Það var einhver að nota þessa frasasetningu á mig "í hvaða heimi lifir þú"

þessi setning gengur á milli fólks nú einskonar tískusetning þegar verið er að gera lítið úr einhverjum...

soltið þrautarlegt og fautalegt eða hvað.. altént er sá sem þannig er ávarpaður settur niður á þeim forsendum að viðkomandi sé í eigin heimi sem sé týndur heimur..

æjá, það er einmitt þannig sem ég sé efnishyggju sjálfstæðissölumennskunnar og meðalmennskunnar og gróðahyggjunnar sem öllu hefur strandsiglt sem er út úr kortinu og bara yfir höfuð hugmyndin um stöðuga aukningu í svona lokuðu kerfi sem jörðin er, það er út úr kortinu... 

en hvort ég er út úr kortinu? Eða lifi í einhverjum óraunveruleikaheimi.. jú eftir að ég kom heim í þetta hálf-heilinda, ó-heilinda og einstöku heilinda bæli hér heima eftir langa útilegu í löndum sem búa við örlítið öðruvísi óheilindi og heilindi í bland.

En allstaðar er gróðahyggjan með sína vexti að eyðileggja alla menninguna.... menn verða æ meðvitaðari "bara peningur" líf. En innámilli þessarar skemdarverkastarfsemi grillir í grænt fólk í öllum löndum... fólk sem kann að rækta plöntur og tekur ástfóstri við ræktun og plöntuvinskap. Þetta fólk er bjarta hliðin á því sem er að gerast. Þá á ég mest við þetta vistvæna fólk sem vill einfalt líf og í og með náttúrunni og í samstarfi og samráði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband