7.4.2009 | 21:15
við erum apategund
í öllum þessum umræðum gleymist oft að við erum apategund, eiginlega stór klifurmús og í okkur kraumar kynorkan sem er sterkur krefjandi hvati... sú orka er undirliggjandi í öllu lífi manna ..
Og nútímamenn fara um þetta svæði án hefðar... án reynslu oft með áfengi eða tengt vímu
í samfélagi sem trúir á yfirgang í verki
þetta er mólotóvkoktell..
hættuleg blanda sem leiðir til slysa
Á öldum umliðnum, sérílagi tímanum fyrir yfirtöku landræningja og þrælahöfðingja (um 750 hér)
voru hefðir fyrir öllu sem notaðar voru vegna þess að þær höfðu reynst vel.
Þessum hefðum höfum við tapað og með komu úlfhéðna varð það höfðingjans að ráðskast með allt og alla. Áður fyrr voru samráðsþing um alla hluti. Nú þykjast menn hafa samráð en í raun er öllu stjórnað af örfáum.
Við erum apar í búri. Burið hefur verið þarna svo lengi að tilhugsunin um búrlaust líf er ógnandi.
Samt blundar þrá eftir frelsi. En það frelsi þarf að kaupa í formi frítíma.
Apar eru ekki eins fullkomnir og kerfið vill hafa þá það er ljóst. Og þeir þjást.
Finna ekki leið til að láta sér líða vel. Það kalla þeir útópíu, draumaland og gefið í skyn að það sé óraunhæfur möguleiki að menn geti lifað í hamingjuríku jafnvægisástandi með náttúrunni
ég er einn af þeim sem telur að þetta sé hægt
en að það þurfi allt samfélagið að gera sameiginlega
ég þekki ekki alla uppskriftina, en hún er geymd meðal frumþjóða um allan heim
ég veit þó að á þingi sitja menn í hring í hæfilega stórum einingum svo að allir sjái alla samtímis er þinga
þegar rætt er um beint lýðræði þá skil ég það svona.. fólk sem hittist og ræður ráðum sínum saman
finnur sameiginlega lausn á álitamálum.
mörg dýr stunda samráðsþing, flestir þekkja hrafnaþingin á haustinn og mörgæsir eru miklar þingverur
sum dýr nota foringja, einræði s.s. bíflugur og maurar... og það er móðirdrottningin sem styrir búi.. og svo var og hjá mönnum fyrir tíma landræningja... á tíma ættanna var það amman sem var spurð í deilumálum.
Og karlar tóku völd af konum og tími konu unganna tók við. afkvæmi valdamikilla kvenna tóku völd af þeim. Urðukonungar. Tími konunganna er liðinn en borgara í peningaveldinu þrá sama status og konungar í gegnum peningaleikinn
samráðsmenningin þó mikið sé rædd hefur ekki komist á. Þingræðið er ónýtt ormétið form misnotað afpeningavaldinu ... græðinni.
eigum við að prófa almennilegt samráð þó ekki væri nema til tilbreyttni.. til að sjá og upplifa muninn?
Er hægt að ræða eitthvað sem enginn hefur upplifað eða prófað (nema máski ég í litlu mæli í gegum norræna þingið náttúruvæna. Það hefur nú lifað og dafnað í 30 ár og kom fyrst til íslands í fyrra en ferðast jafnan milli norðurlanda og þingað tvisvar á ári. Um jól og miðsumar. Þar sitja menn í hring umhverfis eld og hafa talstaf. Sá sem heldur á stafnum hefur orðið og stafurinn ferðast hringinn eða fram og til baka eftir kúnstarinnar reglum og allir tjá sig... Þar er og þingað í baðhúsum... sauna mest sem finnar stýra einsog hér er í heitu pottunum og menn elda saman og skapa sér dagskrá saman frá eigin brjásti og sjálfsprottið. Kostnaður er greiddur með galdrahatti, sem er söfnunarhattur, frjáls framlög.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.