og elskuleysi er orkulaust

elskuleysi er auðn...

hið  "heilaga" tilgangsleysi brynjað tabúum

og þegar forkólfar stela og svíkja... þá svíkja og stela hinir líka..

 

 en svo eru margar tegundir af elsku... elska á sér og sínum er nú svona þúngamiðjan í þessu en þar fyrir utan er ást á líðan... ást á nautn, ást á valdi og fl.

ást á lífinu... ást á fegurð og samkennd grillir í..

 

í sambandi við sjálfselskuna... það er uppbyggileg sjálfselska að passa uppá heilsu og líðan...

frammyfir það þá koma upp vandamál...

en það er æ sterkari tilgangsleysistilfinning sem liggur einsog læðingur yfir mannheimum...

samfélagið er ljótt, mennirnir þjáðir og píndir og pína þá áfram aðra 

menn eru lítilsvirtir og virða því aðra lítils

við erum böðuð í þessu og vaxinn upp í lygavefinn

grjótmulningsvélin hakkar alla í spað...

"vara sandur né sær"

 búdda telur að allt farist annað slagið... svo er auðn... og þá aftur líf...

með þokka og fegurð... nær fullum þroska, sem svo dofnar, sýkist og deyr...

 

Sumsé... tilgangslaust en fagurt og furðulegt, þannig er lífið.

en á þessu augnabliki erum við að deyja... og dauðinn er erfiðastur fyrir þá sem "eiga" mikið að þeim finnst... 

þá kemur í ljós að "eignir" og "vald" eru beiskir drykkir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband