smá sögusprettur

sko! manneskjan er með sögu... sem við sjáum og upplifum sjálf í lífi hvers einstaklings.. og þessi saga einstaklingsins speiglar merkilega mikið sögu lífsins, sögu tegundarinnar... mismunur á einstaklingssögu speiglar líka mun á leiðum hjá ýmsum fylkingum en munurinn er smávægilegur miðað við hvað líkt er... genin geyma ótrúlegt safn af varíasjónum frá mismunandi forfeðrum, en við fáum eitt "sett" flest sem samræmist. Við verðum ákveðinn "tegund" af manneskju. Jæja þetta er kannski útúrdúr en ég var að tala um þessa sögu einstaklingsins, hvernig hún speiglar sögu tegundarinnar. Og í því sambandi vil ég benda á að allir fara í gegnum það... á bernskuskeiði að vera hamingjusamir og söm.. það er máski besta tímabilið, þegar barnið er farið að ganga og rétt farið að tala... ekki með neinar fyrirfram gefnar hugmyndir á neitt og neinn og bara forvitni... Aungvir dómar á neitt og neinn er í raun búddahugarástand. Hugljómunarástand. Og bliss því ekkert neikvætt er þarna.

Í svona hugarástandi var mannkyn áður en við fórum út í að temja eldinn á þessu kalda eylandi sem ég hef oft rætt um. Semsagt að á meðan við vorum littla fólkið í afríku og asíu og evrópu.. t.d. fyrir um þrem milljón árum vorum við hamingjusöm... söngelsk og gefin fyrir dansa... nakinn já og án elds.

Já og á meðan við vorum í móðurkviði... það samsvarar því að vera fiskur eða hafvera... þar höfðum við það bara nokkuð gott virðist vera.

En öll önnur tímabil erum við í tvíhyggjunni. Gott og vont. Og hugurinn fer að taka yfir og frá upplifuninni og næmninni. 

Ef við viljum komast aftur í hamingjumenninguna, þá ættum við að taka fyrirmynd af Búshmönnum... búa í smáum hópum út í náttúrunni.

Því færri reglur því betra...  þeimmun meiri þörf á þekkingu, hvernig á að finna sér nærinu... Í því eru Bushmenn sérfræðingar og búa þó í eyðimörk í dag. Hraktir frá betri svæðum.  Verulega athyglisvert að sjá hversu einfalt lífið getur verið.

Eitt af því sem Búshmenn gera er að dansa labbidans í stuttum snöggum skrefum með útrétta arma út frá hliðum. Þá sýngja þeir, "við erum Búshmenn, littla fólkið sem dansaði um alla Afriku áður en nokkrir aðrir voru þar"... og búshmenn eru glaðlyndir og friðsamt fólk sem reikar um Kalaharíeyðimörkina í sunnanverði Afríku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband