skoðanir sem tengdar eru rótum fjallanna

ég upplifi mig einsog mjög beiglaðan bíl og tæpan á ýmsum sviðum en gangfær og nothæfur, máski bara glettilega seigur ef hann er að fara rétta leið... því þessi bíll hefur einhverja þá sérvisku að hafa skoðanir á hinu og þessu... alveg uppá eigin spítur og að því er virðist upp úr þurru

þá hefur bíllinn skoðun á hlutunum

og þeirri skoðun er ekki neinar stórar líkur á að verði haggað

sumum skoðunum er svo kirfilega komið fyrir í öllu taugakerfinu, hjartanu, sálinni hvar sem hún nú felur sig og tám og skalla og út í fingurgóma

og dekk ef útí það er farið... útí götu og inní fjallið

svona sterkum skoðunum gæti fjallið hugsalega átt erfitt með að gefa sig að... sem gæti valdið sprungum í klettabeltum og landskjálfta.. en... ja það bifast og... það heldur

og ef fjöll taka þátt í samræðum um sameiginlega sýn, þá er ..að ég tel mark á takandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.