svar við næstum fyndinni ræðu jóns baldvins á sifri egils síðunni

það er ekki vit í þessari umræðu um aðild að evrópu á meðan við höfum ekki almennilegt lýðræði hér til að taka vitrænar ákvarðanir, nú er þjóðin undir áróðri.. viðstöðulausum... hér er  platlýðræði undir hælnum á peningaöflum og áróðurssinnum sem lifa á meira og meira þessu stöðugt aukna peningaflæði allir einsog hungraðir úlfar... við þurfum lýðræðisbætur... umræðuhópa sem allir geta tekið þátt í sem vilja og fara yfir stjórnarskrána nr 1. og svo getum við byrjað á því að leggja niður áróður og ræða saman.. svo sendir hver 100 manna hópur einn fulltrúa á næsta stig eftir 4 -6 vikur og svo framvegis, en skipt í 100 manna hópa og þeir kynnast á 4 til 6 vikum og koma sér saman um einn fulltrúa sem fer með eryndi hópsins á endanum les ein manneskja stjórnarskrá þjóðarinnar...

og þá getum við farið að ræða aðild íslands að samstarfi við aðrar þjóðir..
þá er tími til að ræða aftur í 6 vikur í tvígang og taka svo ákvörun í nafni þjóðarinnar sem þjóðin hefur rætt og samþykt.

þetta eru svo mikilsverð mál, það verður að vanda til formsins og umgjarðarinnar til þess að hópurinn geti rætt málið að alvöru og í einlægni... ekki sem hluti af klíku heldur sem einstaklingur í hóp... hvað er þessum hóp fyrir bestu þarf að ræða... finna sameiginleg markmið þessara þjóðar... og manneskjunnar í heimi sem býr við mikla vá og mikla blindu og sérhyggju ráðandi í ákvarðanatökum...

Annars er þetta bara karp um hagsmuni. Jón Paldvin vill auðvitað svona embættismannalíf og skálaræður, þetta eru hans ær og kýr...

en við þurfum að hafa lýðræðið í lægi til að geta rætt þetta og komist að niðurstöðu, án þess að smáir hagsmunahópar nái að æsa upp þjóðina í eitthvað paníkk ástand og svo voldugt axarskaft.

Í Evrópu er að þróast erfitt klíkuræði og allt rúllar það á peningum og völdum... nokkuð sem er afar ólýðræðilegt..
þetta er hákarl að gleypa smásíli,.. við mundum á fáeinum áratugum vera með verksmiðkuhverfi fyrir evrópsk ameríska alþjóðlega auðhringa og flestir islendingar farnir ... nookkrir einkennilegir forngripir þrást enn við að tala íslensku á ströndum.. og svo svona murmansk ástand...
  ég seigi það er landráðsstefna að vilja fara í þetta evrópufangelsi... sem við þurfum að fella, þetta er ekki sú evrópa sem ég vona að við munum styðja, ég vil styðja alvöru lýðræði í evrópu og valddreyfingu en ekki þetta kaupahéðnabákn

fyrri kynslóðir mundu vera okkur ansi sárar og reiðar ef þau hefðu glóru um svona afsal frelsis sem við fengum loks eftir 682 ár... og nú er tíminn til að semja okkur stjórnarskrá...

og ég vona að öll þjóðin stígi á stokk allir sem einn og seigi vér mótmælum!

ég hef ekki nennu til að fara inní ræður hér um ágæti þess að gefa evrópu það sem óstolið er í hendur skuldahéðna..

ég vil að þegar við höfum lögmæta lýðræðilega valda í samráði forustu.. forustu sem öll þjóðin stendur saman um einsog klettur, þá geti ekkert haggað okkur ... og ég tel að við getum byggt upp  réttlátt og skemmtilegt samfélag hér og fyrirgefið og skilið öll sömun hvert annað fyrir fyrri afglöp, sem ég tel hægt að komast hjá ef við höfum almennilega samráðshefðir..

þingin fyrir alla

og kennslu og tjáfrelsi og frelsi til að rækta landið og nýta sameiginlega þessar auðlyndir sem landið gefur okkur af örlæti sínu...

vona einnig að íslendingar erlendis komi sem flestir heim til sín aftur þó þeir skreppi eitthvað

og taki þátt í að skapa nýtt ísland , nýtt þjóðveldi

og ég trúi því að þetta muni hafa góð áhrif á lýðræðisþróun í öðrum löndum og að hver þjóð passi uppá sín menningarlegu verðmæti og sína náttúru og dýralíf og leitist við að ná jafnvægi með sjálfþurftarbúskap sem flestir... smám saman auðvitað þetta eru mörg skref sem við þurfum að stíga áður en við getum sagt, já við erum í  hamingjulandinu, þar sem öllum líður vel og hafa nóg fyrir sig og samveruþingin orðin okkur þjál og með miklum gleðibrag í bland og alvöru og einlægni...

þrá eftir einföldu lífi og í nálægð með fólki sem ekki er undir nenni pressu..
en lifir soltið í ætt við líf hinna dýrategundanna... soltið nett... á sem allra nettastan hátt... einsog búshmenn í afríku.. þá þjóð tel eg vera til fyrirmyndar og ástralíumenn í samskipum sínum við náttúrunna.. og Tasmaníufólkið  sem nú er búið að útrýma... ég vona að við berum gæfu til að hafa heimsþing frumþjóða hér...  fulltrúum þeirra... ennfremur umhverfisþing á sama tíma jafnvel... þetta fer vel saman...

þingmenning er það sem við þurfum að sökkva okkur í ef við eigum ekki að tapa öllu í öskugráma gróða og auðhyggjunnar

stjórnarskrárþing þjóðarinnar
nú eða aldrei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fullur eða bara þröngsýnn?

Brjánn Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband