24.2.2009 | 06:48
ég er ekki til sölu
Ást mín er ekki til sölu og ekki heldur tíminn
ég man hvað mér leiddist alltaf launavinna og launaseðlar og kvittanir og bánkabréf sem reynt var að troða uppá mig með allskonar tilkynningum og hótunum hvað allt kostaði stöðugt meira og hvernig ég rembdist við að búa til eitthvað söludót rétt fyrir jólin í einhverri fátæktinni...
þetta var allt svo ótrúlega útí bláinn fyrir mig...
ég gat ekki "selt mig"
og þetta varð bara verra hjá mér eftir því sem auðhyggjan ágerðist
og svo flúði ég frá þessu hér og hélt bara að þetta væri ónýt þjóð... bara haldinn illum anda eða svo illa farinn af áfengi og lýgi eða eitthvað... ja ég elti börnin mín til Svíþjóðar... ætlaði lengra í austur en komst aldrei almennilega frá börnonum og mínum innri manni... sárunum og vonunum
Þetta er nú ein útgáfan af minni mótsagnasögu
ég neyðist til að fara eftir mínum tilfinningum
og þetta ógeð mitt á lýginni hefur jú truflað "frama minn" verilega. Því hér eru allir settir í meðmér mótimér leikinn. En vonandi verður endir á því nú æ hraðar.
En þeir sem trúa á egóið og yfirdrífa mikileika sinn án þess að hafa nokkuð framm að færa annað en rányrkju og þjófnað... og að fólk skuli halda áfram að hampa þeim... sýnir hve margir leggjast lágt hér fyrir eigið skinn og svíkja þar með börn sín og land og náttúru og í raun sjálfansig. Og þurfa að læra hógværð og hvað það er sem skiptir máli og hvað ekki. T.d. börnin og heilsan og fjölskyldan og landið og náttúran og dýrin. Já og lífið á jörðinni. Allt þetta er mikilvægara en peningar. Og allt þetta erum við að leggja í rúst ef við höldum áfram á þessari græðgisleið og aukningu og skemdarverkastarfsemi.
Mér var sagt að ég væri með svo lága sjálfsvirðingu að ég gæti ekki farið frammá peninga fyrir myndirnar mínar og tónlistina. Jú það getur verið púnktur. Nú hinsvegar má sjá þarna tryggð við há gildi. Gildi sem eru meira virði en peningar. Gildi sem ég hef samt ekki getað haldið í heiðri öll, t.d. gagnvart fjölskyldu og vinum og heilsu... og já nú er loksins komið tækifæri til þess að seigja hug minn... já hefði ég talað svona fyrir ári síðan á blog.is... þá er ég ekki viss um að mér hefði verið vært hér... og nógu er það nú samt erfitt núna að fá frið.. frá fólki sem virðist eiga eitthvað sökótt við mig frá eldgömlum samskiptaörðugleikum... frá þeim tíma er ég lá hvað særðastur og ruglaðastur í mínu lífi... drekkandi og reynandi að gleyma þessum óskapnaði öllum í enn meira rugli.. Já nógu erfitt er það núna því fjölmiðlum stjórnar stórlasið lið .. sem kóar með óstjórninni og lætur kaupa sig.
Við þurfum að verða æ hreinskiptari og opnari um öll mál. Ekkert má vera "tabú" að ræða um. Taka allar klisjurnar og kjaftasögurnar og fleiga þeim bara... leggjast undir feld og með bæn um betri til og meira líf og hamingju... að leggjast á eitt með nýjar framtíðarsýn. Ekki að ana áfram inní meiri græðgi græðginnar vegna, heldur fara að sjá landið og þjóðina sem einn form og eina fjölskildu. Og því nauðsýn á réttlæti til að skapa ró og gott samlýndi. Og þá vistvæna sjálfbæra leið sem er eðlilegt að huga að hvorteðer í svona krepputíð... að hjálpa hvert öðru að skapa möguleika á ódýru ræktunarsvæði fyrir alla sem vilja... hjálpa fólki og ráðleggja um verklag og skapa kveldvökur og stemningar. Gera samveruhring og allir þó með sína kofa... gera gufubað... gera eitthvað sem menn njóta saman og kynnast uppá nýttþ Einsog við erum á ferðalagi og með engar fyrirfram hugmyndir um neinn... og alveg mun opnari þarafleiðandi...
semsagt skref fyrir skref fer þjóðin inní þingmenningu. Samráðmenningu... ræktum og sjálfbæra menningu. Gott stjórnunarform og sjálfstæði allra og samvinnugleði þarmeð. (já ég hef alltaf sagt að menn þurfa að finna sig sjálfstæða og standandi í fæturna til að leggja í að fara í einhver samskipti... og þá erða líka gaman. Já og svona líf er auðvitað mikklu skemmtilegra en að hanga við talnaleiki og orðaskak á tölvum allan daginn út og inn... þetter einsog skátalíf.. nei indjánalíf meinti ég..
bara fjör...
nú þeir sem VELJA að taka því þannig að það sé mikið böl að geta ekki grætt á verðbréfum og náð öllu fémætu af hinum og landi og já öllu menningu og tungu skal rænt einsog sögunni... þeir sem svona óhugnanlega ílla eru að sér eða með augun fast aftur lokuð og vilja ekki rækta og nenna ekki að hittast á hverfisfundi og vilja bara ráða öllu einir... hvað á að gera við svoleiðis fugla?
Ja ég vona að þeir flytjist bara úr landi frekar en að jagast við okkur sem ekki höfum smekk fyrir svona lengur... ja auðvitað verða hlutirnir eitthvað blandaðir um sinn en í grunninn finnst mér eðlilegast að við stefnum á og förum af stað í vor allir sem vetlingi geta valdið með í það minnsta kartöflugarð og já eitthvað fleira líka... og svo að kaupa bát saman.. fyrir handrúlluveiðar
svona ýmisleg búdrýgindi er fyrsta vers í sumar... jú mig langar að finna land þar sem ég get hlaðið fornþorp... og vistvænt framtíðarþorp og tiraunaþorp...
við sjáum hvernig vorar... já ég er semsagt að leita að landi á vestursvæðinu
ef einhver veit um jarðir til sölu eða leigu eða lóðarskika
endilega að láta mig vita.
Að við þurfum að læra að tala saman um alla þessa hjartans hluti sem eru mikilvægari en peningar og völd, einsog við séum að plana fyrir sameiginlegt barn... plana jólin ... plana gyftingu...
já hjartans mál
Það er hjartans mál að hjálpa íslandi og þjóðonum að feta leið viskunnar og gæskunnar út úr vegi græðginnar og bjarga þannig okkur öllum frá meiri og sí verri hörmungargöngu samkeppnisgræðginnar og náttúruauðnar
það er hjartans mál að við lærum að nota þau verkfæri sem að duga til mótvægis græðgistilhnegingunni. Og aðal verkfærið þar er lýðræðið. Og það þarf þá að nota og byggja það upp svo að peningamenn og auglýsinganet sé ónauðsynlegt til þess að fólk kynnist hvert öðru og því auðvelt að mynda sér skoðun á hver er hæfastur á þjóðþingið.
Hið besta mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.