"draumur" óbama er máski mest huggulegur fyrir auðhyggjusinna og þær þjóðir sem þegar eru uppblandaðar en ekki fyrir smáþjóðir með eigin menningararfleifð og náttúrusinna

"draumur" óbama er nú settur framm í öllum bókabúðum sem draumur frá pabba hans í afriku um sömu "tækifæri" fyrir afriku og virðist vera vel meint, en þetta er svo fjarri lagi að það sé vit í þessu á meðan peningar ráða ferðinni og stjórna fjölmiðlum og þar með þessu sem kallað er "lýðræði"... þessum klíkum sem stjórnast af græðgi og sérhagsmunum... þessu fulltrúaræði peningavaldsins. En hér í norðri á eylandinu islandi kemur þetta út sem menningar og þjóðarmorð. Sama á við um Evrópuinngöngu. Besta skrefið væri að ganga úr efnahagsbandalaginu en að sökkva lengra inn í þann grautarpott. Og hér sé ég að landinn skilur ekki hvað við þurfum að vernda og af hverju. Menn þekkja ekki enn hinar djúpu rætur og þá miklu rækt sem lögð var í að skapa þessa eiginleika sem hér er enn hægt að finna. Menn þekkja ekki sögulegar rætur Íslands. Ekki aðeins íslenska náttúru þurfum við að vernda og eignaupptöku og yfirtöku og ekki aðeins túngu og menningu heldur líka fólkið sem og önnur lífsform sem og stofn og eiginleika.

Framlag óbama gæti orðið að véla fólk og þjóðir inní allgjört afsal allra gæða og yfirráða yfir lífi og landi og útþurkun allra menningarlegrar arfleifðar. Smáþjóðir yrðu harðast úti. 

Vissulega hefur illa verið stjórnað frammað þessu í þessum smálöndum. En ekki er vit að kasta yfirráðunum í úlfskjarfta erlenda þó heimarefir séu erfiðir.  Vitið felst í að byrja uppá nýtt og skapa almennilegt samráð heimafyrir og svo að fara í samstarf á nýjum og sönnum grundvelli. Ekki að hoppa úr einu víti í annað verra. 

 Allt er verðmerkt nú á þessu sjúku tímum, en þó minnst fólkið.Stór hluti fólks.. (nú máski þriðjungur) er einskis metinn. Er jafnvel séð sem vandamál. Sérílagi þeir sem ekki vilja leika með allt og alla hluti.Fjöldi fólks hefur hrökklast utan vegna þessa klíkukerfis og valdnýðslu síðustu áratuga.. já allan tíman... þetta er hörmulegt tap fyrir þjóðina sem aldrei verður skilið og enn blæðir þjóðinni.. enn blæða menn út og hröklast til hliðar inní skúmaskot vonleysis og reiði og afskiptaleysis... allt þetta skrifa ég á reikning valdkerfis sem er ónýtt og á reikning forheimskunnar og á reikning alþingis og á reikning þeirra sem leifa sér að hanga á valdinu sér og sínum til hagsbóta og á reikning skilningsleysis og vanþekkingar og nærsýni.

Fáum alla með og sýnum hvert öðru virðingu. Dreifum valdi frekar en að safna því á enn færri hendur og enn fjarlægari þar sem afleiðingin er enn meiri mismunun.

óbama er ginningarfífl stórhættulegra afla

óbama er beita... sem ber að varast... Evrópa er önnur beita sem ber að varast og líklegast sömu aðilar á bakvið bæði "veiðafærin"...

hugum að lýðræði heimafyrir

jóhanna og steingrímur eru á villigötum... á sama sleðanum frammað hömrum og fyrirrennarar þeirra... því miður.

Æ fleiri eru búnir að sjá að stjórnmál sem atvinnugrein ganga ekki upp... fólk spillist á valdi og ofurathygli... (samanber Páll Skúlason á vef Láru Hönnu frá því rétt fyrir jól 08) ennfremur að fólk sem dettur inn á þing fyrir ýmiskonar tilviljanir og klíkuskap hefur enga möguleika á að hafa nein áhrif... allt vald er í höndum formannanna svoaðseigja og þeirra sem lengur hafa "setið".. svo að tómt mál er að tala um lýðræði.. að allt þetta form er úr sér gengið.. og aðeins örfáir njóta góðs af

Ég vil stjórnarskrárþing þjóðarinnar..

stjórnarskrárþing sem ekki er í höndum ráðandi afla.. heldur allrar þjóðarinnar... allra sem vilja og geta (hafa kaft og vilja til)  komið þar inn í umræðuna... 

öll þjóðin þarf að menntast í samskiptum og skilningi og í gegnum nýtt samræðuform.. nýtt sem í raun er fornt... frá rótum menningarinnar sem við munum best sem baðstofuna... heimilið... samveruna. Hverfafélög og miðstöðvar. Félagsheimilin og skólana. Skólarnir ættu að leggjahöfuðáherslu á samræðuna og skapandi hugsun framvegis en ekki mötun og aga agans vegna. Hér er mikið verkefni og lífsnauðsin þessari þjóð ef hún á að standa undir því að eiga sér framtíð.

það þarf að þjappa þjóðinni saman... fá samræðugrundvöll sem byggir á virðingu fyrir fólkinu í landinu... dreifa valdi og ábyrgð... þannig fæst sátt og farsæld

nú stefnir í enn meiri voða 

og virðingarleysi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.