25.3.2009 | 15:23
hve mörg stríð eru í gangi á vegum þessa "blandaða hagkerfis"?
stíð á milli flokka,
stríð á milli fyritækja
stríð á milli einstaklinga
stríð á milli byggðalaga
stríð á milli ríkra(ræningja) og fátækra
stríð á milli manns og konu
stríð á milli einstaklingsins og hins opinbera
stríð á milli þjóða
stríð á milli hagsmunaaðila
stríð á milli systkyna og bræðra og systra
stríð á náttúruna
stríða á allar nær dýrategundir
stríða á jurtir og plöntur og tré og skóga... allt villt
er von að maður spyrji... hvar byrjaði þetta stríð og af hverju?
Vegna þess til dæmis að ég finn mig ekki í þessu... ég skynja ekki nauðsyn þessa eða vit eða nokkurn kost við þessa samskiptaaðferð...
mér virðist áróðursmaskínan vera að rembast við að ljúga því að okkur að þetta sé ekki bara ókei .. heldur "eðli" mannsins??? Ég finn ekki fyrir þessari dráps og stríðsþrá nem örsjaldan... ef mér finnst líf liggja við máski og það er mjög óþægileg upplifun og sem betur fer aaafar sjaldgæf og kemur ekki uppúr þurru... það þarf mikið til... og upplifunin er svo slæm að ég hef ekki vott af löngun til að upplifa það víti aftur.
Ekki sæki ég heldur í stríðs og dráps kvikmyndir.. mér finnst þetta ógeð hvað mikill áróðurinn er, að halda þessu að okkur öllum ... yfir 70% sýnist mér af myndum er nánast bara manndráp og stríð og ósætti... ja 80% er líklega nær lagi... yyfirgnæfani meirihluti...
en þessi api.. mannapinn er ekki einusinni með vígtennur... við erum með tanngað jurtaæta..
hvernig varð þessi kenning til að maðurinn sé svona vitlaus og stjórnlaus? Hverjir næra þessar hugmyndir og af hverju?
Jú stjórnendurnir koma með hugmyndina og næra hana og trúa henni... meirihlutinn er ekki í þessu nema þá óbeint sem afleiðing af meðvitaðari stýringu í þá átt...
það er semsagt liðið með "frekjugenin" sem viðheldur þessum sjúkdómi og etur öllu liðinu saman... og sama lið leikur reddarann... lögregluríkið fær réttlætingu... og drottnunin
barbaríið viðheldursér með meira barabaríi og "leysir" svo málið sem það skapaði sjálft með viðhorfi sínu einu saman með drottnun og yfirráðum
afskaplega þreytandi klassísk formúla og því miður í bullandi notkun
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.