jæja þá erum við komin með það hvernig ekki á að gera hlutina...

og hvað er að gerast? Skilninginn vantar að ef við viljum lýðræði og gagnsæi þá þurfum við sjálf að stunda lýðræði og gagnsæi og hreinskilni og samhug... það er ekki nóg að fara fram á að aðrir, ríki og stjónmálaflokkar séu lýðræðislegir og stundi gagnsæ vinnubrögð. Mótmælendur sjálfir þurfa að ríða á vaðið í verðugum vinnubrögðum Það er grundvallarkrafa til þeirra sem ætla sér eitthvað meira en að sitja fastir í eigin vandamálum.

það sem að ég hef tvívegis ef ekki oftar bent á hér, þá var það mjög til vansa að Hörður skuli hafa "einkavætt" mótmælin á Austurvelli og aldrei boðað opin undirbúningsfund um tilhögun neins í þessu sambandi.  Þessi aðferðarfræði hrekur marga frá og ekki bendir aðferðin til þess að mikill sé lýðræðisvilji á bakvið og hversvegna ættu menn að trúa á að svona fólk vilji betra lýðræði þegar það tekur stjórnina svona strax í upphafi aðgerð.

Sama hefur gerst í sambandi við borgarafundina. Þar var að vísu fundað en með upphafsmanninn alla tíð sem stjóra og afar viðkvæman ef á það var minnst. 

Og ég vil þó taka fram að þeir hafa báðir vetið mjög dugleigir að öðru leiti Gunnar og Hörður. Og fengið meðbyr fyrir vikið. Það breytir þvi ekki að ágallarnir eru of alvarlegir tilm að hægt sé að lýta frammhjá þeim. Þessir ágallar koma út sem veiklulegt áframhald. Minna traust en ella og það versta er þó óupptalið... samstaðan er lítil og orkan gufar út í allar áttir og nú inn í flokkana. 

Og í þriðja stað eru svo stjórnleysingjarnir. Þar hef ég orðið var við sterka mismunun og einelti og almennt vanda við samskipti. Oftlega ekki tilkynntar aðgerðir til ákveðinna aðila svosem til mín, fyrir utan það að ég hef vetið beittur hótunum og leiðindum frá vissum aðilum þar. Sem gerði það að verkum að mér var ekki fært að taka þátt í neinu sem þeim tengist.

Jæja samstaða átti svo að vera sameining grasróta. Á fund hjá þeim hóp var ég fyrst boðaður í fyrradag (og hafði þá hópurinn histst nokkrum sinnum án þess að ég fengi nokkur boð um það, þrátt fyrir að ég hafi sett mig á alla póstlista sem upp hafa verið settir held ég) og þá var alltíeinu allt ákveðið á bakvið tjöldinn að ræða bara um einstaklingsframboð. Þrengja mjög dagskrána. Svo kom í ljós að Borgarahreyfingin er með framboð og Samstaðan bara sem stuðningsaðili við það. Ég sé ekki samstarfsviljann í verki hér. Allt mjög ruglingslegt og hræðslulegt. Kannski er besti mórallinn eftir allt hjá borgarafundarfólkinu. Og mesti krafturinn. En almennt séð get ég ekki séð að lýðræðisandinn sé til staðar nógsamlega og altént mjög óþroskaður.  Ég get ekki séð að þetta fólk sé með betri lausnir og betri aðferðir en það sem gagnrýnt er. Það ernú það alvarlega við það ef menn virða ekki lýðræðis og samráðshefðina. Þá kemur ekki fólk til með að treysta á svoleiðis "byltingu".

Menn seigja að Ástþór sé mikið fyrir að "auglýsa" sig persónulega í sínum verkum. Sama kemur jú fram hjá fleirum greinilega því miður.

Og afleiðingin er slakari árangur. Minna traust. Og byltingaraldan rennur út í sandinn. Tækifæri aldarinnar. Eigum við að una þessu eða taka málið í eigin hendur?

Byggja upp nýtt þjóðveldi sjálf eða hvað eru margir sem í raun vilja LÝÐRÆÐI!

 ÉG RÉTTI UPP HÖNDINA! ÉG VIL LÝÐRÆÐI SEM EKKI BYGGIR Á PENINGUM OG AUÐSÆLD.. ÉG VIL BEINT LÝÐRÆÐI SEM ALLIR ÍSLENDINGAR ERU TALDIR MEÐ Í OG TAKA ÞÁTT Í!

ÉG VIL KÆRLEIKS OG JAFNRÆÐISBYLTINGU!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.