vagga lýðræðis? Vagga samráðshefðarinnar...

Það er alrangt að seigja að vagga lýðræðis sé í Grikklandi hinu forna eða Hellas eða Aþenu... Allt þetta eru verulega stórar einfaldanir og rangtúlkanir í söguskoðunn liðinna alda. En vera má að stjórnarsaga Aðeninga hafi hjálpað seinna miðaldarfólki til þess að rifja upp leifar af samráðshefðinni á 18. og 19. öld og þannig hafi þetta komið svona einfeldningslega uppá borð hjá okkur og lifi enn góðu lífi, meira að seigja hjá þeim sem telja sig upplýsta.

En rætur samráðshefðarinnar eru greinilega grunnurinn í samráðsaðferðum fólks fyrir yfirtöku valdnýðslunnar 5000 f.kr. í Mesapótemíu... þessa kerfis sem nú er að falla loks og byggt hefur á eyðileggingu og þjófnaði og misrétti og lygum.

Semsagt fyrir þennan tíma var stríð óþekkt. Allt var byggt á samræðum og samkomulagi. 

Þetta kemur svo fram í því að á Íslandi var það mikil áhrif velhugsandi fólks sem vant var samráði að það kom á höfðingjastjórn sem byggði á samráaði 36 höfðingja jafndreyft um landið í stað konungdæmis sem þá var alsiða allstaðar annarstaðar.  Mig grunar að svissnesku kantónurnar hafi orðið til fyrir áhrif af þessu sem gerðist hér 930. En altént eru það ættirnar sem taka sig saman þar og hafa samráð.

Ennþá eldri er samráðshefðin og sjá má þess merki meðal margra dýrategunda. Svosem hrafna og albatrosa og mörgæsa...  

En sumar tegundir byggja á einveldi, svosem maurar og býflugur og er það hvortveggja "kvennaveldi" eða matríark. (orðið sem ekki má nefna í háskólanum)

Einu "patríark"kerfin sem ég man eftir eru tildæmis selir og rostungar hafa baráttu karldýra um yfirráð eða aðgang að konum um fengitímann. Sama hafa margar apategundir.  Og mörg hjarðdýr.

En þessi hegðun er bara í gangi einusinni á ári. Og karlar þessara tegunda eru svo einir mestan hlutan af árínu þar fyrir utan. Og því svolítið spurning hvort þetta telst vera "Patríark" eða föðurveldisform. Þessir pabbar skipta sér og mjög lítið að uppeldi afhvæmisins. Og oft eru þeir mjög stórir og mun stærri en kvennkynið sömu tegundar. Það gerist vegna þess "náttúruvals" að aðeins stærstu og sterkustu karldýrin komast að konunum og þannig eflist það inn að karldýrin verði stór og sterk. Sem og eykur jafnframt við ójafnvægið milli kynja í stærð í mörgum tilfellum. Sama á við um páfuglinn tildæmis. Kvennveran þar fellur fyrir lit og lostafullum hreyfingum karlsins en ekki styrk... en þessvegna verður skrúðið æ tilkomumeira og er í tilfelli páfuglsins orðið mjög íþyngjandi...

Já hvað eiga konur að falla fyrir? Það er sú "tíska" sem ræður framtíð tegundarinnar. Nú erum við að rækta slægð og yfirgang sem ekki kemur samt heildinni að gagni. Við þurfum að setja önnur gildi á stall. Svosem víðsýni og velvilja og ráðdeild og heiðarleiki, samráðsvilji... samvinnuþýði. Já og  sköpun og gott lundarfar...

Allir þessir góðu eiginleikar koma fram einsog af sjálfusér er við förum að starfa sem þing í hring aftur...  heimaþingin og landsþingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband