nú er ég búinn að átta mig á að Pétur Blöndal er eini maðurinn sem talar opinskátt um hvað er í gangi.. ENN!

Það fór verulega í taugarnar á mér þegar Pétur Blöndal stakk upp á að við mundum selja þjórsá og flugvallarsvæðið og fleira...  og maðurinn er bilaður í mínum augum en sumsé hann talar berum orðum um það sem aðrir tala um undir rós og með tæknimáli hagfræðinnar... sumsé það sem íslendingar hafa verið að gera er að selja landið fyrir drasl... fyrir neysluvarning... tæki... hús mat... ipodda og gemsa, tölvur.. bara allt... sama hvað það er er keypt og hvað er látið af hendi? jú landið miðin orkan fiskurinn... allt er veðsett og sett í hendurnar á útlenskum aðallega auðjöfrum...  þetta er eitt risastórt spilavíti... allir fyrir framan spilakassa..(tölvuna)... og veðja og veðja og veðsetja...

 og hvað gerist þegar öllu hefur verið rænt og allt selt?

sér einhver með mér að það er verið að keyra frammað hömrum?

já ég var að tala um 5. leiðina áðan...  hver er hún?

er valkostur?

eða viljum við tapa öllu? landi, menningu, þjóð og tungu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.