17.3.2009 | 13:21
Mótsögnin í borgarahreifingunni(einkahreifing Gunnars og aðdáenda)
Allir velkomnir jú... jæja það átti að heita svo. Samt var Ómar Ragnarsson ekki velkominn vegna þess að "foringinn" var leiður á honum. Sama með Ástþór. Þetta var alveg hefðbundinn valdaleikur að fylgjast með Gunnari og Ástþór.Minnti mig á kennarastílinn að taka einhver fyrir til þess að festa sig í sessi... og sýna hópnum hver það er sem hefur valdið og hvað sá lendir í sem ekki viðurkennir vald "kennarans". Semsagt klassísk kúgunarsálfræðihins vald og athyglissjúka.
Og sömu fordómana finn ég í öllum þessum félögum. Það er ekki velkominn augnarráðið sem maður mætir, heldur... "hvaða rugludallur ert þú góði" og hvernig er best að "hafa auga með þessum" augnarráðið. Hræðslan um að missa eitthvart mikilvægishlutverkið ræður tilfinning og gjörðum.
Ekkert hef ég á mótiframboði borgarahreyfingarinnar. En hætt er við að lýðræðishreifing sem ekki byggir á lýðræði fái erfitt start. Málefni borgarahreifingarinnar eru í sjálfusér góð og gild í orði og ég vona að það góða fólk sem vill að þjóðin haldi sitt eigið stjórnlagaþing einsog ég hef ritað um vikum saman hér, fái stuðning frekar en hin gömlu rotnu framboð. Og mér lýst nottlega vel á Birgittu og Herbert.Vona bara að þau nái upp lýðræðislegu hefðinni og passi sig á persónudýrkun í anda Harðar og Gunnars.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.