og hvernig er paradísarlíf í praxis? Hvernig er hversdagslíf skógarvarða?

þar er öngvum þröngvað til neins... allir eru frjálsir að aðhafast það sem þeim finnst best henta..  sumir eru meiri einstaklingar og halda sig meira "í helli sínum" og aðrir eru mest á þingsvæðinu að spjalla og stunda leika...  eða að hlúa að ræktun og eða að leita næringar í skógi

  frumbyggjar allra landa þekkja þetta vel...  eru leiðtogar?  eru allir jafnir? Er það kommonismi eða fasismi?  nei.. allir ismar eru hér framandi.. stundum ert þú leiðandi í einhverju máli, stundum einhver annar.. og á þingum hafa allir sama vægi...og þar er það ekki áróður og meirihlutafrekja sem ræður ferðinni... þar eru málin rædd einlæglega og opinskátt og á alla hlustað sem vilja tjá sig þar til sameiginlegur skilningur beinir umræðunni í alsherjarsamþykki... (oft kallað consensuslýðræði) það er niðurstaða sem allir sætta sig við...og enda tekið tillit til allra sjónarmiða  ..  það er ekkert annaðhvort eða..

og sumir rækta saman ..aðrir eru einir með garð við heimili sitt...

það eru þessi samræðuþing sem mennta alla á afslappaðan hátt.. um stöðu mála.. hvers er þörf að hvað til vandkvæða.. allir verða vel að sér um öll mál sem upp koma... samanber orðalagið "allir vita allt um alla" sem sagt er að eigi við í öllum íslenskum smáþorpum

grunnhugsunin er "gerðu svo við aðra sem þú vilt að aðrir gjöri til þín" 

það er ekki þörf á fleiri "lögum" og því ekki þráttað um það hvaða reglur eigi að setja yfir alla eða hinn eða þennan..  og ekki þörf á refsingum heldur... litið er á þá sem valda usla og vandræðagangi sem lasna ... stundum rætt um illa anda ... lækningarferli eru ýmiskonar... það þyngsta felur í sér "útlegð" tímabundna... eða einangrun.. transmeðferð... mikill fjöldi sagna frá fornum samfélögum fjallar um þesskonar lækningarferli... en almennt ..ef eitthvað kemur upp sem veldur óróa... þá er það rætt á þinginu... sem jafnframt státar af sameiginlegri eldunaraðstöðu (ja vera má að hráfæðið verði ofaná víða) ... eftir að menn hafa matast (og maturinn kemur í gegnum frjáls framlög frá heimilonum sem lika hafa eldunaraðstöðu) og sitja þá jafnan í hring, þá eru umræðustundir... enginn er skikkaður til að mæta ... og ef sumir kjósa að sitja einir heima þá er það í lagi... hópurinn reynir máski að lokka fólk á þing með bænum og gylliboðum, kannski ekki altént enginn þvingun..

ég er að lýsa frumsamfélagi og framtíðarfyrirkomulaginu...   eða eðlilegum samráðsaðferðum heima í héraði.. það er þessi hópur sem velur svo fulltrúa á landsþing vor hvert..

Landsþingið er haldið um og uppúr miðju sumri útí náttúrunni á mismunandi stað ár hvert

Landþingið ræðir sameiginleg mál þjóðarinnar og kýs svo stjórn til eins árs í senn (landsþjóna)

Þjónar lands stýra málum í samræmi við vilja þingsins og ekki öfugt..

 hvað er grasrótin að gera? hvaða verkefni höfum við fyrir utan næringaröflun og samráð?

Væntanlega að þroska næmnina... skynja skilningin á streyminu..  heildina ... efla samkenndina.... nálgast alsæluna í samverunni með öllum orku og lífformum

 og hér eru góðu fréttirnar!

fyrir þá sem vilja kynna sér svona líf

regnbogafólkið (rainbow gatherings er google leitalorðið) um allan heim og þingfólkið (ting gatherings) á norðurlöndum eru með svona stíl á sínum hittistundum sem geta varaðí allt að mánuð í senn

ég var að koma frá Litháen af svona regnbogaþingi

 og þau skipta tugum bara í Evrópu þessi þing... í nær öllum löndum

sumstaðar eru viðvarandi regnbogabæir allan ársins hring... s.s. í Ungverjalandi og á tveir Spáni og allavega einn á Ítalíu

og þeir eru víðar án þess að ég viti af.. ég hef bara skoðað þetta í fáein ár

Evrópuregbogaþingið verður í Úkrainíu í ár, heimsþingið á Nýjasjálandi.

Þetta er nú það helsta, en víðar er hægt að upplifa þessa siði... menn geta tildæmis bara farið að haga sér með þessum hætti til sveita á íslandi eða bara í fjölskyldunni

svona er og stíllinn hjá þeim fáu frummenningum sem eftir eru, í Suður Ameríku í skógum Braselíu og Andesfjöllunum t.d., og þá ekki síður í Afríku.. s.s. Búshmenn í Kalaharíeyðimörkinni og í Asíu ..t.d á Filipseyjum og víðar .. og meðal Ástralskra frumbyggja, þó þeir séu orðnir fáir... og við getum fræðst um siði þessara hefða í gegnum þjóðmenningarlegt efni frá bókasöfnum og í gegnum netið..  best er að trufla ekki þessa hópa með heimsóknum, nema maður hafi virkilega góða ástæðu... einsog t.d. að færa þeim einhver góð skilaboð... hm.. hvað gæti það verið? Ja mér kemur eitt í hug en vil ekki ræða það upphátt. En allir þessir hópar hafa mátt búa við ótrúlegar ofsóknir og illa meðferð frá þessu valds og kúgunarsamfélagi sem við ranglega kennum við siðmenningu.

En þetta eru vistvænu menningarnar... við erum hinsvegar tilheyrandi óvistvænni sjúkri manntegund sem er að eyðileggja náttúruna með stigmögnuðum hraða... Auðhyggjan með sínum vöxtumog vaxtarvöxtum og valdssýki og græðgi er okkar helsta vandamál

Þar af leiðir útrýming heilu dýrategundanna í massavís og eyðilegging á þeirri náttúru sem þau lifa á

   seigja má um þessa tegund manna að þeir séu ófreskjur... djöfla og dauðadýrkendur

lygaverði kalla ég þeirra háskólaprófessora upp til hópa þó til séu undantekningar (og slíkir yfirleitt reknir úr starfi og því skiljanlega fáir og veikluleg þeirra framganga)

og siðleysingjar eru nær allir þeirra stjórnmálamenn upp til hópa... hugsandi mest um peninga og vald og meiri peninga og meira vald og eyðileggingu á náttúrunni... sem er í raun svartigaldur... fjölmiðlarnir dansa þarna í kringum kjötkatlana og hlægja og hæðast og æpa fúkyrði

þetter vægastsagt hrein geðveki af lygaþulum og óhugnaði þessi ómenning sem við búum við og í

(sjálfur hef ég verið oftlega fárveikur og oft óstarfhæfur út af einmitt þessu og þessari gengdarlausu afneitun og tómlæti og lýgi)

 Margir sjá þetta en sjá enga aðra leið út úr þessum hrikalega vanda af taumleysi. græðgi og offjölgun en veika von um náttúruhamfarir sem eyddu 99% mannkyns (og þá færu væntanlega dýrin með í sama hlutfalli) 

hugtök einsog menning og vísindi hljóma í mínum eyrum einsog tanngnístur eða ískur í nöglum á rúðu... vísindin þjóna eyðileggingunni 99% og menningin er mest notuð til að breiða silkislæður yfir glæpi samfélagsins og til að gleyma... til að njóta lífsins ja eða öllu heldur að nautnast í miðri svívirðunni

Það er því ekki að ástæðulausu að ég skrifa um valkostaleið

Og ef hún er ekki meðtekin, skoðuð og notuð... þá mun mannkynið ekki eiga neina framtíð... og flest lífsform á jörðinni má þá afskrifa

sú þróun mundi taka fáein hundruð ár og svo heldur fram sem nú horfir.

 

fyrsta versið í björgunaraðgerðum er að hafna algerlega auðhyggju og vöxtum og valds og græðgishyggju

og taka upp vistvænar sanngjarnar og sjálfbærar leiðir

og hámarka dreifingu valds og ábyrgðar

og kenna sjálsskilning og samkennd í anda búddisma

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.