7.4.2009 | 10:49
að "tala" innra með sér
að því leiti er ég skyldur Hopi indjánum að ég tala við verur innra með mér, sér í lagi "guðið" eða "hin mikla anda" sem indjánar kalla líka Masa. Spyr líka eftir leiðbeiningu. Ég tala við vitundina.. ég tala líka við móðir mína þó hún sé löngu farinn. Þá er hún samt hjá mér. Og fleiri. Allir sem koma upp í huga mér... hugar í brjósti altso... þ.e. hjarta eru hjá mér, lifendur og dauðir. Dauða hluti get ég líka talað við og allt sem lifir og hrærist í heiminum og vitundinni.
Ég hef ekki alltaf haft þennan hátt að sjá heiminn. Ég var svona stundum sem barn. En þetta kom aftur yfir mig um 1986 og svo eftir 2000 og hefur fylgt mér síðan. Ég veit ekki hvort ég er heppinn eða óheppinn. En heimurinn breytist með viðhorfum, hvað er séð og hvernig það skynjaða er túlkað.
Á tímabili var allt guðinu að þakka eða Grílu að kenna og djöflinum. Annan dag er allt tilviljun og stór ógnþrunginn brandari. Og um leið tilgangslaust. Þriðja daginn grillir í samhengi á milli hlutanna. Orku og vitundar. Allt streymir. Og bara er. Svo er þetta spurnig um viðhorf jú og tengsl. Það var þannig sem ég fór að beina augum að hvað vara áður. Það er hluti af því að skoða hlutina í samhengi. Í stóru sem smáu. Væntanlega það sem átt er við með menntun vona ég. (þó menntun nútímanns telji ég vera meira í ætt við stranga innrætingu) Og stóra samhengið er í spurningonum: hver erum við? Og hvaðan komum við kemur þá í framhaldi og hvert er förinni heitið?
Ég get talað við allt af því að ég trúi því að allt sé orka í mismunandi formi og að öll orka baði sig í vitund með einhverjum hætti þó mismunandi sé. Menn eru afar næmir hver á annan... sérílagi þeir sem eru líki og mikið samvistum einsog tvóburar.. eineggja tvíburar hafa mjög sterkt þráðlaust samband
en allar verur eru með samband sín á milli meira og minna en vita það ekki meðvitað nema á vissum augnablikum opnast gátta... rifar í samvitundina. Samvitund sem er mjög mikil í öllu lífríkinu. Sumir geta nálgast þessa vitund í tónlist og dansi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.