3.11.2009 | 12:55
sóldans seiðbömbumanna frá Mongoliu
Já alveg augljóst fyrir mér að þessi dans er í raun sóldans.. og að tromman er í raun sól... guðið "skaparinn"
ah.. nice drumdancers... and there at the end we can see..feel how the drum is connected to the sun... this is a sundance..
2.11.2009 | 07:57
Heklukötluöskursprengjuskjálftahlátrar (og Jón Leifs) og réttlætisbyltingahræringar
ég bíð eftir svona concert niður á austurvelli til þess að fá fram réttlátt stjórnarform... þar sem jafnræðis er gætt og sanngirni... og hámarks valddreifing... og þar sem viska ræður ferð en ekki peningamannagræðgi og frekja blindingja
ég er auðvitað að tala um "consensus" lýðræði... en ekki meirihlutafrekjuræði
consensus? hvernig þýðum við það... samæði? :-) hm.. samráðsræði gengur ekki... samráðsstjórnun... markmiðið er að þörfum allra sé fullnægt.. og þá líka dýrategunda og annarra lífsforma... að sjá heildina sem eina veru sem streymir saman.. þetta er auðvitað oftast einskonar nálgun... sérílagi núna... þegar svo margt er í lagi fært...
eitt skref í einu en í rétta átt þá... og við þurfum leiðarsteina... við þurfum að sjá saman hvert við erum að stefna...
sumsé... fyrsta skrefið er aðkoma á samráðs lýðræði!!!
það verður pláss fyrir foringja þar líka... en fyrir allra augum og í samráði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 22:38
spjall um ástandið af feisbókinni... svona til uppörfunar
hér er spjall við baráttumann af feisbók
herra G:
"nú er vetur að skríða í hönd og vantar alveg Laugardagssamkomur í líkingu við fundi Radda Fólksins, það hefur nákvæmlega ca ekkert gerst nema "Laga verja" fyrir Lánastofnannir, ofurgráðuga og Icesave nauðgun ásamt inntöku beiðni í klúbb kvalaranna í ESB ! og stjórn landsinns feld í hendur Nýlenduherranna í IMF !"
og
"ef eitthvertímann er tími til að vera reiður við "stjórnvöld" þá er það núna ! því ef við bíðum munu XD og XS mynda hér meirihluta, sem byrtir "valda" kafla úr rannsókn, og munu setja Evu Joly stólinn fyrir dyrnar hægt og varlega uns hún fer !"
herra F:
Veistu herra G að fyrst ekkert verður úr alvöru Stjórnlagaþingi. Þá er sko skítsama hvað við kjósum Lýðræði mun áfram verða innantómt orð. Og btw þá get ég vottað að Ingibjörg er svo veik að hún mun líklega aldrei snúa aftur í stjórnmál. Það þarf kannski bara Nokkur kíló af C4 og slatta af AK47 til að bola valda-stéttinni frá? Amk. er maður alveg hættur að trúa fólki sem hefur viðurværi sitt af "stjórn"málum. Mas. liðið sem fór á þing í nafni búsáhalda hefur reynst bara nákvæmlega eins og þau sem þar fyrir sátu.
Herra GV:
ég er ekki reiður, ég er sár
Herra T (ég altso):
fella stjórnina og fá þjóðstjórn valda af handahófi sem hefur það eitt markmið að vinna að því að þjóðin öll taki þátt í stjórnlagaþingi eftir aðferðinni 100 manna grasrótarhópar sem þýðir að allir sem vilja í það minnsta hafa aðgang að umræðunni... svo einn úr hverjum 100 manna hóp og þá 3000 manna þing í 30 hópum... semsagt berja niður i save og esb og stjórnina og byggja upp lýðræði svo við getum sagt já við höfum réttkjörna stjórn (1 fulltrúi úr hverjum af hinum 30 hópum er stjórn.. altso þjónar þjóðarinnar) hott hott .. mundir taka þátt sjálfur ef ég væri ekki í finnlandi... og raddir fólksins... hm.. þá er betra ef það er raunverulega óháður hópur... þetta var soltið miðstýrt... getur þú ekki reddað hátalara og mikrafón?... niður með stjórnina og ekki til að fá aðra verri heldur stjórnlagaþing þjóðarinnar... ekki alþingis... þeir eru ekki rétt kjörnir... ólöglegt allt heila gengið...
sumsé... berja potta og bumbur ... almennilegt samráðsform... en ekki peningastýrt, áróðurstýrt... græðgisliðinu í vil... heldur þjóðræði... þjóðráð... mannvirðing... LÝÐ-RÆÐI!
