skrifað til þín frændi..

En mig dreymir um nýtt þjóðveldi...

hef skrifað um þetta síðan í haust er ég kom til landsins (ja lengur í raun)

að skipta landinsmönnum upp í hæfilegar lýðræðiseiningar.. þ.e. hæfilega stærð til þess að allir geti kynnst og rætt málin staðbundið

og ég hef talað um að milli 100 og 150 sé eiginlega hámarksstærð
ég valdi svo 144 og deildi uppí 300.000 og fékk um 2000 út..

já þessir 144 eiga að ræða stefnumótun og ímynd íslands og stjórnlög í 6 vikur og kynnast...   velja síðan fulltrúa á landsþing

þar koma 2000 manns saman og skipa sér í 13 deildir, hver deild með sér umræðugrunn (náttúruvernd, utanríkismál etc.) og þetta er gert í 6 vikur aftur og menn baða sig saman og borða saman og kynnast og velja svo einn í lokin í hverri deild... án kosningaáróðurs og kjósa í landshóp (stjórn, þjóna þjóðar) 13 manns til eins árs í senn.

Þjóðþingið þingar frá 21júni og út júli ár hvert.. og þjóðhátíð í leiðinni.

og ímynd íslands er þá einsog við vitum þjóð sem kann að þinga, taka ákvarðanir saman án þess að áróður peningavaldsins komi þar nærri.

Já og til að tryggja áróðursleysi að banna alla fjölmiðla nema netið. Þeir eru hvorteðer á hausnum og allir í bandi auðmanna.

já ímynd íslands er þá alvöru þingmenning og virðing við náttúruna.. og sjálfbærni.

Jú ég tel og að mikil nauðsyn sé á að þjóðin læri að þekkja sögu sína fyrir valdarán víkinga. Þetta er spurning um ímynd líka. Við erum ekki víkingar... við erum álfar og náttúrubörn..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.