9.11.2009 | 23:28
þjóðfundur eða þjóðþing?
Já það er þessi þjóðfundur?
Min fyrstu viðbrögð voru.. já jákvætt... athyglisverð tilraun... gott skref í átt til almennilegs samráðs... og ég skrifaði hópnum og fékk ekki svar... þá fóru að renna á mig tvær grímur... er þetta leitt af einhverjum afvegaleiðara? Og hvernig á að leiða svona "frjálst hugmyndaþing"? Svo róaðist ég svolítið þegar ég fór að sjá þessi video frá þeim... já þetta virðist vel meinandi fólk..
vist vil ég ekki vera fyrirfram neikvæður... vona í það minnsta að eitthvað gott komi fram þarna...
og já að þetta sé ekki einhver skrípaleikur... (enginn brögð í tafli eða notað einsog einhver stóri dómur því vilji þjóðarinnar er mjög undir áhrifum einsog er af fjölmiðlum sem knúnir eru áfram af valdi peningamanna og því í þeirra höndum mikið hvert eða hvernig umræðan þróast og því ekkert svigrúm fyrir umræðu og ekkert almenilegt gagnsæi heldur í gangi og fleira og fleira... eða ég vil seigja... þetta verður ekki bara hrisst svona út úr erminni er ég hræddur um... einhver patentlausn...
i besta falli...
ja nema þá bara í besta falli að almennilegt grasrótarlýðræði verði ein af grundvallandi "grasrótarhugmyndum þingsins" og sett á laggirnar í framhaldi af því með tilheyrandi stjórnlagaþingi sem öll þjóðin taki þátt í að móta með aðferðinni sem ég hef hér og víðar áréttað... hundraðmanna staðbundnar einingar hittast að vori... í 6 vikur ... elda saman og fara í sauna og böð og kynnast og ræða mál og kjósa svo án áróðurs einn sem fer á landsþing ... þar hittast 3300 manns og skipa sér í 33 hópa og ræða og kynnast í 6 vikur... og kjósa svo einn fulltrúa... er þá þar starfhæf 30 manna stjórn til eins árs í senn....
þarna er stundað samráðsþing... ekki meirihlutaþing.
---
og hversvegna ekki... almennilegt samráð þjóðar? hvernig getur þjóð haldið áfram að vera þjóð án samráðs... eða með öllum þessum flækjum og óðagoti og ójafnri hagsmunabáráttu???
nú þarf þjóðin almennilegt samráð um alla framtíð
og ekki bara einu sinni... einsog eitthvert undur sé að heyra hvað "þjóðinni" finnist
og ég seigi einsog Ingibjörg.. þetta er ekki þjóðin
og bæti við... já fáum því þjóðinni valið í hendur um alla framtið
það mun varðveita þessa þjóð... annað bjargráð er ekki fyrir hendi
...vona hið besta...
að þjóðfundurinn skili einhverjum áfanga...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2009 kl. 23:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.