12.4.2009 | 13:02
26 ára gömul innsýn vaknar til lífsins!
hér er vaxmynd af skúlptúr sem ég vann að í marga mánuði og steypti svo í brons 1989 - 90 í skúlptúracademiunni í Kaupmannahöfn fyrir já 20 árum síðan og árangur af margra ára umhugsun um rúnir. Þetta form kallaði ég rúnakristalinn og áttaði mig á að allar rúnirnar féllu inní eitt heildarform af rúninni Hagall fyrir um 26 árum síðan. Löngu síðar sá ég þessa menn tjá sig sem ég legg inn hér á eftir um SACRED GEOMETRY
Bæði Gilchrist og Drúnvalo hafa sína uppáhalds sýn á málið og Drunvaló kýs að tala um flower of life og einbeitir sér að þeirri birtingaemynd og Gilchrist horfir á Vesica Piscis eða það sem okkur er tamt að kalla Sammengi ... oghann kallar auga Hórusar... sama form er bæði fiskur og bátur og móðurskaut og afar algengt í táknfræði allra trúarbragða... enda eldra en þau öll eða frá þeim tíma er við vorum bara einn hópur og sama svæði... eldfólkið. Og ég sá þetta sama form og líklega á svipuðum tíma og þeir voru að skoða þetta... (eða fyrr?) ég kallaði fyrirbærið RÚNAKRISTALINN um 1983 eða 4 og á ég margar myndir af þessum pælingum frá þessum tíma t.d. þessa:
þarf að finna betri mynd af þessari mynd... hún er úr fókus... (mynd sem ég gerði í macintostölvu 83 líklega sem er ónýtnúna og hvur veit hvað af henni varð já gert í mac paint hinu ævaforna og lituð eftirá í photoshop.. ég var sá fyrsti á islandi held ég sem notaði það forrit og látinn kenna á það og kynna það fyrir Grím í apple.. kenndi m.a. í mynd og hand og á mogganum nokkrar vikur, setti svo upp fyrirtæki en hætti svo í öllum bissniss, fannst það of stressandi og ekki það sem ég vildi nota mitt líf í)
en þarna sjáum við rúnahringinn og kristalinn og tvær verur sem sitja andspænis hver annarri og jökulinn ber við himinn í fjarska...
hin heilaga rúmfræði var mér ekki framandi á þeim tíma en það hafði bara enginn áhuga á þessu þá... jú einn... Ægir.. ég sagði Ægi frá þessu nokkrum árum síðar (máski 94 eða 5)... hann einn fattaði hvað þetta var merkileg uppgötvun... aðrir föttuðu ekki hvað ég var að tala um...
Gaman væri að vita hvenær Drúnvaló og Gilchrist byrjuðu að skoða þessa matematik... en vissulega má ekki gleyma Buchmeister Fuller sem var jú á undan okkur öllum í að sjá vef lífsins.. formfræði náttúrunnar...
Og öll höfum við séð þetta í snjókornum um aldir alda..
Og því er ég auðvitað alveg sammála því að hér séum við að endurupprifja... enduruppgötva eitthvað sem var öllum sjálfsagt fyrir 12000 árum hér uppá ísalandi og um alla jörðina... um það fjallar jú Drunvaló í sínum fyrirlestrum meðal annars hvernig ljóst er að blóm lífsins var í meira og minna öllum elstu formum sem finnast.. ekki sýst það sem eldra er en 7000 ár.. t.d. gólfið í elsta musteri jéríkóborgar og já í kína og ameríku í elstu rústum.
En ekki er allt séð enn..
Ég er ekki sammála því að ekki sé til neinn ytri heimur... altso að allt sé búið til bara í huga vorum.. en jú ég sé samsvörunina um hvernig blóm lífsins byggir upp formsýn í heila okkar með þessum hætti..
semsé... mundi telja að það þurfi minnst 13 frumur til að skapa frummynd einsog ferning í þrívídd í huga vorum..
myndirnar af ytri heiminum sem við sjáum eru máski ekki raunheimur en speigla ytri heiminn...
sem seigir okkur að sú speiglun er af veruleika en ekki bara hugmynd..
en ok mikið af því er misskilningur.. óvissuþættir... en mikið af því er hagnýtt data um ástandið "þarna úti"...
og ég er sammála baðum Drunvalo og Gilchrist að ekki er allt séð enn í þessum brunni... þekkingarinnar ... fisksauganu, blóminu og rúnakristalnum...
Og vonandi skrifa ég svolítið um mína sýn á málið og rannsóknarferli áður en ég flögra af þessu lifsins tré sölnað blað um haust... Því ég hef mörg sjónarhorn sem ég hef ekki séð hjá þeim.
Hægt er að finna þessa karla báða á svipuðu svæði og þessi linkur með Gil að ofan leiðir inná you tube.
T.
ps... jæja ég skelli einum Drun á hér
Drunvalo gaf út sína fyrstu bók 1999 sacred geometry svo gera má ráð fyrir að hann sé að uppgötva þessa hluti varla mikið fyrir 1982 þegar ég er að skoða rúnakristalinn (og ég frétti svo ekkert af þessu hjá neinum öðrum fyrr en með video um drúnvaó, nálægt 20 árum síðar) en hann er meðvitaður um tengingu rúnanna þarna í þessu vídeói, hvort sem han sá það sjálfur eða var bent á það og hér er góður sprettur hjá D hér.
Og það sem mér finnst hvað merkilegast er að 3 menn skuli finna þetta út (eða fleiri) á svipuðum tíma og ekki vita af neinum fyrr en áratugum seiddna sem er að pæla í þessu og já fá margt svipað út en líka mjög ólíkar áherslur... ég var og er mjög jarðbundinn í minni sýn frá upphafi.. tengdi rúnirnar við dagatal og hlóm og tóna... að rymja rúnir... og það hugarástand sem af því kemur... sem tengist aftur yfir í mongólskan kok og nef yfirtónasöng og meðvitundina..
en semsagt... alvara málsins var svo mikil að ég vann þetta form einn í tíu ár sem endaði í þessum bronsskúlptúr sem var svo stolið í hofinu í grindavík af ungling held ég og máski veit þessi unglingur í grindavík sem nú er fullvaxinn hvar hann er núna niðurkominn... rúnakristalskúlptúrinn sem tók 10 ár að gera.
og mér finnst að þjófurinn eigi að skammast sín og skila gripnum ... til dæmis með nafnlausu bréfi til mín á heionlo@yahoo.com hvar ég get fundið hann.
ég er farinn að halda að það sem Einar Þorsteinn sagði við mig fyrir 30 árum að ég væri 10 árum á undan tímanum eigi ekki við.. kannski er ég nær því að vera 20 til 30 árum á undan tímanum og það sama á við um þessi peningamál.. allt til sölu menninguna og stríðið við auðhyggjuna og umhvefismálin.. umþetta var ég að tala á fullu fyrir 30 árum síðan... við mjög dræmar undirtektir..
og ekki hafa undirtektirnar skánað mikið enn... þó grilli í skilningsglætur víðar nú..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.