þrösturinn

það var þröstur sem kom til mín í morgun klukkan 4 eða svo og ég í hálfsvefni...   þetta dýr sem ég held að tali íslensku ..nú eða hitt að islenskan er grundvölluð á máli þrastarins ( þessi mamma sem skóp málið talaði við þröstinn, kunni mál þrastarins) Og þetter ekki í fyrsta sinn sem þrösturinn kemur á gluggann hjá mér.  Hvað hann sagði? Hann bauð mér að vakna. Oftsast seigir þrösturinn hér í svíþjóð bi bi bi ég elska þig, og bi bi bi ég elska að elska þig. En þessi var að einfaldlega að vekja mig. Sterkum róm, sambland af bjölluhljóm og flautu. Og ég fór að hugsa um Jónas. Álfinn blíða. Og taoistann Halldór. Alheimsséníið Þórberg. Eða hvernig á því stendur að svona lítill fugl er að tala við mig. Af hverju heil þjóð, já allir menn skilja ekki þessa vængjuðu vitringa. Hvað villtu vængjaða ómfagra vera? Hjarta mitt skilur þig. Hjarta þarf ekki orð.. það er söngur. Íslenskt mál er söngur hjartna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband