En... er hægt að fyrirgefa þeim sem ekki vilja taka sönsum?

er eitthvað vit í að fyrirgefa þeim sem að þverskallast... þeim sem að vísvitandi valda óbætanlegum hörmungum

að fyrirgefa óvita sem vill vel, það er annað mál .. þeim sem að áttar sig

   en meðvituð mannfyrirlitning og taumleysi og sérgæska krydduð með blekkingum og lýgi.. eigum við að fyrirgefa slíkt?

Erum við þá ekki að leggja blessun okkar yfir að manneskjan og heimurinn sökkvi í tárahaf?

"þeir sterkustu munu lifa" er setning sem frekjuómenningin heldur mjög á lofti... og yfirfært yfir í...  þeir klókustu og frekustu og sjálfumglöðustu vaða yfir allt og alla... og afleiðingin er að siðleysingjar... ræningjar og glæponar hafa náð að hrifsa til sín allt sem þeir vilja... á kostnað meira vitiborinna og á kostnað allra annarra lífsforma. Þetter einsog að láta minkinn passa hænsnabúið.

Enginn furða að allt er í uppnámi í hænsnakofum.

Lygaverðir seigja hér... ja manneskjan hefur alltaf stundað stríð og glæpi... svona er manneskjan... ljótt dýr og heimskt og sjálfselskt.. á sama tíma vilja menn ekki sjá allar þær dýrategundir sem lifa í friðsemd... vilja heldur ekki sjá hvað manninum leið fyrir tíma "siðmenningar svokallaðar" því það er einmitt öfugmæli.. frekar að kalla okkar ómenningu þá hina siðlausu því fyrir tíma þessarar ruddalegu ómenningar sem við búum við var manneskjan friðsöm... við þurfum ekki annað en að líta til búshmanna... þar er samfélagið ekki rekið af frekjuhundum heldur sitja menn í hring einsog fjölskylda og ræða málin í bróðerni... 

semsagt við búum við bilun í samráðsforminu... bilun í sjálfsmyndinni... hver við erum.. hvaðan við komum og hvert við erum að fara.,, bókstaflega við erum sturluð sem hópur... sturluð vegna yfirgangs ... sturluð af ótta og sturluð af frekjugangi... sturluð af lygavaðli

vitið þér enn eða hvað... hvert þessi skálmöld er að leiða okkur?

Það er bara einsog við höfum tvær manntegundir hér á þessari jörð... hinir blindu og siðlausu og þrælar þeirra og hinir sem eru með hjarta, samkennd, yfirsýn

hvorumegin stendur þú?

Því nú er tími dómsins...ef þú ert með lifandi hjarta sem getur fundið fyrir samkennd með öðrum þá tilheyrir þú lífinu og framtíðinni og núinu eilifa...

en ef þú veist enginn skil á samkennd, það sem búdda kallar compation... þá ert þú ekki meðal lifenda.. þú ert ekki á meðal vor... þú ert ekki með í leiknum þramma..

ekki hluti af heild, þú ert aðskilinn.. 

svo eru þeir vísast flestir sem flétta þessum hlutverkum saman í einskonar leikþátt og við uppskerum nútímamanninn með sína nefrós

manneskju mótsagna...

með sálarflækjur og innri átök ... munur á góðu og illu verður æ afstæðari og óhlutlægri og já erfiðari að horfast í augu við... 

 við erum öll meirogminna lasinn

kannski grunnurinn að öllu núna að hafa aðgang að landi og kunna að rækta garð og skóg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.