23.10.2009 | 13:39
hvað get ég sagt við þig
að ég ber þig í hjarta mér hvar sem ég er
allar stundir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 13:02
innslag eftir að hafa lesið Láru Hönnu innslagið hér á blog.is
þessi kreppa er bara nýjasta útslagið á hörmungarstjórnarfari sem hefur verið alla tíð frá því um landnám og jafnvel fyrr, um það er of lítið vitað því sögufölsun er ekki ný af nálinni og jafnvel nú... eftir þessar hamfarir er varla meira en mikill minnihluti sem hefur uppgötvast... eina leiðin til þess bjarga þjóðinni úr þessum klóm... auðhyggjuliðsins... er að skapa samráðsform sem er réttlátt og þar sem peningafólk hefur ekki undirtökinn... dreyfa valdinu á alla jafnt... beint lýðræði sem öll þjóðin tekur þátt í... ár hvert er valið lókalt og svo fara þeir allir öll á þjóðþing einusinni á ári og kjósa svo stjórn... ræða saman í 100 manna hópum og kynnast... kjósa svo án áróðurs fjölmiðla... þá sem menn treysta best... en bara til árs... fyrst að skapa slíkt þing jafnhliða hinu af grasrótinni og svo tekur hið nýja þing við... stjórnmálamenn og báknið virðist ekki hafa áhuga á svo róttækum breytingum... en sumsé... það er eina leiðin út úr þessari sjálfheldu sem er gegnum heil og mun verða sátt um.
23.10.2009 | 11:40
hljóðform varðandi kisa
já þú ert svo góður og blíður
og þolinmóður
vinur....
gefandi aðili
og ég veit... nú viltu að við förum í leiðangur... í rólegheitonum
eðalborinn logi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 08:44
hvernig við fáum nýtt þing og hvernig 2 þing munu eigast við á tímabili..
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2009 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 08:13
viðtal við Gunnar Tómasson og ályktanir út frá því..
viðtal við Gunnar Tómasson á
http://www.kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/968610/
virkilega athyglisvert viðtal og ein sterkasta niðurstaðan hér er að stjórnkerfið hafi brugðist og líka vinstri vængurinn að hann geti ekki tekið á vandanum því að hagsmunaöfl peningamannanna eru svo sterk... semsé pattstaða... ekkert er að gerast... allt situr fast í neti lygavarðanna... hm... það er semsé ekki til önnur leið en nýtt lýðræði... beint lýðræði allrar þjóðarinnar... allir landsmenn skipa sér upp í 100 (ja eða 144... 12x12 umræðuhópa) manna hópa og ræði saman og kynnist í 6 vikur... kjósi svo einn fulltrúa úr hverjum hóp sem fer á 3000 manna landsþing... sem skipar sér aftur í smáeiningar og menn kynnast, elda saman og baða sig og ræða saman í einlægni og kjósa svo einn hver hópur sem fer þá í 30 manna landsstjórn til eins árs í senn. Með umboð og verkáætlun hver frá sínum hóp. Semsagt þjónar þjóðarviljans. Hér er þá kominn stjórn sem ekki er undir hælnum á peningafólki frekar en öðrum hagsmunum... og þjóðin hefur fengið samráðsform sem kostar hana 6 vikur á ári... alla þjóðina... í raun 6 vikna frí frá öllu hinu á ári.... alvöru þjóðhátíð... það er nú ekki verra en það!
það er bara ekki til nein önnur leið
og enginn önnur leið betri því í dag erum við með ólöglega stjórn... stjórn sem ekki getur tekið á vandanum og ekki heldur nein önnur stjórn.. það þarf að breyta forminu svo að peningafólk hafi ekki undirtökin allstaðar og þá fyrst með því að fá fólk til að ræða beint saman án fjölmiðlaumræðu... án áróðurs sem kostaður er af peningafólki eða valdsfólki sem hefur verið kosið í krafti peninga... við þurfum hreinan þverskurð af vilja þjóðarinnar en ekki bara frekjanna!
Sumsé þetta er eins sanngjarna leiðin og eina fallega leiðin og eina leiðin til þess að reka stjórnkerfi sem getur tekið á vandanum sem ísland stendur frammi fyrir
eina leiðin sem getur bjargað íslandi frá algjörri eyðileggingu um aldir alda... eyðileggingu af völdum græðginnar sem tröllríður mannkyni og öllu lífríki jarðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 14:10
getur..
orð geta komið miklum hræringum af stað ef þau falla á réttum tíma og stað... að þau berist eyra þínu og huga og hjarta
og skilningssviði
rétt einsog lítill neisti getur kveikt mikið bál...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2009 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 07:18
og hér er hægt að sjá þetta hvernig þeir vinna... þessir sem meta allt í peningum..
20.10.2009 | 21:36
sem sitjum í rústunum...
hvað er verið að rækta?
það er það sem menn spyrja að þegar þeir horfa yfir kynslóðir
hvað stendur uppúr þegar allt dótið er farið... eftir 50 ár eða 100... eða 1000 ár?
vilja menn koma svo útúr sögunni að hafa lagt allt í rúst eða vilja menn geta sagt já en þetta reddaðist... við áttuðum okkur!... að þetta var spurning um þetta fólk og þetta land ... þessa menningu... að skapa almennilegt samráð sem að gæti tekið á þessu að hafna peningahyggjunni,... það varð okkar hlutverk... okkar sem sátu í rústonum...
20.10.2009 | 21:28
grasrótarleiðin
20.10.2009 | 17:40
fyrir þá sem sjá og skilja..
að hér er fólk, hér er líf hér er fjölskylda já hér eru gen sem eiga betra skilið... bræður og systur... blóð... hjörtu sem eiga þetta land og að peningaleikir eru þessari þjóð ofvaxið að skilja að eru svindl leikir... að við erum börn náttúrunnar... að hér eru verðmæti sem eru ofar valdi og ofar peningum... að skilja að peningafólki er velflestu ofvaxið að skilja þetta... og þessvegna er því ekki treystandi til að halda um stjórnartaumana eða ráðleggja þeim sem þar sitja að neinu ráði...
þá kemur þessi lífsnauðsyn.. þessi skilningur að lýðræði sé vinna sem allir þurfa að taka þátt í sameiginlega... í hæfilega stórum einingum... næstum á sama tíma og dagleg störf eru unnin... líkt og var í baðstofum til sveita... þetta eilífa heimilisþing... að það þarf að vera stærra en bara mamman og pabbinn og börnin... líka frænkur og frændur... að hér er grunneining mannlegs samfélags... grunnlýðræðiseining.
Að þá erum við farinn að tala með hjartanu og öllum líkamanum og bara tilvistinni inn að merg og beini
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009 | 14:01
ýmist of heitt eða kalt
æjá.. ég hósta...
þetta eru myrkvaðir tímar þó grilli stundum í glætur
skógarálfsfót
20.10.2009 | 08:43
tökum örlögin í eigin hendur og lokum sjálf
ef við lokum ekki landinu sjálf verður lokað á okkur og allt tekið af okkur
þá er betra að við lokum sjálf og á eigin forsendum
og nota þá einangrun til að skapa samráðsaðferðir sem gagnast okkur og óhjákvæmilega sjálfbærni
19.10.2009 | 20:58
gjaldþrota þjóð...
ég held að mér sé að verða óglatt útaf þessum æsave málum aftur
það sem kemst ekki inní hausinn á þessum borgum æsafe mönnum er að æsave og öll lánasúpan er ofviða þessum fáeinu hræðum og að dæmið er absúrd.. mótsögn... þ.e. einkabankadæmi sem ekki kemur íslenskum almenningi við... jæja... landið er gjaldþrota.. hvað svo? Eigum við þá að kaupa landið aftur á 100 árum eða svo?
eða verðum við eilífir þrælar?
