4.4.2009 | 17:57
dómstóla götunnar
ónafngreindir "mótmælanda" eru farnir að stunda ofsóknir á að því er þeim virðist "versta fólkið" í samfélaginu. Það fæ ég að upplifa að ég er kominn í hópinn sem æskilegt er talið að leggja í einelti, nú annað slagið ef ég labba um bæinn. (atliða sé ekki ég og Davíð sem erum efstir á lista) Þrívegis hef ég lent í þessum dilgjum og hatursárásum. Hér er ónafngreind kona í 25 ára gömlu persónulegu hefndarstríði. Auðvitað er þetta sorglegt. En þessi voðalega persónulegi fortíðarvandi vekur mér furðu. Ég upplifi þetta sem ofsóknir. Ég geri mér æ betur grein fyrir hvað hatrið er kraumandi og óviðráðanlegt afl og eyðileggjandi í brjóstum sumra og erfitt að finna einhver verðug verkefni til að mótmæla illskunni og slæmskunni sem virðist geta búið um sig meðal þeirra sem vilja betri heim líka. Það þarf að fá bara einhverstaðar útrás. Ekki get ég séð grilla í áhugaverða byltingarútkomu í hóp með svona eineltis og ofsóknarfólki. Sem ræðst í árásir án þess að í raun vita eða þekkja til hvað er verið að deila um. Fólk sem sér bara eina hlið á málum og dæmir hvert annað út frá sögusögnum er gjarnt að ráðast á hvert annað og valda hver öðru skaða af litlu tilefni. Ekki mundi ég vilja samkennamig við fólk sem stundar einelti. Það líkist bara ansi mikið þeirri mafíustarfsemi sem ég hef ætið barist gegn. Ofsóknir hópa á einstaklinga er lélegasta tilfinningaplágan sem ómenningu mannsins fylgir. Þetta kennir mér enn og á ný að ég hef ekki áhuga á samstarfi með "stjórnleysingjum". Þeirra aðferðir eru komnar út í öngstræti.
En allar tegundir af einelti eru til þess gerðar að loka á öll raunveruleg samskipti og efla hræðsluna og ósanngirni og auka á vanlíðan og hóphugsunarhátt... þetta er sama aðferðin og kúgarar hafa notað og gleður þeirra geð er þeir sjá ósættina aukast... og óttann.. við slíkar aðstæður er auðveldara að grípa til meira skipulagðra ofsókar og stjórnunaraðferða gegn öllum almennilegum lýðréttingum. Þessar aðferðir eru ekki í anda lýðræðis og ekki til þess fallnar að efla traust á mótmælendum að þeir hagi sér svona. Minnir óneytanlega líka á sögurnar af Parísarkommónunni einsog og hef rætt áður og varð tilefnið að setningunni "byltingin étur börnin sín", sem ég persónulega vona þó að ekki verði. Það er af og frá. Ég vonaöllu heldur að þessi börn byltingarinnar nái að átta sigí hvaða átt beina eigi "spjótsoddum." Það er með velviljaðari rökhugsun.
Ef þetta fólk fylgist eitthvað með ætti það að átta sig á að enginn raunhæfari tillaga liggur fyrir til þess að raunveruleg bylting geti átt sér stað önnur en þessi sem ég hef rætt í nú síðan kreppan skall á en tillaga mín um nýtt þjóðveldi.
http://tryggvigunnarhansen.blog.is/blog/tryggvigunnarhansen/entry/845437/
það form nær lengra í sjálfstjórn án perónudýrkunar og hægt er.
Og því er það hálf grátbroslegt vægast sagt til þess að hugsa hvernig þeir nota tíma sinn í að vinna gegn þeim eina manni sem kemur með skipulagðar tillögur um sanngjarnt samráðsform.
nú ef einhver getur fundið sanngjarnara form þá væri það jú bara fagnaðaefni
en fram að því er bara eitt samráðskerfi sem býður uppá samráð án þess að peningafólk hafi undirtökinn
en með orðinu bylting á ég við að finna form þar sem fólk án peninga hefur sama möguleika á því að lenda í að stýra skútunni og þeir sem eiga mikinn aðgang að mútufé..
nú kann einhver að seigja að hlutkesti gefi öllum sama séns líka
jú en hlutkesti mun ekki gefa okkur samráðsþing og þar með ekki fólkið með bestu meiningarnar
hlutkesti mun ekki mennta þjóðina til að sjá alla hliðar mála í umræðunum... og hlutkesti skapar ekki þá ábyrgð sem almennileg samráðsþing skapa, þar sem allir eru með í ákvörðunum það halda menn mun betur samninga.. og vinna betur saman og mun betri andi.
Í tölvulýðræði eru mun minni samskipti og óbeinni... þar viðgengst vafalaust og áróðurinn og fólk hittist lítið og óskipulega... þar er og hægt að nota peninga í að múta töluumsjónarmönnum einsog þekkt er.
Allar hinar lýðræðisumbæturnar eru álýka eða verri að þessu leiti að um áráðursaðferð peningamanna er lítið rætt í lýðræðisumræðunni þó það sé aðal vandinn, því peningasinnað fólk stýrir umræðunni og fjölmiðlar eru jú óðir í peninga og sama er uppá teninginn að mestu í háskólanum og í öllu stjórnkerfinu. Persónukjör er því bara mjög lítil bragarbót... þar geta þeir sem hafa fé og vinskap fjölmiðlanna þar með auðvitað auðveldast komist á þing.
Sama á við um þjóðaratkvæðagreiðslu... þeir sem hafa paningana geta haft nógu mikil áhrif á fjöldann til að fá það samþikkt sem þeir vilja.
Flestir nema Vinstri Grænir sýnist mér hugsanlega eru enn á að "selja landið" undir enn frekari erlend yfirráð... og Þór t.d. í Borgarahreyfingunni vill t.d. að við tökum upp dollara eða evru einhliða eða norska krónu sem kom mér á óvart... og seigir mér að þar er vilji fyrir peningamarkaðshyggju og mér töluverð vonbryggði. Velti fyrir mér hvort þetta er bara hans skoðun eða hreyfingarinnar.
En grunnurinn undir nokkra breytingu er að fólk vinni að því að aftengja þessi einhliða völd peningafólksins. Og að skapa gott og sanngjarnt samráðsform og það er í þessari hugmynd af Nýju Þjóðveldi Íslendinga til framtíðar.
Jafnframt er það vegvísir fyrir aðrar þjóðir hvernig á að taka á þessum vanda græðginnar í heiminum og stjórnleysis valdsýkinnar.
Ímynd Íslands er og verður þingið og náttúran og sagan.
Altént ef ég fæ nokkru ráðið en ekki peningar og græðgi og frekjulæti
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2009 kl. 09:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.