hið nýja Þjóðveldi

Byggist á því að við getum talað saman öll sömun augliti til auglitis.. þá eru hlutirnir ræddir í hring svo allir sjá alla í umræðunni. Þetta eflir sannarlega einlæg skoðanaskipti

og í annan stað aðkomast frá því að áróður sé nauðsynlegur við val á fulltrúum til ábyrgðarstarfa

byggja þarf upp hæfilega litlar einingar s.s. lítil hverfa og sveitafélög svo allir geti kynnst og auglýsingar og peningaeign skipti ekki máli við val... eða beinlínis bann við auglýsingum í lýðræðisstjórnkerfi. Í grunnin má hver lýðræðiseining ekki vera fjölmennari en svo að allir geti kynnst á eðlilegan hátt. Ég tel að þessi stærðarmörk liggi  einhverstaðar á bilinu 100-150 manns (t.d.144). Sáhópur kynnist og vinnur sameiginlega að staðbundnu samráði hópsins. Kýs svo einn fulltrúa vor hvert (á vorþingum í apríl) á landsþing sem haldið verður frá 21.júní ár hvert í 6 vikur á nýjum stað útí náttúrunni á hverju ári. Þar koma saman rúml. 2000 manns (fulltrúar rúml. 2000 smáþinga allra landsmanna eða 144 deilt í um 320.000) Þetta 2000 manna þjóðarþing skipar sér í 13 deildir (landbúnaðmál,utanríkismál,umhverfism. o.s.frmv.) Hver deild kynnist því í þessum 6 vikna umræðum og samskiptum þarf ekki á auglýsingarstarfsemi og þar með peningaaustri að halda... menn snæða saman og baðasig og stunda listir á kvöldin og heilsulíf við elda... kynnast semsagt einsog í grunnþingonum og í lok júlí er svo kosinn einn úr hverri þíngnefnd án áróðurs í landsstjórn til eins árs í senn (menn geta fengið 3 endurkjör í röð ef allt gengur vel, annars er skipt út) Þeirri stjórn eru falin verkefni af hverri nefnd fyrir sig og eru því þjónar þingsins frekar en "ráðherrar". Kosturinn við þessa tegund af lýðræði er hin mikla valdajöfnun og þar með ábyrgðin líka... og þjóðin mun þannig menntast mjög um öll samskipti og opnast og þarna fær þjóðin besta fólkið á þing og í stjórn... virkilega, sem hugsar með hjartanu og er skarpt og er ekki í græðginni sem nú ríkir svo mikið hjá peningafólkinu sem allstaðar hefur haft undirtökin og því fór sem fór. En í þessum hugmyndum er svo mikið meiri gleði en bara já og nei í tölvukosningum.

 Og ég legg til að við leggjum endilega niður alla fjármagnseigandatengdra fjölmiðla niður (og mínkum vægi ríkisútvarps og setjum lög gegn auglýsingum og að það útvarp sé þá sannarlega opið ÖLLUM) utan netið, þá má notast við það um sinn á meðan það hefur ekki orðið bert að beinlínis stórglöpum, því þar hafa menn jafnari stöðu að tjá sig... Almennt má seigja um fjölmiðla í dag að þetta truflar fólk við að skapa sér á eðlilegan hátt skoðanir, allt fullt af áróðri fyrir auðhyggjuhugsuarháttinn og er auk þess alltof dýrt og til baga...og yfirfullt af rangfærslum og fordómum. Það eru allir að sligast undan þessum áróðursmaskinum kaupahéðna.. seim leitt hafa alla þjóðina út í vitleysu og allt til sölu hugsunarháttarins.. (altént banna áróður) Semsagt ég vil ekta alvöru manneskjulegt lýðræði þar sem þessar litlu einingar (heimaþingin) fá land og umsvif. Að dreyfa valdi og ábyrgð er það sem lýðræðið gengur útá. Og við fáum aldrei neitt betra en það að ræða saman beint.
Það er hægt að prófa hvortveggja og sjá hvað gefst best ef menn vilja (en því miður eða sem betur fer þá veit ég niðurstöðuna í þeirri úttekt)... nú og það er hægt að nota báðar leiðir, beint lýðræði með og án tölvuvals. En ég skynja það svo lýðræði án þess að fólk hittist afslappað og tali saman augliti til auglitis verður ekkert lýðræði, það þarf semsagt stað til að hittast sem er alltaf þarna fyrir alla til að hittast, endurreisa littlu félagsheimilin og opna eitthvað af þessu ónotaða húsnæði fyrir þúsundir hverfafélaga... en semsagt að tala saman í hring... að allir sjái alla, það er gagnsæi kristaltært! Ég kalla formið nýtt þjóðveldi. Ég vil sjá þjóðina uppgötva að við erum þingþjóð. Þjóð sem sér samráð án slagsmála vera réttu leiðina til að leysa allann vanda. Það er það sem við eigum að læra á kreppunni. Að læra að við getum ekki haft einhverja í vinnu fyrir okkur sem sjá um þetta, þeir spillast og vinna betur fyrir sig og sína... við þurfum alla í þetta... alla þjóðina einsog Páll er á og fleiri... Já á sama hátt og tannburstun er talin til daglegra athafna, þá er lýðræðið dagleg iðkun. Og sér í lagi núna er þetta nauðsynegt, þegar allir hafa tapað trausti á öllu og öllum... já að koma hreint fram og styðja hreinskiptin samskipti. Við fyrirgefum og öllum sem taka þátt í svo sanngjörnum breytingum. Og þannig byggjum við upp raunverulegt traust og bjargföstum grunni. Draumurinn er að við byggjum upp saman sjálf, án þess að stjórnmálamenn séu spurðir álits, stjórnlagaþing þjóðarinnar og notum þar þessar aðferðir sem ég hef hér rætt og prófum okkur þannig áfram með formið. Semsagt forma smáhópan um allt land. 

Verkefni morgundagsins er að skipuleggja stjónlagaþing með þessum hætti.

UmsjónarÞing þjóðarinnar í samskipta og samræmingarmálum

Og skapa semsagt nýjar stjórnunarreglur og upplifa um leið lýðræðisformið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband