nútíma hreyfingar sem stunda og þróa þingmenningu

bæði "regnbogahreifingin" "rainbow gatherings" fólkið

og "norræna Þingfólkið" þ.e. "The Ting gathering" eða "Nordisk Ting"

og þriðja lagi  nýaldarfólk "new age people"

og í fjórða lagi mótmælendur og anarkistar hafa verið að þróa aðrar leiðir í samskiptum og þingmenningu en hér hefur verið stunduð um þúsundir ára,

að undanskildum frummenningum og leifum af þeim.

Regnbogahreyfingin spratt upp í Bandaríkjonum um kringum 1972 held ég. Og kemur sem framlag Indjána til hippamenningar þar vestra. Einnig í tengslum við spádóm Indjána um regnbogadrekann og regnbogafólkið af öllum kynþáttum, mundi sameinast og leiða fólkið réttu leiðina. Þetta hefur verið lífæðin í þingum regnbogafólksins. Og Indjánar komu þarna inn með þingmenningu sína og talstafinn sem höfuðframlag. Regnbogafólkið boðar semsagt bræðralag með þing fólks sem situr í hring og ræður ráðum sínum í sátt og samlyndi...

Sama gerir norræna þingið þar sem ég hef verið með í nokkur ár. Þau hittast á jólum og miðsumars einhverstaðar á norðurlöndum og elda saman hollan mat og búa til dagskrána á staðnum... matast í hring og þar er talstafur og menn gera altar og heilagt... byggja tjöld og eldstæði... bú einfalt já og sleppa rafmagni að mestu... öll tönlist lifandi og þar fram eftir götum... mikill áhugi á hve einfalt lifið getur verið. Semsagt reglurnar eru nánast: "gerðu við aðra einso þér finnst gott að aðrir komi fram við þig og skildu við einsog komið var að.. allt annað sem kemur upp er bara hægt að ræða á þinginu þá sem gjarnan er með umræður eftir hvern matmálstíma..

Núaldahreyfingar hafa gjarnan húsþing eða vikufundi einsog húsfélög og ég fer ekki nánar út í það. Það hefur þróast á ýmsa vegu og sama má seigja um margar kommónurnar. En kommonur eru enn í gangi um öll norðurlönd. Mest bara af hagsýnisástæðum um samleigu á stóru húsi og þí þá áttína.

Það ýngsta hér en ef til vill aðferðir anarkista og mótmælanda til þess að komast að niðurstöðu. Í raun er ég ekki besti maðurinn til að fjalla um þessar samráðsaðferðir. Þar sem ég hef bara verið í svona flæði í umþaðbil viku í sumar á saving iceland búðum á Hellisheiði. Það eru notuð ýmis merki... ja alltént tvö... putti á lofti merkir ég er með innpútt hér, vil tala... tveir puttar seigja.. ég er með innslag sem passar akkúrat inní umræðuna... putti og þverhönd ofaná er ég er með árýðandi tilkynningu ekkert viðkomandi efninu... (og við Even bjuggum til fleyri tákn í djóki í sumar... einsog ég er með djók og ég er með saung og þar frameftir götum)  já auk þess eru anarkistar flínkir við að skipta fólki uppí litla hópa sem gera ályktun og senda einn úr litla hópnum yfir í stóra hópinn og þannig semsagt samræma hugmyndir í aðgerðir. Og venjan var að kjósa leiðara fundar hjá þeim.

Sumsé margt skemmtilegt og greinilega verið að rannsaka samráðsformið

Ég er semsagt vanastur þingstíl sem er í hæfulegum stærðum... (já þing eru ekki eins fjölmenn og regnbogasamkomur og það finnst mér kostur) og þar eru samtalsaðferðir með staf mjög í hávegum hafðar eftir hverja máltíð. Ég er semsagt nokkuð vanur indjánastílnum. Sem ég tel vera líkan álfastílnum sem hér var fyrir "landnám".

En mér finnst að við þurfum að læra að útvíkka og dýpka þingsköp að viti og virðinu og einlægni. Og það að allir tali í einu hér bendir til að það vanti mikið uppá bæði virðingu og sjálfsvirðingu. En aðferð fjöður og stafs gefur meiri festu og einarðleika og ró og athygli á hvað sagt er. Og hlustun virðist vera eitt stóra vandamálið hér. Og af því koma mörg vandamál, þegar fólk hvorki getur tjáð sig almennilega, né heldur hlustað, hvað þá kynnt sér málin. 

Semsagt eflum og dýpkum formið. skoðum þingsköpin líka. Skoðum hvernig fólk hér áðurfyrr var í því að kynnast hvert öðru við allar aðstæður, við matinn, í sameiginlegu saunabaði, við leika og svo tóku menn ákvarðanir saman.

Og ennfremur, leitum að sameiginlegum niðurstöðum frekar en kúgun meirihluta yfir misstórum minnihlutum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband