3.3.2009 | 02:13
hvernig hljóðfæri höfða mismunandi til mín..
hvert hljóðfæri hefur sína sögu... til dæmis harpan
eldsta harpan tel ég vera smíðaða úr fiskibeinum... af honum finnska Vænamínum í Kalevala
því hljóðfæri tapaði hann svo í hafið en fann svo upp Kantela... 5 strengja kjöltuharpa
en seinna kom í ljós að fiskibeinaharpa vinarmíns hans Vænamíns "rak á fjörur" í Afríku og heitir nú Kalimba og hefur járn þar sem áður var bein...
næsti kapituli í hörpusögunni er þegar strengur varð til... það gerðist með uppfinningunni bogi...
menn tóku eftir hljóðinu þegar örin þaut af streng... aah... svo fór einhver að velta vöngum yfir þessu... jú með fleiri strengjum og ef var holrúm einhverstaðar þá kom hærra hljóð... og ef strengurinn kom við það holrúm þá hljómaði enn hærra,.. semsé hljómbotninn varð til og fleiri strengir...
en lengi vel var bara einn strengur... hann var ekki bara festur á boga og með hljómbotn sem leggja mátti bogan við... heldur var strengur þessi settur á trésleifar sem notaðar voru til að hræra matinn og smá skinnpjatla þar á og einn kubbur undur strenginn sem var úr teigðri görn og strekkjara og fyrsti forfaðir bæði fiðlunnar og gítarsins var borinn... Ausa
Ausufiðla því þessi strengur var ýmist strokinn eða plokkaður og svo komu fleiri strengir þar...
en Harpan já
Harpan var kominn með 5 strengi fljótlega
mjög margir söngvar voru samdir á 5 strengja hörpur
svo fór strengjum að fjölga löngu síðar í völdum sölum
en fiðlan fékk fjóra
balailaikan í rússíá er með þrem sú þríhyrnda
fiðlan í austri bara 2 strengi
og Serbíska ausufiðlan bara 1.
Ausufiðlan er upprunin á Íslandi og fiskibeinaharpan fyrir mun meira en 1100 árum og meira en 10 sinnum það..
En saga hörpunnar var ekki öll þó kominn væri með 4 til 5 áttundir. Einhverstaðar kom þessi furðulega ákvörðun upp að loka hörpuna niður í kassa, oft kolbikasvörtum einsog líkkistu. Ég tel að vanti svolítið í söguna. Listræna hörpufólkið hefur verið ofsótt fyrir list sína og kærleika til eldri gilda sem ekki voru valdhöfum mjög hugstætt að héldist við í minnum... semsé, hljóðfærið fékk kassa utanum sig, það varð að fela það og þessi valdnýðsla eða þetta bann á hörpunni hefur varað svo lengi að menn smíðuðu kassa mjög listilega í kringum hörpuna og náðu að setja hamarverk þar á og þannig spila á hörpuna þó hún lægi í kassanum og uppgötvað í leiðinni hljóminn í kassanum... jæja þetta gerist semsagt fyrir um 10.000 árum, að harpann "deyr"... á sama tíma og hið forna móðursamfélag er lagt að velli... já við munum máski eftir sögunni um mjallhvítu og dvergana 7 að hún liggur líka í afskaplega fallegri kistu... eftir að eitrað hafði verið fyrir henni. Jæja niðurstaðar er... grand píanó er líkkista gyðju fornmenningarinnar álfanna... hún er svört og glæsileg og glansandi og það sýngur í henni... inní kistunni sýngur hún enn og slær hörpu sína sem forðum... hér er fjallkonan... hið ljósa man... sú sem skóp móðurmálið okkur
semsagt ... hér er mikið sögulegt listaverk kristallað í form
sjálfur kann ég best við opnu hörpuna
og er áhugasamur að prófa bara 5 strengi í eina sérstaka sönghörpu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.