spjall við fólk sem ekki hlustar...

http://www.dv.is/sandkorn/2009/12/12/vilja-ogmund-utlaegan/

 

hér er mitt innlegg úr þeirri hæpnu umræðu..:

 

Já Ögmundur stendur sig... takk Kristín.. sammála þér... best væri að prófa að skipta landinu uppí hundrað manna grasrótarhópa sem ræða málin í 6 vikur og senda svo einn fulltrúa á 3000 manna þjóðþing... það þing fundar í 6 vikur 100 manna hópum og kýs svo einn fulltrúa úr hverjum að hópunum 30 og þá höfum við þjóðstjórn sem fengi það verkefni að vinna að nýjum stjórnlögum fyrir þjóðina... þá erum við á réttri leið með að komast út úr þessum vítahring flokksklíku og ofurvaldi frekjudósa... peningasjúkklinganna

heiðarlega og skynsamlega aðferðin er að gefa sér tíma til að ræða saman... Ég er að tala um framtíðarformið... samráðsformið.. það er það sem hefur klikkað og nú við þurfum annað form sem gefur þjóðinni allri tækifæri til þáttöku og ábyrgð á íslandi og þessari þjóð... Er mikið að fólk fái að ræða saman í 6 vikur og kynnast og mynda sér skoðanir á hverjum það treystir til þess að vera fulltrúi þess til eins árs? Grundvöllurinn hér er að nú búum við við áróðurs og frekjustíl sem keyrt er áframm á frekju peningavalds sem í raun er stolinn orka frá hinum, en ef við eigum að komast út úr þessu að öllu sé rænt og það selt til útlendinga eða jafnvel gefið einsog þessi stórhættulega evrópudella, þá þurfum við að hafa samráðsform sem ekki byggir á áróðri og þar með peningaspursmál... þá þarf fólk að kynnast í nógu litlum einingum til þess að það geti kynnst og myndað sér skoðanir í gegnum umræðu..

að æða inní Evrópu er flóttaleið ( og í raun um leið afsal sjálfræðis) frá okkar dýpsta vanda og sá vandi er að við erum ekki með samráðsform... við erum með klíku og frekjuræði sem hefur verið að selja sameiginlega eign þjóðarinnar fyrir bitlinga og eyðileggja ísland og þjóðina svo að okkar fyrsta verk er að skapa raunverulegt samráðsform þar sem peningavaldið fær enginn undirtök.. gleymum því ekki að þeir sem hafa meiri peninga en hinir hafa í raun stolið þessum peningum í gegnum þetta klíkukerfi og frekjugang. Þegar við höfum heiðarlegt samráðsform, þá fyrst er hægt að ræða með hvað skilyrðum við gætum hugsað okkur að ganga í evrópusamstarf og alþjóðasamstarf.. og ég seigi þá að ég teldi það grundvallarkröfu að þá þær þjóðir sem við förum í samstarf við hafi almennilegt samráðsform sem öll þjóðin á aðgang að og um það er ekki að ræða svo að evrópusamstaf á langt í land... en ég heyri ekki betur en að þú sért einn af þeim sem vilt gefa yfirráð íslands til evrópu mafiunnar
Ég er sannfærður um að með þessari aðferð fáum við besta fólkið til starfa á hverjum tíma fyrir þjóðina... fólkið sem hefur þrekið og skilningin til að stýra svo málum að lífskjör jafnist og batni og heiðarleiki og frumkvæði og vistvæn sjálfbær menning dafni hér um aldir alda og hamingjan já blómstri öllum lífsformum til heilla.. og fyrir nú utan hvað þetta er skemtilegt verkefni fyrir þjóðina og menntandi að taka þátt í að passa alla þessa dásamlegu dali og strendur og fjöll og lífveruflóru í sátt og samlyndi. Og ég sé fyrir mér þing á Þingvöllum og þing í Ásbyrgi og fólk er ekki í átökum og veseni.. fólk er að kynnast og skiptast á skoðunum og menn stunda böð og leiki á meðan þeir kynnast og viðra hugmyndir sínar og sjónarhóla... hvað eru 12 vikur þar sem þjóðin fær að ræða saman án áróðurs utanfrá á við ár þar sem hjakkað er í skítkasti eða 60 ár í skítkasti já eða 1000 ár? Hvað eru 12 vikur mikið miðað við það þá að fá stjórn sem sannarlega vinnur í umboði allar þjóarinnar loksins?
Og hvað er það ekki þá loksins verðug gjöf til heimsins og örfun til almennilegs heiðarlegs samráðs fyrir aðrar þjóðir líka þegar við loksins höfum samráðsform sem hægt er að nota þessi orð um.. Lýðræði! Heiðarlegt samráð! Þjóðræði... Sameiginlegt val þjóðarinnar yfir eigin örlögum. Þá fyrst komum við færandi hendi inní alþjóðasamstarfið þegar við kunnum okkar eigin fótum forráð.
"Lýðræði" allra landa stjórnast af peningum og frekjuklíkum. Það er peningaklíkan í wall street og mafíufyritækið Monsanto sem voru höfuð fjármagnendur kosningabaráttu bandaríkjaforseta. Og sama á við í Evrópu. Öllu er stjórnað af örfáum í flokksforustu sem reka flokkinn áfram á peningum sem koma úr kassa fyrirtækja sem síðan fá allt sem þau vilja. Þetta er ástæðan fyrir því að græðgin ríður óheft og allir þjást.. allt lífríkið og mannfólkið einsog það leggur sig. Tómt mál að tala um lýðræðisreglur mafíósa. Þessi íslenska "menningarklíka" sem vill í Evrópu er að vonast eftir fínum bitlingum.. sitjandi á ráðstefnum og við glasaglingur á kvöldinn á góðum launum virkar huggulegt... en það mundi aldrei hjálpa íslenskri þjóð eitt hænufet.. Í grunnin eru það svik við íslenska þjóð að vilja ekki einbeita sér að því að skapa heiðarlegt samráð hér og bisast við að kasta fjöregginu í úlfskjafta og aungvu betra en landsölustefna sjálfstæðissölumanna
--------------------
Það er einmitt af því að við erum svo fá að við þurfum að fara varlega í "samstarf" Ragnar.. í mér vottar ekki fyrir útlendingahatri... ég virði allar þjóðir en vil samt ekki hræra öllu saman... hver þjóð hefur sína sérstöðu og eiginleika alveg einsog ég hræri ekki öllum mat saman. Mér virðist þú vera á hörmulega rangri braut með þitt samstarfstal. Ekki vantar nú aldeilis "samstarfið" eða hitt þá heldur. Örfáir íslendingar hafa beinlínis stolið hér öllu steini léttara og selt á slikk til svíngráðugra auðvaldsklúbba. Og þú ert einn af þeim sem vilt greinilega meira af slíku og svo nottlega er draumurinn að fá að borga stórfé til þess að þurfa ekki að hugsa meira, Evrópsk yfirstétt á hér að ráðskast með allt smátt og stórt ... að láta valta yfir sig af auðhringum nægir ekki... nú vilja menn forræðið og skrifræðið frá Evrópu. En um lýðræði má ekki ræða... það eru jú algerlega "óraunhæfar hugmyndir" að fólkið í landinu eigi að hafa nokkuð um líf og örlög sín og þjóðarinnar að seigja...
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.