24.2.2009 | 18:58
Þá virðist stjórnarkreppa vera líklegri í lýðræði en einræði
þó einræðisherrar verði jú lasnir líka einsog aðrir einsog Hinrík 8 og fleiri og valdi oft miklum óþarfa deilum og séu jú frekir og barnalegir þá fara þeir sjaldan í stjórnarkreppu við sjálfansig... en það verða kreppur ef fleiri en einn kóngur vill ráða... Semsagt stjórnarkreppur verða jú í lýðræði einsog við þekkjum það. En það lýðræðisform sém ég hef hér rætt um og kallað nýtt þjóðveldi er ekki með neinn vanda við skipan "stjórnar" eða landsþjóna einsog ég hef frekar vilja kalla þessa aðila sem eiga að framkvæma vilja landsþingsins. Í 13 nefndum landsþingsins ræða menn mismunandi málaflokka og kynnast þar með á 6 vikum og kjósa svo 13 fulltrúa til landsþjónustu til eins árs. Auðvitað má láta nægja að kjósa einn eða einhverja aðra tölu og láta þennan eina kjósa sér aðstoðarmenn. Það má prófa báðar leiðir og sjá hvor gefst betur.
Verst finnst mér þessi tilhneging að ef fólkið er leitt áfram útí villigötur af spilltum fjölmiðlum í vasa einhvers hagsmunaaðilans (auhyggju) og stjórnartaumum haldið af auðhyggjusinnuðum karlmönnum aðallega sem allir eru að rembast við að ganga í augum á sínum bestu "stuðningsmönnum" og fólkið svift þannig möguleika á eðlilegri skoðanamyndun, þá kýs kannski fólkið bara svona landráðsmenn til að stjórna þjóðinni eða með öðrum orðum þjóðin er bara svo illa upplýst og í engri aðstöðu til að ræða saman... og lætur blekkjast af loddurum,... þetta hefur verið helsti hækjufótur lýðræðis... að fólk vill að ríkið fixi allt fyrir sig það er annar galli sem fylgir of mikilli ríkisforsjá og of litlu svigrúmi fyrir einstaklingana.. að bjarga sér sjálfir.. og ég hef rætt það hvernig "yfirstéttinni"... frekjuhundunum tókst að sölsa undir sig sameiginlega auð þjóðarinnar.. og þar var landið tekið fyrst... fyrir 1100 árum... því rænt af öllum hinum og svo er enn... en með því að endurskapa og smíða nýtt þjóðveldi og þá réttlátt í þetta skipti og ekki með fastann höfðingja... heldur kosinn futtrúa hvert ár og öll þjóðin í þingmennsku og með því að leggja niður alla þessa "ríkisreknu" óarðbæru fjölmiðla og láta netið nægja og umræður... þá erum við að mennta þjóðina alla meira og minna til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir og þar með að leggja niður loddaraskapinn allann einsog hann leggur sig og já liggja svo bara í grasinu á opnum þingum undir berum himni og njóta þess að kynnast fólki og friðsemd og með gleðiraust og helgum hljómum!
Það er líf!
Áhrif auðmanna eru þárna ekki fyrir hendi í formi fjármagns til auglýsingarstarfsemi er óþörf
Semsagt stjórnarkreppur óþarfar
og málþóf aflagt
og samkeppni aflögð
og fólki gefin kostur á fullu samráði og umræðum
hér er semsagt loksins raunverulegt lýðræði klárt fyrir framan okkur...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.