ég set á þínar her... Lesa meiraða ungi maður að setja byltinguna í gang...
ok
n fyrst altso setja saman hóp sem seigir við ríkistjórnina... við berjum bumbur og fellum ykkur ef þig gerið ekkert í stjórnlagaþingi innan þessa og þesssa dags... ok... kannski gera þeir eitthvað... þá er hægt að setja upp nýja kröfu og nýja dagsetningu... þannig mjakast máski eitthvað og umræðan kemst betur inn.. nú annars berja bara alveg viðstöðulaust þar til stjórnin fellur... það vefur utanásig... fleiri koma út úr skáponum en þarf samt skipulagningu í gegnum netið... janvel vaktaskipti og performansa til að blöðin komi með... etc
en semsagt fá utanþings þjóðstjórn óháðra... með handahófsaðferð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 12:29
heyrist kannski betur hérna hvernig þetta kveðskapsnefhljóð virkaði hjá okkur áður en kristilegur rétttrúnaður útrýmdi þessu einsog svo mörgu öðru af þjóðararfinum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 11:48
hér er elimennt sem var í kveðskapnum... nefhljóðin sem enginn virðist fatta á skerinu gráaa..
31.10.2009 | 11:43
ahh gott mannlíf þarna við Baikal vatn
31.10.2009 | 09:54
upplýsingastríð eða upplýsingaþjónusta?
það krúttlega við þetta allt er að við erum ekki í stríði við rotsíld og drottningar.... öllu heldur erum við að bjarga þeim úr þeim vandræðum að vera föst í einangrun og sjúkum aðferðum sem eru að leiða okkur öll í glötun....
þegar allt kemur til alls þá erum við öll sömun sama veran
við þurfum að hjálpast að ... sjá hvar við erum... hvaðan við komum og hvert skal halda
það nefnilega er til sannleikur og eðliseiginleikar einsog að eðlisfræðilögmál aðdráttarkrafts er raunveruleiki sem við búum öll við...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 09:10
drottningin og breska svínaríið
Er ekki óhugnanlegt þetta ójafnvægi að rotsíldargengið skuli eiga helming alls auðs á jörðinni? Og hvað á þá breska drottningin og hennar þjónar mest af hinum helmingnum? Að bara það sem bretar hafa rænt og stolið um allann heim er hin versti ógugnaður... en eignir kellu eru í leyni einsog rotsíldarfólksins...
eina huglæga verkfærið sem við höfum til þess að koma skikki á alla þessa spillingu (og já okkar eigin spillingu nottlega) alla er almennilegt grasrótar lýðræði og almenn menntun sem gerist best með því að skipta öllum í 100 til 150 manna grunn lýðræðiseiningar...
af stað með að fella stjórnina og koma óháðri þjóðstjórn sem einbeitir sér að þátttöku allrar þjóðarinnar í stjórnlagaþinginu...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 08:44
video um hættulegustu fjölskyldu á jörðinni... þ.e. Rothchild.. höfuðmiðstöð peningamafíunnar
29.10.2009 | 19:12
berja stjórnina niður og fá þjóðstjórn sem valin væri af handahófi sem vinnur að nýju samráðsformi
ef ég væri heima núna mundi ég fara með bömbu niður á austurvöll og berja niður þessa stjórn og spillingu alla og heimta þjóðstjórn sem valin væri af handahófi og sem hefði það eitt markmið að skapa þjóðþing sem allir gætu tekið þátt í sem vilja og geta og þar væri grundvallaður nýr þjóðarsáttmáli um beint lýðræði allar þjóðarinnar frá grasrótinni og síðan nýjar kosningar í anda þeirra nýju stjórnarskrár. Að fá rétt kjörna fulltrúa er fyrsta mál... og klíkuskapinn með peninga út
já hér er frétt..