19.10.2009 | 13:41
hm..
nú á að leggja málið í dóm þjóðarinnar... helst auðvitað lifandi þing þjóðarinnar... skapa 100 manna lýðræðiseiningar um allt land sem senda fulltrúa á þing... stjórnin sem við höfum er leppstjórn.. það er alþjófasjóðurinn sem stjórnar
við þurfum nýtt þjóðhollt lýðræði
18.10.2009 | 10:08
saman? n gaman!
hún hjálpar mér ekki að lifa þessi talva, hún er bara fórnarkostnaður og til hvers er fórnað?... jaa það er þetta að gefa af sér til þess að ná sambandi við þig... senda út falleg flöskuskeyti.. veifa hæ! ertuðaddna? og ég er hér og þú ert þar... munum við einhverntíman ganga um miðjan veg saman,. sisona.. soltið annarshugar... vön að ganga saman langar leiðir og já sitja saman og fjasa saman
ég veit ekki
vandi r um slíkt að spá..
n eitt r víst að
alltaf verður
ákaflega gaman þá
gaman þá!
gaman þá!
ákafleega gaamaan þáááú!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2009 kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 11:26
viðbrögð við þessu myndbandi...
svar frá lesanda á andlitsbók
"Slappur þessi í lokin, reynir að tyggja gamlar tuggur um að landinu hafi verið bjargað..."
svar Tryggva þar við á sömu bók:
Já en gott að sýna hvernig þeir verja sig frammí rauðan dauðann... hvernig lýgin er borinn á borð... og einmitt höfundur þáttana lýkur svo allri röðinni með því að benda á að almennilegt lýðræði sé eina verkfærið sem geti stoppað þessa varúlfa og þá vantar bara hverskonar lýðræði getur þetta... sumsé aftengt peningavaldið sem ráðandi við ákvarðanatökur og þar hef ég svarið... grasrótarlýðræði... að gera lýðræðið að grundvallareiningu samfélagsins, allir tengdir inn og í hæfilega stórum hópum svo að allir geti kynnst hvor öðrum persónulega.. sumsé 100 til 150 manna hópar... sem kynnast á vorin.. elda saman, fara í böð saman og stunda leiki samhliða umræðum ýmiskonar... í 6 vikur.. og kjósa svo án áróðurs... einn fulltrúa á landsþing... og þar mæta þá 3000 manns á miðju sumri og skipa sér í 30 hópa ja eða 25 eða þar nálægt og ræða utanríkismál og náttúru og svo framvegis... kynnast semsé og kjósa svo einn fulltrúa hver hópur og eru þá 30 manns þar starftækir til að sinna landsmálum í 1 ár tæpt... þá höfum við þrek og þverskurð þjóðarinnar þar samankomna og ekki keypta af peningaveldinu en fyrir þjóðarhag... í sannleika sagt ... dreyfum valdinu sem mest og gerum þjóðina samábyrga og heiðarlega!
15.10.2009 | 09:23
Lára Hanna! Þú þarft endilega að sýna þjóðinni þessa þáttaröð... hér sjáum við imf í réttu ljósi og hvernig þeir vinna og fyrir hvern!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 06:51
lýðræðisbylting er lífsnauðsinleg þörf!
"þetta eru brjálaðir massamorðingjar og glæpahundar á öllum verstu hugsanlegu sviðum þessir auðjöfrar... blóðugir upp fyrir axlir..!"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 11:10
hugarástandið við
jaala hala
jala haleluu jahaa
jau saama veran já samveran silkiblíð aalveraan
amabrama hamrama gamansama
amaban hamingjusama
13.10.2009 | 07:02
halelúja...
þetta hold
þessar þolinmóðu frumur sem eru búnar til úr velvilja, jaa þær sýngja! blessun
þær sýngja við