þegar "tilgangsleysið" er hafið til skýja

eða með öðrum orðum er hægt að greina tilgang í tilgangsleysi?

s.s. að það að skynja óskiljanleika mannlegrar tilvistar hafi einhver áhrif á viðkomandi.. t.d. er hugsanlega minna stress?

Er hugsanlegt að hið búddíska ástand nirvana eða og moska sé semsagt sú handanviðtilvist sem upplifist er við förum handan við ramma siðfræði og mannlegrar viðmiða sé þetta þyngdarleysisástan vitneskjuleysisins... þ.e. ástæðuleysis og þar með lífs án tilgangs og markmiðs?

 Þegar tilgangsleysið fær nýtt fallegt nafn einsog nirvana þá verður það einsog lokkandi ávöxtur... það vekur athygli og menn teigja sig eftir þeim ávexti...

 Þessi tegund af tilgangsleysi er einmitt svo merkilega dægilega mótsagnafull, því inní tilgangsleysinu er fjöldi af takmörkuðum tilgangsferlum.

Hið hagnýta hér er tilfinningalegur slökunareffect... (altso fyrir svona náunga einsog mig þá hefur það slakandi áhrif að vita að ekkert skiptir máli ... að lifið er einskonar efnabruni... eða kristöllun umbreytinga og ég get ekki séð okkar lífsform sem merkilegra en önnur lífsform. 

Svona viðhorf hefur t.d. þann kost að þetta littla ég þarf ekki að bæta sér upp smæð sína með því að eignast eitthvað, útvíkka sig..

Það er og augljóslega léttir gagnvart "dauðanum" sem er þá jafnframt bara umbreyting yfir í einhver önnur orkuform. 

Ég hef grun um að "tilgangsleysið" sé lykillinn að klassískri hugljómun og upplausn "égsins".

Munurinn á vestrænu "tigangsleysi" og austrænu "tilgangsleysi" er þá mest í viðhorfinu.

Ennfremur að í austrænum fræðum er oftlega lagt mikið uppúr líkamlegu atgerfi og heilsu og siðlegri breytni og svo kemur "tilgangsleysið" þar ofaná einsog einn af mörgum sjónarhólum. 

Hér aftur á móti lenda menn í acute "tilgangsleysistilfinningum" á öllum sviðum, bæði líkamlegt kæruleysi og siðlegt og svo almennt... staða manns og lífs á kúlu í tómi... Allt þetta saman skapar svo græðgis og afneytunarfræði sem best er tjáð í sjálfstæðissölumannaflokknum en finnst í stórum skömmtum um allt samfélagið.

Við höfum ekkert annað val en að byggja upp siðlegt samfélag réttlætis og sjálbærni. Ennfremur að skoða hina raunverulegu sögu mannsinns. Og marka síðan stefnuna saman.

Velti fyrir mér hve mörg ár menn hafa til að melta þetta áður enn allt fer um koll?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.