11.3.2009 | 18:31
já kóngar
að gera sér hreiður sem ekki byggir á eignarrétti heldur samkomulagi við umhverfið... dýr jafnt sem menn og plöntur og steinefni loft
samfélagið manna hefur ekki virt þetta ... það er aldrei hugsað um dýrin og plönturnar á þessum svæðum sem eyðilögð eru og lögð undir menn... æ meira hvert ár og æ hraðar
en ef að ég og þú, við öll gerum okkur far um að virða umhverfið svo að við séum bara að hagræða efnum... raða þeim uppá nýtt... ja eitthvað kemur þú með á staðin en ég skil... ef þú færir mundi allt verða sem það var áður nema dauft hringform í landslaginu... jú ég tel þetta heilaga og meia en löglega leið... ég kalla þetta jarðtjald... búð... hreiður... einnig fuglar skilja eftir daufan hring í landslagið með hreiðurgerð sinni... í minnsta lagi dæld í landið...
þetta telst vera nett leið... mjúk samskipti... mun heiðarlegri og betri en notkun þeirra sem nú telja sig varðveita lönd... þeir sem ekki kunna það og ekki geta það vegna þess að viðhorfið er svo brenglað... þessi hugmynd um eign... hver skóp þá hugmynd? Já sá eða sú ættu eiginlega að koma fram og tjá sig, hversvegna þetta ég og mitt varð svona stórt í okkar vitund og lífi....
jú þetta byrjaði með smiðonum... þegar þeim tókst að gera einhvern merkisgrip var bara til eitt eintak og mikil varð oft öfundin því þetta gerði fólk sérstakt... en þetta varð semsagt að meira og meira atriði að "járnsmiðurinn" varð mjög vinsæll... að hann gat gefið konu einhverja gersemi og fékk þá konunnar væntanlega af því...
En eignarrétturinn byrjar með tilfinningu móður og föður stundum síðar meir... yfir barni... eða er það fyrr... yfirráð konu yfir manni... eða seinna öfugt... hér byrjar leikurinn eftilvill og allt lífið í húfi má seigja og lái þeim enginn... það má og seigja... að byggja upp hreiður fyrir barn er innbyggð þörf í lífverunni.
En út frá þessu verða til "réttindi" yfir fleiru... ýmsar furðulegar reglur myndast...
Guðinn! ættarhöfðinginn í samfélagi karla í seinni valdstrúktúrnum sem við búum í núna, þrumaði yfir okkur. Hann Afi gamli var í þungum gír. Hann öskraði fram þær reglur sem honum hentaði...
Hann vildi sko ekki konur í ráðgjafaráðið. Nei hann vildi þögn og hann vildi láta hlýða á sig einan. Hann var einvaldur og eigandi alls sem lifir og hrærist, alls lýðsins, allra kvenna og allra karla og alls lands og sjávar... Hann var lifandi guð... og ef einhver mótmælti því þá var hann eða hún drepinn..
Frekar erfitt kerfi og því fóru menn fljótlega að dúlla við að fá fram reglu á "skoðanir" guðsins... boðorðin urðu til eða félagsreglur guðsins...
og við þessar grunnreglur varð svo lögfræðin til, það er jú byggt og á dómum herravaldsins og þannig verður til hefð og lagarammi og þeir sem nenntu að kynna sér þetta gátu þá haft áhrif á bæði kónginn og þegna hans í dómum... og síðan er samið um fleiri lög og löngu löngu síðar kom fyrst ein lítil reglugerð inn sem foot note við einhver lögin eða kommennt og síðan skall á reglugerðafarganið og er síðast svo mikið flóð að fyllir margar þykkar bækur og enginn hefur lengur yfirsýn eða tíma til að kanna þetta allt og svo verða til sérhæfðir lögfræðingar í skilnaðamálum og efnahagsglæpum og bankastarfsemi og tryggingamálum og þar fram eftir götum..
æjá það er sorglegt þetta að við skulum í raun vera föst lagalega inní miðöldum frá tíma eins fasista sem réð yfir líf og limum allra... og að það eru ekki 100 ár síðan við vorum öll þarna... í faðmi kóngsins...
af hverju urðu til drottningar sumstaðar?
jú það gerðist helst hér norðar og kemur til af því að þjóðin varð þá fyrst "kyrrð" á miðöldum með svona samkomulagi að hafa konu sem konung... það ruglaði andspyrnuna sem mikið var knúinn áfram af konum með rætur í móðurmenningunni... og þannig náðist friður í landið... síðan varð það að hefð sem einskonar "öryggisatriði".
Sama er uppá teninginn í myndum Joan af Örk og Fjallkonunnar. Þetta er gyðjan forna. Gyðjan sem forna menningin byggðist á. Fyrirmyndin. Hin forni kvenn"pávi" norðursins. Marían... sú sem kom úr djúpinu marar. Landinu sem sökk. Landinu sem togararnir skrapa og eyðileggja fornminjar.
Og kímilegt er að orðið konungur er búið til úr konu ungi... sonur konunnar... barn konu..
Og það bendir okkur á hvernig fyrstu konungarnir urðu til sem einskonar verndarar konunnar
þeir að vísu rændu þeim og hlupu einsog óðir væru með þær... brúðhlaupið fræga og lá mikið við að einhver annar biðillinn rændi henni ekki af viðkomandi svo var hasarinn oft mikill... og að koma svo konunni á öruggan stað var önnur hetjudáð... því byggja varð virki eða kastala í kringum konuna og beljuna eða kúnna...... sem henni tilheyrði og það var margt sem tilheyrði... sérílagi er þetta skemmtilegt að skoða á Bornhólm í Danmörku þar sem virkin eru enn sjáanleg í kringum mjólkurhúsið og konuhúsið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.