8.10.2009 | 16:39
áfram Páll og allir góðir álfar!
nei.. ég kann vel að meta Pál... hann er svo einlægur og góður... velviljaður og í raun með svipaðarþráð og ég þekki í eigin brjósti að íslendingar eignist almennilegt samráðsform sem öll þjóðin tekur þátt í.. í það minnsta getur tekiðþátt í ef viljinn er fyrir hendi...
og ég geri mér og grein fyrir að slíkt samráðsform skilja ekki islendingar... þ.e. 99% eða svo ... og það er afar sorglegt... þeir sem ekki hafa trú á að heiðarlegt samráð geti átt sér stað eru í raun fasistar... eða eitthvað í þá áttina..
Sjálfur var ég nokkuð nálægt því að hafa gefist upp á þessari hugmynd á tímabili... já þessari aðferð... það er vegna þess að málfundastíllinn íslenski er svo lasinn... fundarboðendur hlutdragir og fundarstjórar og fleira í þeim stíl... já almennt séð þreytt og gelt.. of staðlað form... það var ekki fyrr en ég ég kynntist samráðsfundum indjána... talfjóðursaðferðinni og hugmyndinni um hjartatjáningu (heartshearingcircle og þetta að sitja við eld í hring) að ég áttaði mig á því hvað samráðsformið getur verið eðlilegt og nærandi og heilandi... uppörfandi... þar sem vitundin rís yfir dægurþras og valds og auglýsingastarfsemi...
en sumsé... fyrirbærið þing og ting á norðurlöndum ... þing náttúrubarna sem ég var með í að koma með til íslands... það fór bara 99,999% framhjá íslendingum...
það varð mér mikil vonbryggði...
vegna þess að þar er virkilega innlegg fyrir þá sem vilja skilja og upplifa fyrirbærið samráð..
næsta þing er hér í Finnlandi um jólin...
og svo í sumar er þing náttúrubarna í tveim formum áætlað hér í finnlandi... það er norræna þingið náttúrubarna og regnbogaþing fyrir Evrópubúa... (Europian Rainbow gathering)
Fyrirbærið þing og samráð og menntun hefur verið mér afar hugleikið alveg frá því að ég man eftir mér... og já hér er mynd sem ég málaði fyrir Pál og landann fyrir 11 eða 12 árum
hér er hugmynd að baðstofu (neðst) í torfi ... hringlaga og svo fjöldi sala allt umhverfis vatnið sem er og skautasvell á vetrum... sko það sem þarf að gera er að opna háskólan fyrir valkostum... gefa öllum kost á að leiða námshópa um hvað sem er... hafa semsagt háskólan opinn öllum..
bæði til náms og til fræðslu... hverskonar umræðna... og sérílagi að þróa hugmyndaþing og tjáþing hverskonar... og nottlega lýðræði... en bara ég vil sjá félagsheimilin vinna á þessum basa líka og
og ég vil loka börum um allt land... banna áfengi... á börum bulla menn viðstöðulausan og það er bara hreint orkutap... semsagt... ég styð Pál í kröfunni um almennilegt lýðræði... almennilegt samráð... og einsog ég hef sagt.. þetta er svo orginal áætlun... því lýðræði hefur alltaf bara verið hugmynd og aldrei framhvæmt... það er spennandi fyrir islands búa að vera þar fyrsta þjóð í heiminum sem hefur almennilegt samráð... dásamlegt!... undursamlegt ef það tekst.. já auðvitað tekst það.. bara ef við viljum og ég veit að það eru margir sem það vilja... flestir held ég... nema valdastéttin núverandi... þingmenn og ráðherrar... þeir eru dragbíturinn... semsagt... stjórnlagaþing án þátttöku þeirra einsog uppi eru hugmyndir um nú og ég styð heilshugar... og upp meö Pál og áfram! (þó að hann þekki ekki sögu þjóðar sinnar.. skítt með það í bili.. það má skoða það þegar við höfum almennilegt samráðsform og mannvirðingu hér í þessu landi... en vissulega er það mikill galli að þekkja ekki sögu þjóðar sinnar... mannskepna... og bráðaþörf að bæta úr því... ég er til með að taka að mér starf leiðbeinanda ef háskólamenn hafa samband eða einhverjir aðrir fróðleiksfúsir :-)
Áfram Páll! og allir góðir hugsandi menn!
Ég held bara að þú sért af álfakyni... og já neandertal ... (Pabbi þinn sagði þennan brandara við alla nemendur sína... að hann væri síðasti neandertalinn... og glotti við tönn, bísna ljótur og hamingjusamur)
Já það var nú það...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.