viðtal við Gunnar Tómasson og ályktanir út frá því..

viðtal við Gunnar Tómasson á

http://www.kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/968610/

 

virkilega athyglisvert viðtal og ein sterkasta niðurstaðan hér er að stjórnkerfið hafi brugðist og líka vinstri vængurinn að hann geti ekki tekið á vandanum því að hagsmunaöfl peningamannanna eru svo sterk... semsé pattstaða... ekkert er að gerast... allt situr fast í neti lygavarðanna... hm... það er semsé ekki til önnur leið en nýtt lýðræði... beint lýðræði allrar þjóðarinnar... allir landsmenn skipa sér upp í 100 (ja eða 144... 12x12 umræðuhópa) manna hópa og ræði saman og kynnist í 6 vikur... kjósi svo einn fulltrúa úr hverjum hóp sem fer á 3000 manna landsþing... sem skipar sér aftur í smáeiningar og menn kynnast, elda saman og baða sig og ræða saman í einlægni og kjósa svo einn hver hópur sem fer þá í 30 manna landsstjórn til eins árs í senn. Með umboð og verkáætlun hver frá sínum hóp. Semsagt þjónar þjóðarviljans.  Hér er þá kominn stjórn sem ekki er undir hælnum á peningafólki frekar en öðrum hagsmunum... og þjóðin hefur fengið samráðsform sem kostar hana 6 vikur á ári... alla þjóðina... í raun 6 vikna frí frá öllu hinu á ári.... alvöru þjóðhátíð... það er nú ekki verra en það!

það er bara ekki til nein önnur leið

og enginn önnur leið betri því í dag erum við með ólöglega stjórn... stjórn sem ekki getur tekið á vandanum og ekki heldur nein önnur stjórn.. það þarf að breyta forminu svo að peningafólk hafi ekki undirtökin allstaðar og þá fyrst með því að fá fólk til að ræða beint saman án fjölmiðlaumræðu... án áróðurs sem kostaður er af peningafólki eða valdsfólki sem hefur verið kosið í krafti peninga... við þurfum hreinan þverskurð af vilja þjóðarinnar en ekki bara frekjanna!

Sumsé þetta er eins sanngjarna leiðin og eina fallega leiðin og eina leiðin til þess að reka stjórnkerfi sem getur tekið á vandanum sem ísland stendur frammi fyrir

eina leiðin sem getur bjargað íslandi frá algjörri eyðileggingu um aldir alda... eyðileggingu af völdum græðginnar sem tröllríður mannkyni og öllu lífríki jarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband