leið samráðs og heildar

annars er ég ekki mikið fyrir ofsóknir eða hatursherferðir... til dæmis kannski fyrir það að ég þekki hópofsóknir, útilokanir  og einelti, ég þekki hvað það er ljótur leikur og eyðileggjandi..

ég get fyrirgefið, ef menn láta af óréttvísi, en það að geta fyrirgefið er máski mest tengt því að skilja að við erum öll breisk og vöðum jaðarlínur og okkur verður stundum hálft á svellinu eða sveigjumst með hópnum í rangar áttir, allt samfélagið er lasið og hefur verið mjög lengi... og álitamál líka sumpart hvað er heilbryggt...  það er vonandi hægt að skilja þetta allt saman en það breytir ekki því að menn þurfa að leita heilsusamlegra leiða og í anda samráðs... kominn er tími á aðra stefnu en sjálbyrgingin og að við þurfum annað fólk, sem meðtekur annan hugsunarhátt, taki við ábyrg fyrir hönd þjóðarinnar.

Ég er einmitt með reynslu af misstigi og erfiðri slóð og nógu lítillátur eða stór til þess að átta mig á að ég mundi líka spillast við ofdekur og mikið vald... enginn getur verið hlutlaus í raun og ef gefið er of mikið eftir, þá er gengið á lagið... og allir falla í þessar gryfjur sjálfhverfu og síngirni, fyrr eða síðar. Það er jú innihaldið í reynslusögu gyðinga af Davíð og Salomon..  kóngonum...  þeir voru allir breiskir.... jafnvel Davíð hjarðsveinninn góði framdi dulbúið morð útaf konu... Salomon rústaði musterinu og gerðist villimaður

það er einmitt þessvegna sem ég vil dreifa valdinu sem mest og á sem flesta... að það gengur ekki upp að treysta neinum öðrum fyrir lífi sínu...

já þeir sem hafa brotið gegn samfélaginu og eða sjálumsér eru ekki í réttri stöðu til að leiða núna 

  en við viljum ekki bara einhvern og einhvern... í klíkustílnum... við þurfum virkilega að hafa fyrir því að finna og leita með logandi ljósi að góðum heiðarlegum manneskjum meðal allrar þjóðarinnar

þannig léttir tortryggni...

nú þarf að sameinast um að við stöndum með réttsýninni og íslenskri þjóð og framtíðarlausnum

en sumsé...með nýju samráðsformi munum við einfaldlega kynnast öll sömun uppá nýtt og hæfileikar okkar allra nýtast í þessum hópum og akkilesarhælana munum við hafa í huga... hvað ber að varast... við erum að læra að feta nýja slóð... leið samráðs og heildar.  Að sjá hlutina í samhengi... og manneskjuna, hamingjuna, heilsuna, lífið... allar hinar verurnar. Hvaðan komum við og hvert erum við að fara? Hvernig við lifðum þegar við vorum náttúrubörn fyrir þann tíma sem við notuðum eld og hvernig við lifðum á ísöld og af hverju við fórum að nota eld og hvernig þetta þróaðist að valdið varð að ofur keppikefli. Það er svo margt sem við þurfum að skoða og skilja og læra upp á nýtt. Varðandi samskipti við náttúruna og og okkur sjálf, hvert annað. Læra inná vistvæna sjálfbæra heild.

Og til þess að átta okkur á hvar við erum í raun stödd er ekki úr vegi að rifja upp hvernig þetta var þegar við vorum börn... og lékum okkur á haustinn áður en skólarnir byrjuðu... þetta var fjör og mikil hamagangur en líka mikil samvinna... það var ekki hægt að svindla í leik... þá fór allt uppí loft...þetta var uppáfyndningasamt... mikil innlifun ... og einstaklingurinn blómstrar vel í smá hópum... allt gagnsætt allt augljóst

og hugmyndir flögra um...

þetter allt mjög dularfullt með vitundina og orkuna, hvernig hún ferðast í samstarfi.

það er spennandi og heilsusamlegt að feta ótroðna slóð fyrir okkur nú eftir alla þessa innilokun, sem samt er ekki ótroðin, það er troðningur... afar daufur.. það er svo langt síðan hann var farinn og þegar við förum að feta hann mun hann koma einkar kunnuglega fyrir... 

koma vægast sagt skemmtilega heimakært á óvart. Einsog löngu gleymdur mjög kærkominn ilmur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.