þetta er nú í grunninn svona einfalt........ samráð er að hlusta

hlusta bæði á innri vilja og ytri vilja

taka tillit til allra aðstæðna, í sértæku og almennu samhengi

  og velja svo

...

í samráði er ferlið bara aðeins lengra og stærra um sig en sama verklag

 að fá réttar upplýsingar, skynja innri vilja í stærra og minna samhengi og val

   en valið tekur lengri tíma jú ef við viljum ræða málin í botn.. (þar til enginn mótmælir lausnartillögu)

sérílagi ef við viljum einróma samþykki en ekki bara meirihlutaákvörðun

   meirihlutaaðferð er hugsanlega stríðsástandsaðferð... menn vilja ákvarðanir strax

en ef menn leita dýpra eða ræða málin svo allir viti um hvað málið snýst finnst stundum lausn sem engann óraði fyrir sem er betri en skyndiákvörðun óljóss og síflöktandi meirihluta eða enn verra flokksforingjavaldið.

Að hlusta felur í sér að sjá málið út frá mörgum sjónarhornum. Vega og meta. Leita bestu lausnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband