mismunandi tegund af "slæmsku"

manneskjurnar eru ekki allar eins

og í raun er jafnrétti frekar sjaldgæft hugarástand ... sérílagi á meðan það er alltaf verið að verlauna frekjugang og örfa...

og samræðulist er ekki sinnt

og samkennd ekki nærð

 -

semsagt upplagið er mismunandi eftir genum (reynslu fortíðarinnar) og sumir hafa mjör erfiðann "bakgrunn" þannig... samanber hugmyndir í austri um karma og samskara... þetta fer eftir gjörðum einstaklinganna og erfist svo áfram í einhverju mæli og blandast svo örðum þáttum til góðs og ills eftir aðstæðum...  semsagt upplag

svo kemur sameiginlega "karmað"... það er reynsla fortíðar í kúltúrnum. Félagsforminu. Sameiginlegum siðum og hugsunarhætti.

min tilfinning er að um þriðjungur til helmingur þjóðarinnar sé haldinn sterkri sjálfshyggju í genum. Og þar sem við erum með félagsmenningu mjög í rúst eftir1100 ára hörmungarsögu... fyrst stríð, kúgun og lýgi í 400 ár og svo bara kúgun og lýgií hin 700 (kristni)...

 en þessi helmingur rúmur vonandi sem ég tel vera af gamla stofninum frá því fyrir landnám er mjög svo lamaður af illri meðferð. Fyrst af skorti og kúgun mjög lengi (og þá var valið úr hlýðni og undirgefni en forustuhæfiðleikum var nær alveg útrýmt)  og svo af eftirlæti og mútum og nú af leti.

Það er þessvegna sem ég horfi örvæntingarfullur yfir völlinn. Og hef jafnvel spurt.. er þetta allt ónýtt? Er öll von úti? Er rótinn fúinn?  Þurfa sumar sálir að velkjast í þessum ljótleika í þúsundir ára áður en grillir í skilningsglætur? Jú það má vera.. hm... það versta er að næði til að þroskast í heilsusamlegar áttir er ekki fyrir hendi lengur. Nú er allir massinn að versna... þróun manneskjunnar er á niðurleið. Lélegra og lélegra heilsufar. Æ minni hamingja. Mengun á öllum sviðum. Genetísk, efnisleg, huglæg, félagsleg.

Hvar er glæta? Jú að þeir sem vilja betra líf tengist böndum og flytja út á land og byggja sig upp í samfloti. Rækti gæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.