11.7.2009 | 14:59
sumir vilja slá mig niður af því að ég er ekki fullkominn eða sjálfur mér samkvæmur... að þá sé ég ómarktækur..
ég tildæmis ferðast í bíl... ég nota rafmagn.. og peninga.. (í stað þess að rækta sjálfur einsog ég tala mikið um að er eina leiðin með viti... eina lausnin... ) jú ég hef ræktað og rækta eftir getu en á ferðalögum er það samt svotil ekkert sem ég get ræktað... ja ég er með eplatré í potti... og ég hef ræktað eitt sumar... jú ég er sammála því að betur má ef duga skal... ég hef verið að leita mér að stað í mörg ár... í þeim verðskala sem ég ræð við þá er staðan erfið... fyrir nú utan hvað mér finnst óeðlilegt að kaupa og eiga land... en ... hm... að eiga land saman á nafni sjálfseignafélags... og vera passari með öðrum hugnast mér best.. og nú er loks að glitta í að ég finni land fyrir handan eystrasaltið...
(þessir sem að ráðast á mig og bisast við að gera mig hlægilegan í tilraunum mínum til að einfalda líf mitt og mínka við, eru að öllu jöfnu þeir sem ekki hafa neina viðleitni í gangi aðra en ég og mitt og meira af öllu, fatalistar og hedonistar)
ég er semsagt á leið útúr peningasamfélaginu og hátækninni... en það kostar að komast út... það er erfitt... ég veit það vel... og að við erum öll samsek sem tökum þátt það veit ég... ok ég er sekur.. en sekt mín er að léttast hægt og rólega... ég er sekur og það er erfitt..... það skapar óánægju með sig sjálfann að búa í slíkri mótsögn... ég bara þrái það að léttast... að verða heill áður en ég sameinast moldinni ... en sannleikurinn er eins hvort sem ég er fullkominn eða ekki... og ég er ekki fullkominn en ég strögla við og puðast við að bæta mig og þreifa mig rétta leið... heildstæða leið... þó ýmis ljón séu á veginum og þrándur í götu og ég detti.. jafnvel villist í hríðarbil... ég klóra mig áfram... gefst ekki upp... áfram skal haldið (og vegurinn grýttur) og margir sem vilja afvegaleiða... ha ha... taktu þátt í leiknum Tryggvi er hrópað... jú stundum ruglast ég ... á sumum sviðum... en átta mig þó um síðir.. haaa var ég á þessari leið... hvert leiðir hún? Nei ég vil heildrænu leiðina, haldbæru leiðina... leiðina fornu og leiðina blíðu... ég ætla ekki að festast í þessu öngstræti... hvar er leiðin heim?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2009 kl. 08:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.