12.7.2009 | 15:23
mitt innleg af umræðu Birgittu Jónsdóttur HUGARANGIST á facebook um Evrópuaðild eða ekki... já og EKKI er ljóst að er betra val..
http://www.facebook.com/birgitta.jonsdottir?__a=1
Sæl öll hér í umræðunni og blessuð og takk fyrir kraftinn... Jú við erum nokkuð sammála hér flest um að þetta er gönuhlaup... það er í grunninn verið að sökkvasér enn dýpra í valdnýðsluformið þar sem æ færri koma að ákvarðanatökum sem er hörmuleg þróun og til þess gerð að þessir örfáu geti rænt meira og ákafar af hinum.... (og nóg er að gert í þá átt þó þessi fáránlega flóttaleið frá núinu og vanda lands og þjóðar hefði ekki komið til) Við gerum Evrópu og heiminum - menningu og nátturu - þúsundsinnum meiri greiða með því að vinna að almennilegu lýðræði á Íslandi (sem aldrei hefur verið, hvorki hér né í Evrópu né annarstaðar... allt plat yfirstétta og klíkuræði og umfram allt peningarúllettunnar) Eina von heimsins um betra lýðræði sem getur staðið uppí hárinu á þessum auðhyggjuheróinsjúkklíngum er einmitt að það takist í lítilli einingu sem ísland er og tiltölulega upplýstri og með þessa þingsögu og alla þá rómantík... sem er að vísu meingölluð og rækilega halaklipt.. að skapa almennilegt samráðsform sem taki tillit til heildarinnar og náttúrunnar en ekki bara græðgi örfárra frekjudósa.
Og sérílagi nú þegar ljóst er hvernig peningamafían vinnur... núna eftir þessa reynslu af foringjum sem brugðust þjóðinni og börnum þessa lands og náttúrunni og sögunni... menningunni með djúpu ræturnar... þegar menn fara að sjá grilla í þessar rætur, þá er von til þess að menn skilji að framtíð íslands er best borgið með því að varðveita og hlúa að náttúru landsins... að þessi náttúra er meira virði en allir peningar heimsins og drasl til samans... að við ættum að fara að líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð.
Að þetta geti gerst á íslandi frekar en í stórum einingum er von heimsins... því ef það tekst á einum stað þá fer það um allt... semsagt vinnum heimavinnuna... lokum á öll gylliboð... Jöran Person og Jón Baldvin... sem vilja völd og þúsundir möppudýra vilja inní þetta nefndafen Evrópu... en hvað erum við þar? ekki neitt neitt... og öllu stýrt í gegnum peninga þar einsog hér hefur verið... og svo þegar öll löndin eru inni þá er fyrst ólin hert og vaðið yfir alþýðuna... öllu rænt... (og rotsíld þar á bakvið alveg einsog hinumegin hafs) hvað vilja þeir... jú vatnið fyrir ekkert.. þegar við erum kominn inn þá erum við búin að gefa það) og orkuna.. (þá fara menn að fjasa um hve það sé tiltölulega vistvænt fyrir evrópu að fylla hér allt að verksmiðjum og þá koma erlendu verkamennirnir og innan 20 - 30 ára væru íslendingar minnihlutahópur... og íslenskan færi út... altso náttúran færi og menningin færi með túngunni... flestir brottfluttir... vitið þér enn eða hvað?
Það væri annað að fara inní Evrópu ef við værum orðin almennilegt lýðræðiland... þá höfum við eitthvað fram að færa.. Þessir innlendu og ekki síður norrænu evrópupostular ættu að sjá það með okkur ef eitthvað annað en valdsýki gengur þeim til... og styðja okkur í því heilshugar að fá fram grasrótartengt lýðræði... og almennilega valddreyfingu í stað þessa loddaraleiks sem nú er kallað LÝÐ-RÆÐI en er í raun yfirgangur örfárra hákarla. Samráð milli þjóða á ekki að ganga út á að með meirihlutaákvörðunum og tilheyrandi mútugjöfum geti einhverjar klíkur rænt þjóðir innan bandalagsins... samráðið á að vera um sameiginlegan vanda þjóðanna.. tildæmis loftslagsmál... mengun í höfum.. það á ekkert að blanda sér inní mál þjóðanna eða einstaka héraða... þar eru það svæðin sem stjórna... og grasrótarhóparnir (sem nú vantar.. það er aðal gatið í lýðræðinu) í skógum og sveitum landanna... þar eiga þeir að ráða í gegnum sín smáþing og ekki einhver möppudýr í glerspilaborgum undir mútum peningafólks.. og með sína staðla sem hannaðir eru fyrir auðhringa...
Ef við byrjum á að skapa lýðræði heima fyrir þá getur það lýðræði orðið framlag okkar til alvöru Evrópusambands og alvöru heimsráðs. Þá förum við inn, þá og því aðeins að Evrópa lýðræðisvæðist almennilega ofaní rótina. Og vissulega er ég sammála Grétari að ég tel að við ættum fyrst að sameina vest norrænu löndin og svo Norðurlöndin undir merki lifandi lýðræðis með Balkanlöndunum... svo kemur að Evrópu. Þá gengjum við inn ekki útaf krónuvandamálum sem er nú ein hégiljan að peningavandamálin séu úr sögunni með því að fara inní Evrópu... nema síður sé.. það mundi kosta okkur offjár... ef við færum inní þessa spilltu Evrópu... ekki bara í beinum peningaútlátum, líka í vegna yfirgangs frá "besservisserum", frá meginlandinu... öllu mundu verða rænt sem eitthvað er hægt að gera peninga úr... nei þá færum við inn með raunverulegar gjafir... félagsgildi einsog réttlæti... sanngirni og náttúruvernd... og virðingu við menningararfleifðir... þá kæmum við færandi hendi en ekki með betlistaf... Því seigi ég það er mikilvægt að fá sem flesta þingmenn með gegn Evrópuaðild og í lýðræðisbyltinguna...
Og þetta tal um þjóðaratkvæði... jú það væri alltílagi að skella inn svona símatengdri þjóðkönnun bara á hverjum degi um hvað sem er mikill ágreningu um... gallinn er bara sá að þjóð sem býr undir stanslausum áróðri fjölmiðla sem allir eru meira og minna í vasanum á hagmunaaðilum.. já peningaliðinu... meirihlutaákvörðun slíkrar þjóðar er bara ekki einsog guð almáttugur hafi talað... heldur ákvörðun peningamafíunnar... ef við viljum þjóð sem getur tekið ákvörðun saman, þarf þjóðin að vera með samráðs og samræðuform... litlar einingar OG ÞAÐ ÞARF AÐ VERA ÞJÓÐ SEM LOKAR Á FJÖLMIÐLA... BANNAR ÁRÓÐUR...HVORUGT HÖFUM VIÐ... ÞVÍ ER ÞJÓÐARATKVÆÐI ÓNÝTT VERKFÆRI SEM SEGIR EKKI NEITT OG ENGINN RAUNVERULEGUR VEGVÍSIR FYRIR ÞJÓÐINA.... ÞETTER BARA HLUTI AF ÞIKISTUSTÆLUM LÝÐRÆÐISLYGARANNA SEM DRAGA ÞJÓÐINA Á ASNAEYRUM ÚTÍ HVERT RUGLIÐ Á FÆTUR ÖÐRU....SEM AFTUR KALLAR Á LÝÐRÆLÐISBYLTINGU... AFTUR OG AFTUR... ER KALLAÐ: lýðræðisbylting er nr 1 OG 2 OG 3! Í FORGANGSRÖÐINNI... Á MEÐAN VIÐ HÖFUM EKKI LÝÐRÆÐI ÞÁ HÖFUM VIÐ EKKERT STJÓRNKERFI!!! SOS!!! LANDIÐ ER Í RÆNINGJAHÖNDUM!!!
Mér finnst mikilvægast fyrir Borgarahreifinguna, að hún skipuleggi betur þessa lýðræðisbyltingu sem er jú aðal verkefni þessa hóps...og ég mynni á að ef slík lýðræðisbylting á að standa undir nafni, þá þarf að skipa málum svo að valdinu sé náð úr höndum peningamafíunnar.. og til allra landsmanna...og ég hef ekki séð neina tillögu frá þeim um hvernig það á að gerast... ég hef komið með tillögur þess efnis í mismunandi stíl allar götur frá hruninu... og það er að skipta landsmönnum í 100 manna lýðræðiseiningar... þetta má gera í borgaraátaki..(án stjórnvalda og líklega ekki hægt öðruvísi á meðan stjórnvöld eru jú svona lasinn) senda einfaldlega boðsbréf til allra landsmanna og fara jafnframt með kynningarfundi út um allt... þó fólkið mæti ekki 100% þá er formið lýðræðislegt og opið allri þjóðinni og stærð einingarinnar gefur lýðræði án áróðurs möguleika. Einn fulltrúi úr hverri þessari lýðræðiseiningu skapar þá 3000 manna þjóðþing sem skipar sér aftur í 100 manna hópa sem ræða mismunandi málaflokka... hver hópur kýs svo einn fulltrúa í "stjórn" landsins í lok þingsins til eins árs í senn og áróður ekki viðhafður. Þá er landið með rétt kjörna stjórn og getur kallað sig lýðræði. Þá stjórn kalla ég landsþjóna... því þeir eiga ekki að drottna heldur þjóna landi og þjóð. Þeir og þau eiga að vinna að málum sem þingið hefur samþykt. Hér er form sem dreyfir valdinu og ábyrgðinni á alla landsmenn. Og sem ekki byggist á áróðri sem auðmenn stýra í gegnum keypta þjónustu hjá fjölmiðlum. Því það er í litlum einingum sem fólk getur kynnst og dæmt sjálft um hverjum það treystir til ábyrgðarstarfa og hverjum ekki.
Þetta form sem ég hef hér lýst, er eina formið sem getur tekið á þessum vanda sem við blasir svo augljóslega við að peningafólkið... hinir gráðugu og freku eru að ræna öllu af hinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2009 kl. 06:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.