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item309301/
þessir mafíosar eru að lána til þess að fá sjálfir greitt... í raun bara aukning á skuldum og undirstrikun á skuldaviðurkenningu... betra væri að seigja nei strax við erum hætt í þessum peningaleik forever! Nei takk við borgum ekki... og svo hellum við okkur út í sjálfsþurftarbúskapinn... skipum svo málum að allir fái land sem vilja fyrir ekkert... til láns og umsjónar... til að rækta næringu og skóga í rólegheitonum... alltso þjóðnýta allt ... meira og minna... land, mið og orku.
já og hér er spjall hjá Láru Hönnu sem ég tek þátt í...
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/972737
og komment frá mér hér:
þetta er könnun viðskiptablaðsins og úrtakið úr lesendahóp blaðsins (email lista blaðsins sem eru jú þeir sem trúa á peninga og vexti og heila spilavitið)
þannig virðist mér könnunin seigja okkur hvaða fylgi Davíð hefur hjá bissnissliðinu í landinu jaaa sem er varla meira en 30% eða hvað? máski minna... og 25% af 108 þúsund eða svo eru vel innanvið 30 þúsund manns...
nú... í annan stað þá vitum við ekki hvursu áreiðanlegir þessir menn eru sem gerðu könnunina... við heyrum um svindl á hverjum degi já þessu peningafólki og hversvegna ekki í þessu tilfelli... þetta er jú áróðursaðferð þessar kannanir
sumsé... við erum í upplýsingastríði... þetta er allt bara sjónarspil fyrir sumum, spurning um hönnun á viðhorfum, skákin er í fullum gangi og hver leikur fram sínum peðum eftir getu
----
og aftur
jáú... það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta þróast... en yfir höfuð þá er of mikið karp um smámál og of lítið horft á hvaða leiðir eru færar þegar til lengri tíma er litið og allt tekið með í uppgjörinu. Sumir hrópa nú á leiðtoga í stað þess að horfa í átt til lýðræðis... og á þjóðina í heild sem veru sem getur hugsað og ályktað skynsamlega svo fremi allar upplýsingar eru borðliggjandi. Ennfremur í hæfilega stórum einingum sem kynnast persónulega... altso 100 manna lýðræðiseiningar um allt land... Þeir sem vilja einræðið telja að hópurinn komist aldrei að niðurstöðu... Sumsé við erum með þann vanda á höndum að á íslandi hafa menn séð samræður sem tímaeyðslu eða í besta falli kurteisi eða jafnvel skemmtun. Samt er í raun öllu stjórnað með samráði á allskonar fundum ... þannig lifir þjóðin í mótsögnum... talandi um lýðræði sem aldrei hefur verið til neinstaðar sem hið mikla framlag vesturlanda og um leið að nauðga því með yfirgangi leynt og ljóst... jafnvel í svona stöðu þegar ljóst er að nú er sótt að öllu sem íslenskt er og að stjórnendur bregðast jafnt á hægri sem vinstri væng.... jú leiðtogar verða til þegar á þá er kallað og þá til góðra verka vonandi... ég er ekki á móti neinum fyrirfram sem leggur gott til málanna. Og fyrst þarf að greina vandann. Hefur Davíð burði til þess eða einhver annar? Það verður að koma í ljós... og svo þarf að finna farsæla leið, leið sem viðheldur mannfélagi og náttúru hér í jafnvægi um aldir alda. Sjálfur tel ég farsælast að "loka landinu" á meðan við byggjum upp almennilegt lýðræði frá grasrótinni... þar sem bæði einstaklingurinn og hópurinn njóta sín ... ennfremur að þjóðnýta land, mið og orku og gefa svo allri þjóðinni tækifæri á landi til að rækta ofaní sig... Þá erum við að byggja upp menninguna hér til framtíðar... þá erum við farin að skilja hvað samfélag er á þessari jörð... og það fyrsta sem við þurfum að sleppa er auðhyggjan... þetta krabbamein græðginnar í líkama jarðar. Meira meira geðveilan. Hvernig stendur á því að menn sjá þetta ekki... að við erum einsog maurar í skókassa... þessi jörð er okkar skókassi og það er bara ekki pláss fyrir vexti og aukningu og meir ofaná meira sem vextir heimta. Mér er það óskiljanlegt að fólk skuli ekki sjá þetta. Og að við þurfum að lækna okkar samráðsaðferðir það finnst mér líka algerlega deginum ljósara... Og svo á eftir að koma í ljós hvursu "lokað" það land yrði sem færi svona í hlutina. Ég er á því að við munum eiga nóg af vinum.. jafnvel of mikið af þeim sem fámennri menningu og viðhvæmu landi er ekki aldeilis hollt
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2009 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 20:24
einn einn glæpur á vegum fávísra bænda
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item309238/
þetta eru algjörir fábjánar þessir bændur þarna... bókstaflega bilaðir.. hér er stórglæpur framinn... hér er forna sauðfjárkynið með almennilega forustusauði, frjálsar rollur... þessar verur sem skópu alla göngustígana um land allt... þetta er ið eiginlega íslenska rollukyn... ótrúlegt... þeir ætluðu frekar að deyja en að vera í ánauð hrútarnir! þetta er háharmrænt! og rétt einsog hluti af andaslitrum menningarinnar hér og séreiginda hins íslenska kyns... og hugsanlegur váboði...
og blindan er svo gersamleg að þeir tala um "morðæðið er af mannúðarástæðum"... svona mannuð hafa bændur alla tíð stundað við vinnufólk sitt líka í 1100 ár! svívirðilegt!
mjög alvarleg viðvörun hér... hættið að ofsækja þessar rollur bændur ... þið eruð vistglæponar... vistterroristar!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 16:16
hörmungarferill hinna óhæfu stjórnmálamanna gæti litið út svona ef við sofum á vaktinni
hér leifi ég mér að dreifa þessu... þetter á netinu.. silla var að senda þetta á feisinu
1. IMF krefst þess að seðlabanki Íslands hækki stýrivexti í 18% til að styrkja krónuna, sem mun í raun sliga fjölskyldur og fyrirtæki landsins sem endar í miklum gjaldþrotum og efnahagserfiðleikum.
2. IMF krefst þess að Íslenska ríkið gangi í ábyrgð fyrir Icesave reikningum Landsbankans sem eykur skuldir Íslands.
3. IMF lánar íslenska ríkinu álíka upphæð (250 til 300 milljarðar króna) og erlendir bankar eiga í svokölluðum Jöklabréfum sem þeir gáfu út í íslenskum krónum, í þeim tilgangi að styrkja krónuna.
(Við erum stödd ákkúrat hérna núna -!)
4. Þegar krónan fer á flot verður íslenska ríkið að nota IMF lánið til að kaupa og styrkja hana, sem þýðir að þegar Jöklabréfin falla á gjalddaga á næstu vikum og mánuðum og erlendu fjármagns eigendurnir fara að selja krónurnar sínar fá þeir meira fyrir þær.
5. Á nokkrum mánuðum selja eigendurnir Jöklabréfa krónur fyrir um 200 til 300 milljarða króna meðan íslenska ríkið kaupir fyrir svipaða upphæð, en á þeim tíma eru stýrivextirnir búnir að rústa efnahagi landsins og flóttinn úr krónunni verður svo mikill að ríkið verður á einhverjum tíma punkti að hætta að kaupa krónu og leifa henni að falla.
6. Þegar hér er komið við sögu eru sömu stjórnmálamenn og sögðu að bankakerfi landsins væri traust rétt fyrir hrunið búnir að fara að ráðum IMF og skuldsetja Ísland, sólunda láninu og brenna efnahaginn með ofurstýrivöxtum til að halda uppi krónunni sem bjargaði erlendum fjármagns eigendum úr krónunni áður en hún hrynur fyrir rest.
7. Eftir algert hrun krónunnar koma erlendir fjármagnseigendur til að kaupa íslensk fyrirtæki á brunaútsölu, og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: ónýtur efnahagur Íslands stendur ekki undir afborgununum til IMF svo þeir krefjast einkavæðingar og sölu á auðlindum Íslands.
8. Ríkisstjórn Íslands byrjar að selja kvótann sem við eignuðumst með yfirtöku á bönkunum og eftir það byrjar einkavæðingin: orkuiðnaðurinn m.a. landsvirkjun, land undir jarðvarma- og fallvatns virkjanir, og réttindi yfir hugsanlegri olíu sem finnst á drekasvæðinu ásamt Gvendarbrunnunum.
Þetta er ekki endilega nákvæmleg framvinda en þeir sem þekkja sögu IMF vita að sjóðurinn hugsar um hagsmuni erlendra fjármagns eigenda og skapar oft kringumstæður í ríkjum sem hann lánar til þess að auðvelda erlendum fjármagns eigendum að komast yfir auðlyndir ríkisins.
ÞAÐ ER HÆGT AÐ STÖÐVA ÞESSA FRAMVINDU Á HVERJU SKREFI.
STJÓRNIN HEFUR VALDIÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÞETTA.
ÞÚ HEFUR RÉTT TIL AÐ KREFJA HANA UM ÞAÐ EÐA VÍKJA.
Höfundur er Jón Þór ólafsson
þessu svaraði ég svo á þessa leið:
semsagt imf er bara að "lána" til þess að fjármagnseigendur fái greitt... s.s. þessi jöklabréf... og allt sett sem skuld á þjóðina í heild svo hægt sé síðan að fella kerfið og ná svo öllum sameiginlegum afkomumöguleikum af þjóðinni... já hvað er til ráða annað en sjálfbærni og allsherjar þjóðnýting og lokun á þessar peningamafíur allar... og hvað er áhugaverðara... ég sé ekki glaðlegri leið... almennilegt lýðræði og skipta landinu upp fyrir alla sem vilja rækta mat og skóga... og álversprísar á rafmagni... svo þurfum við bara að hanna okkar eigin rafmagnsbíla og já hafa það gott í ræktuninni og öllum kærleikanum... ég sé þetta allt fyrir mér... spurningin um hvenær er bara hve langan tíma tekur að vakna... halló... vaknaðu gæska
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 15:57
samfélagið þarf að finna leið til þess að gera valdsjúka og gráðuga skaðlausa skaðlausa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 10:31
"Gríðarleg erlend skuldsetning Íslands mun leiða til landflótta og lýðfræðilegrar eyðileggingar"
sjá hér
semsagt alþjófasjóðurinn lýgur og stjórnin lýgur og hvað svo? Jóhanna og steingrímur vinna með og fyrir landráðsliðið... við þurfum rétt kjörna stjórn ekki blindingja og landráðslið í ákvarðanatöku... island rekur nú stjórnlaust í átt að eyðileggingu..
27.10.2009 | 07:18
fall islensku bankanna var viljastýrður gjörningur...
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item308997/
einhverjir háttsettir í stjórn og bankamálum i bretlandi vildu fella islensku bankana....
en bankamafían er alþjóðleg og á sér þó foringja í röðum rotsíldarættarinnar.... sumsé til n-ameríku teigir sig þessi vefur... til örfárra í innstu klíkum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2009 kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2009 | 07:43
athugasemd við athugasemdir um evrópu
athugasemd við skrif um evrópu á blog . is að þeir séu svo góðir þar að þeir leifi gelísku sem samskiptamál ... og því þurfi smáþjóðir ekkert að óttast um þeirra túngu og menningu... evrópuliðið sé svo líbó og jákvætt fyrir sérkennum þjóðanna...
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/968202/#comment2661804
já þetta skrifaði ég sem svar:
þetta eru skrautfjaðrir sem stráð er til þess að ná þjóðum einsog islandi og noregi inn og svo vitum við að augljóslega munu hagsmunir meirihlutans valta yfir allar minnihlutahugmyndir... það er nú vandamálið við þetta evrópuform að tilskipanir koma ofanfrá þar og allt byggir þar á valdi peninganna rétt einsog heima... en það er ekki lýðræði... það er frekjuræði örfárra sem virðast aldrei fá nægju sína og þessvegna finnst mér að við höfum ekkert að gera inn í evrópu fyrr en við höfum almennilegt lýðræði bæði hér heima og um álfuna og heimsbyggðina... norðurlöndin eru nog verkefni fyrir okkur að rækta frændskap við í bili... og almenn samskipti til nauðþurfta en allt frammyfir það er okkur í óhag... mínus menningarsamskipti sem alltaf eru af hinu góða.. en sumsé við þurfum lýðræði frá grasrótinni... beint lýðræði með vistvæna heildarsýn sem öll þjóðin tekur þátt í... skipta öllum landsmönnum upp í grunnlýðræðiseiningar... þetter mikið verkefni en verðugt... ef ekki verður að gert lýðræðinu í landinu og við æðum inn í evrópu þá erum við búin að missa sögulegt tækifæri til þess að læra á sanngjarnt samráð... nokkuð sem allur heimurinn æpir eftir... í þessu hópbrjálæði sem viðgengst og kallað er menning en er í raun hópsjúkdómur drifin áfram af taumlausri græðgi
það eru semsagt tvær tegundir af úlfskjöftum við höfum fyrir framan okkur allan tímann... annar er frekjuúlfurinn peningamafúrnar og hinn er hópúlfurinn meirihlutans... þ.e. þetta svokallaða lýðræði sem gerir ráð fyrir því að við séum öll jöfn sem er gott og gilt í sjálfu sér en bara málið er ekki bara einstaklingar og fjöldi... hér eru menningar sem eru oft smáar en mjög athyglisverðar... oft undirokaðar af valdkerfi frekjanna... og já þetta blessaða lýðræði er hvorki fugl né fiskur... hefur alltaf verið bara vandamálakrói... alldrei gengið upp... alldrei verið réttlátt... alltaf meira og minna klíkuræði... semsagt hvernig á að framhvæma raunverulegt lýðræði sem ekki er í vasa peningafólks augljóslega er spurningin og henni hef ég svarað og þar höfum við verkefni sem er verðugara öllum öðrum...
og úlfskjartarnir eru með lýðræðið í höndum sér einsog ... fulltrúonum er fjarstýrt..
og með hjálp peninga og þar með fjölmiðla, hafa veruleg áhrif á skoðanamyndun
það er semsagt ekkert viðnám veitt gegn þessari eyðileggjandi óhófs græðgi
einsog staðan er núna en allt gert til að auka enn við arðránið og yfirganginn!
brjálæðið er á fullu spani... líka á íslandi... líka í kreppu... það þarf bara að bústa þetta upp hugsa menn!
ekkert hefur verið lært... sama liðið allstaðar ... ef eitthvað er þá er hagsmunagæslan að efla sig
hvar er fólkið sem ætlar sér að passa uppá ísland... og byggja upp hið nýja þjóðveldi?
þjóðveldi islendinga til framtíðar um aldir alda!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2009 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 20:26
útúr alþjófasjóðnum!
á að láta Jóhönnu keyra landið undir aukin erlend yfirráð bara sisvona...?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 15:49
þetta ætti að vera deginum ljósara fyrir löngu!
já við erum öll meirominna bara einsog lítil börn...
afar meinlaus nema ef áreitt illa... hleypur allt í kekki, enda af hverju?
af hverju þessi handagangur? Útaf hverju eru ósætti?... nú ef ríkið vill að fólk sé heiðarlegt, þarf þá ekki ríkið að ríða á vaðið í heiðarleika og grandvörum samskiptum?
og nú vitum við að svo er ekki
þá er ekki hægt að halda áfram sama leiknum... það þarf að byggja upp nýtt stjórnkerfi frá grunni með algjörum heiðarleika og skipta öllu systur og bróðurlega
23.10.2009 | 15:11
aaalveeeraaan! (og hvíslað: allar meðvitaðar hjartaverur komiði hér!)
í dansinn littlu englar...
fótaprúðu tásur
í ýmsum afar viðfelldnum yndisþokkafullum lopasokkaleikjum...
heiohobbsassaa!
littlu verurnar í þessum mjög svo forna næstum alveg horfna heimi...
sannleikans.. dreymandans