virkilega skemmtileg og fræðandi lesning!

http://www.bunkahle.com/Anastasia/V_Megre_Anastasiya_Book_1.pdf

 

þetta er bók á netinu um Anastasiyu... í Siberiu.. sem býr í cedrusskógi 25 km frá fljótinu Ob.

Ótrúleg lesning og það sem mér finnst mér merkilegt er að ég er með nær sömu skoðanir og þessi "huldukona" í hinum viðfermu skógum norður Asíu...   hvernig á því stendur? Jú hér talar náttúran sjálf í gegnum þessa manneskju og sama náttúra talar í gegnum mig. Vísdómur lífsins og frumunnar.

Nema bara að hún er mun betur tengd en ég. Ég er "fiskur fæddur í gruggugu vatni" en hún er fædd í musteri náttúrunnar. Það tók mig 40 til 50 ár að átta mig á ýmsu sem hún hefur vitað frá barnæsku.

Sannarlega barn náttúrunnar hún Anastasiya. Og í raun undur að svona manneskja sé ennþá til í þessum "grugguga" heimi forheimskunnar. Og ég er á því að hún sé mest lík því fólki sem hér bjó fyrir andnám og allar götur yfir á isöld sem ég hef haft spurnir af. Mikið fín lesning og leiðsögn til heibryggðari lífshátta. 

 Sumum finnst það skipta máli hvort þessi manneskja Anastasiya er til í raun og veru, eða hvort hún er hugfóstur höfundar bókanna. Öðrum finnst það ekki aðalatriðið.. geta skilið að það er ekki létt að hitta á hana... en sumsé hugmyndirnar eru góðar sem þarna eru fram settar.

Og ég semsagt kannast viðana þó ég hafi ekki séð hana né heyrt af henni að ráði fyrr en í síðustu viku... ja jú ég hafði heyrt einhvern orðróm en ekkert lesið.

Hún er ekta huldukona. Enda ekki beinlínis þægilegt að vera frægur. Með milljón manns á hælum sér. Betra að halda sig við fjarhrifin sem hún stundar.

Var ésu til? Var Krishna til? Jón Prímus? Njáll?

Allir þessir hafa haft mikil áhrif á okkur. Já og LaoTze. Einhver náungi skrifaði jú bókina um veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.