grátandi hörpunnar djúpa þrá...

 Ljós og sannleikur.. veran sem ekki kann að gefist upp. 

"Flýgur örn yfir", yfirsýnin, elskan..

 Hörpukliður ber með sér söknuð til þess sem hafið tók í heimsflóðinu og söknuð hjartans yfir því sem lýgin tók frá okkur... Mara, Marían, "marar bára blá".

Sagan ægilega, sagan yndislega, sagan sára, nær milljón ára baráttusaga í brjósti þínu..

Sagan um manninn. Hvernig í ósköpunum kom maðurinn fram á sjónarsviðið í ís, við eldfjall, á eyju útá reginhafi?

Og hversvegna sérð þú ekki það sem ég sé skrifað í hvern klett, hverju auga, heyri í nið fossa, hvíslar við hverja mosató, hvert andlit, hver saga, hvert ljóð, hvern sið, hvert orð! Hvað hefur komið fyrir sjón þína veran mín smáa og veran mín knáa og hvar er skynsemi þín og hjarta og sannleiksþrá?

Já og þó hef ég bent þér á hvað og hvar það stendur skráð. En þú nennir ekki að líta upp... þú ert með hausinn á kafi í sandi röflsins, suðsins, í vélrænu tuðinu, enginn ilmur berst frá plastblómum lygavarða og loddara háskólans og fjölmiðlanna... hinum síendurtekna sönglanda

 "níðhöggur" hefur jú nagað rótina í sundur... með  níði heggur hann... lygum! Og þegar rótinn er afskorinn, rofna tengslin. Veruleikinn verður fáránleiki

og verður að þessum óskapnaði

grámygluhræra flatneskjunnar

endalaus samskiptakreppa

belgingsins, fyrirframgefnu myndir, síjurnar sem neita þér um að sjá og taka inn hvað

er hér

það er ekki hlustað...  

 

sssh..

í órafjarlægð klíðar í hörpu og hafi sem andar þungt

 

Veruleikinn er hér.

Ísland er rótinn. Hér var eldurinn beislaður. Ekki bara að gamni... nei uppá líf og dauða til að lifa af

og því erum við hér

 Já!

og þú ert álfur. 

 

vaknaðu músin mín og hlustaðu og sjáðu

myndina þína máðu

 

gáðu!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.