það er ómælanlegt tap, ómælanlegt sár sem græðgin og valdnýðslan og skilningsleysið hefur komið til leiðar... óendanleg sorg

hvort sem ég horfi yfir mitt líf eða í kringum mig... á mannlífið.. (og ekki bara á íslandi.. í öllum löndum sem ég hef farið um) á náttúruna, dýrin, vötnin og til himins

allstaðar blasir sorgin við og sárin og eyðileggingin...

afleiðingar forheimskunnar og yfirgangs lýginnar.. þessara forhertu hjartleysingja sem virðast ekki geta séð neitt nema MITT! og MEIRA FYRIR MIG!

    og samt ..inní þessu ógnarhafi af sorg... samt grillir í kærleika og agnarsmáa grátandi þrá

eftir sannleika, hreinleika... þrá sem vill öllu og öllum vel, jafnvel þessum sem herða vilja ólar svartnættis og yfirgangs að brjósti mér... ekki þó að ég vilji að þeim gangi það í haginn, heldur að ljós heimsins mildi það svartnætti sem blindar þeim sýn..

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband