti um rétt og skildur manneskjunnar... hm.. það er ekki lítið verkefni og við höfum verið að ræða þetta í áratugi held ég bara..
 

---

 

3. spjall úr sömu bók

Þorleifur Ugluspegill Ásgeirsson skrifar þetta:

"Iss það verða allir búnir að gleyma þessari skýrslu á fimmtudaginn."

og komment hér frá mér:

 

það er bísna fyndið að hlusta á þetta héðan frá finnlandi... lestur skýrslunnar í borgarleikhúsinu... það detta stundum út setniingar og sumir lesendur eru sérdeilis aðlaðandi leikara og svo detta þeir stundum út í textanum og virðast ekkert fatta.. (frekar en ég) og þessvegna verður þetta soltið ljóðrænt á köflum... maður getur og skilið að höfundar hafa ætlað sér að ofþreyta þjóðina... en Þorleifur... við þurfum að semja skýrslu líka... allir gera skýrslur!
og helst ekki undir 9 bindum og já tilkynnum útgáfudaginn fljótlega... við getum alltaf framlengt en lögregufylgd í bóksöluna og gæsla í prentverkinu... það finnst mér töff

 

Þórleifur Ugluspegill Ásgeirsson
Það er rosa svalt Tryggvi, En þetta er eins og þegar ég hlusta á Kalevala á finnsku, ég skil ekki eitt einasta orð, en hrynjandinn er æðislegur.

 

Tryggvi Gunnar Hansen
nebblega sko og nú er ég að vitna í þig á tryggvigunnarhansen.blog.is en ég er með finnskuna í eyronum alla daga og skil bara eistöku orð... þetter kjarnyrt og falleg hljóðform... og svo get ég hugsað um hvað sem er.. á meðan fólk lætur dæluna ganga og hér er þessi skýrsla með nokkuð athyglisverðu bankamáli.. margar nýjungar þar... mikið talað um ofþenslu og bólgu og aðhald og horfurog greiningu.. en það var kona þarna áðan sem var sérdeilis skemmtilega utanviðsig... lang-dularfyllst

hver og einn les bara í 10-15 mínotur .. þeir sem lesa mjög vel og skilmerkilega taka athyglina meira af manni og toga mann inní textann sem er soltið erfitt... þettereinsog á láta troða sér í poka.. best þegar textinn dettur út annaðslagið (spurning um álag á vefnum) og þegar lesandinn skilur ekki textann.. þá lyftist andinn í ljóðrænu
http://www.borgarleikhus.is/livestream

 -------------

og hér kom ég með haus á bók:

Tryggvi Gunnar Hansen jæja.. hér eru fáein orð um þá ofurlöngu skýrslu "Já, þeim varð á strákunum. En auðvitað tökum við létt á þeim. Ekki má gleyma brosköllunum" sjá nánar um það á www.tryggvigunnarhansen.blog.is

Þórleifur Ugluspegill Ásgeirsson
Já þetta er ungt og r**kar sér
 
Tryggvi Gunnar Hansen
já.. manneskjan er soltið einsog Bon-aparnir í Kongo upptekið kynferði og af því hver er sterkur, það má alveg taka húmorinn meira inn og hógværðina og samkomulag út frá brjóstviti, það er streymið sem er skemmtilegast en ekki slagsmál
 
 ---
 
og

Sólveig Dagmar Þórisdóttir ?????Af hverju sleppur Ingibjörg Sólrún?????

 
og ég svara hér:
þetta er skýrsla meirihlutans á þingi og þar er Samfylkingin stærsti aðilinn og mér kæmi ekki á óvart að meirihluti þeirra sem fengu að lesa hana og senda inn gagnrýni hafi verið all-hliðhollir Samfylkingunni. Þetter allt litað af þeim sem vilja fá fram ákveðna framtíð,... þannig eru allar hápólitískar skýrslur ... sama og ritun Landnámu..  áróðursrit í mis- augljósu samhengi.. "sannleikann" sjáum við öll í mismunandi myndum, blanda af reynslu og atgerfi og upplýsingastreymi.. sannleikurinn dansar þarna einhverstaðar á milli í þeim myndum sem við sjáum fyrir okkur og finnum til samkenndar eða andúðar með og veljum þann heim sem við trúum að sé sannur. Þessvegna er ástandið svona slæmt... við erum allan tímann að tala í gegnum rör í þessum fjölmiðlum og þeim er ritstýrt í gegnum mátt peninga og af þeim sem hugsa mest um að græða peninga... þannig fólk vill stanslausa aukningu og útþenslu en við búum á kúlu sem hefur takmarkað lífsrými og við erum að ryðja öllum viltum dýrum af jörðinni og flórunni yfir í örfáar tegundir.. ekkert af þessu fjallar þessi skýrsla um... hún er mjög nærsýn þessi skýrsla.. virðist halda að peningar og vextir séu af hinu fína.. en bara þurfi aðeins berti reglur... en þar er grundvallar blindan... við þurfum að stefna á jafnvægi og vistvænsku og almennilegu sjálfbæru samfélagi...  vextirnir eru aðal vandamálið við bankastarfsemi... það þarf að leggja þá af og skapa græna banka með gott siðferði og skilning á jafnvægisbúskap.. og þetta þarf að gerast um alla jörð
 
hm...
 
varðandi Ingibjörgu þá hafði ég mikla trú á henni.. með mikla reynslu og velvilja og við höfum öll gert mistök, ég hef trú á að hún geti komið með góðar tillögur, við þurfum öll að gefa hvort öðru séns að taka þátt í endursköpun íslensks samfélags
 
 og varðandi síbyljunnar frá borgarleikhúsinu (sem ég tel gott framlag hjá þeim) þá er ég búinn að slökkva... kominn með nettann höfuðverk í vinstra heilakvel... það versta er að ég skil of mikið og þá fer ég að hlusta og þá kemur alltíeinu eitthvað illskiljanlegt og svo aftur einhver leiðinleg hugtök ... en framburðurinn og málfar er oft bara í lagi... þetter fallegt tungutak íslenskan en ég sakna Jónasar Hallgrímssonar og Huldu og Jóhannesar úr Kötlum og Snorra og aaa..
 
það eru fleiri
 
þau mættu blanda inn þjóðskáldum 19. og 20. aldar... tildæmis á hádegi og klukkan 3 og 6 og 9 og 24
 
Jafnvel Stefán G, Látra Björg og Skáld Rósa og Völuspá
 
og Huldufólksvísur.. 
 
já klukkan er að verða 4 að morgni hér (klukkan 1 á íslandi) og þessi skýrsla hefur valdið mér svolitlum vonbryggðum það vantar allt stærra samhengi... vistvænu hugsunarinnar og alþjóða samhengið... einnig sálfræði græðinnar og saga manneskjunnar... en það er ekki  langt frá lagi að hún vekji þó umræðu og þær þurfum við... en auðvitað verður þetta alldrei neitt að viti þessi samskipti fyrr en við erum farinn að virka á heimaslóðum sem fjölskyldur... þorp.. hópar sem hittast... hafa þing.. öll þjóðin þarf að taka þátt í þessu
 
fólk þarf að sjá hvert annað og umgangast þing einsog samveru fjölskyldunnar
 
þá erum við kominn með lýðræði
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband