19.12.2009 | 00:34
nei það finnst mér ekki
að bræðralag samrýmist handalögmálum? Það þarf mannvirðingu og já vináttu til þess að fólk nái að skilja hvert annað
og þrátt fyrir það að ég hafi andstyggð á slagsmálum (og já hræðist mest eigin skapsmuni þar, vegna þess að strax sem barn vissi ég að ég gat nánast misst vitið væri ég ertur upp) þá var einsog sumir finndu á sér hvað mér var illa við slíkt og semsagt einhver furðulegur aumur punktur þetta ástand á mér að vilja ekki slást ... já semsagt .. ég kann ekkert í slagsmálum en það hefur verið hægt að gera mig reiðan .. og þrátt fyrir það og líka einmitt af því að reiði er svo þjáningafull fyrir mig... ég næ yfirleitt ekki að vera reiður mjög lengi... ennfremur að það kemur ekki mikið skapandi út af slíku ástandi... mín reynsla er að slagsmál er í raun ósigur allra
en hvernig á að eiga við fólk sem notar þaulhugsaðann áróður, mútur ýmiskonar og líka handalögmál jú og lygavefi og lagaklæki? Og heldur áfram að stunda sína mjög svo óréttlátu aðferðir og leiðir þrátt fyrir að það viti afleiðingarnar... hvernig á að eiga við bræður og systur sem ræna þig og loka augonum og eyronum og ganga yfir þig?
Eða hvernig verða byltingar án blóðsúthellinga? Eru þær mögulegar?
Eiga hinir píndu og réttlausu þá bara að halda áfram að vera píndir og réttlausir og bíða þess að frekjurnar verði góðar og hætti yfirganginum?
Ekki virðist kristninni ganga það starf vel að leiða fólk til betri vega... í anda krists.
Ja í raun er bein samræða þar sem setið er í hring... við eld í ekki of fjölmennum hóp ákjósanleg leið
mér finnst kröfugöngur í raun soltið neyðarlegar en meðmælagöngur virka betur á mig
ja ég tek þátt í ýmsum göngum... trúðaganga í köben var einna skemmtilegust... en díalog... samræða er merkilegt verkfæri
og svo er það óvirka andstæðan... "að taka ekki þátt í" mjög sterkt verkfæri og tengt upplýsingu.. aukinni meðvitun
og að finna valkost... aðra leið hentugri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.