22.2.2009 | 00:14
erfiður logi að handleika
ómenning yfirgangs
að halda áfram að bora og byggja og eyðileggja öll villt svæði og veiða dýrin og rækta, genabreyta og auka kyn sitt og auka umsvifin
semsagt orðið "framfarir" í þeirri merkingu að auka við á ekki við og hefur ekki átt við lengi
því það er afturför... er beinlínis glæpur fyrir allt lífríkið... því fyrr sem við sjáum þetta öllsömun og ræðum þetta ofaní botn svo lengi sem einhver getur ekki náð þessu því minni hörmungar fyrir allt kerfið... Við höfum verið stjórnlaus í mörgþúsund ár... undirgefin einum guði sem seigir uppfyllið jörðinaen þó svo að hann hafi sagt það fyrir 10.000 árum þegar jörðin var fámenn... Nú seigir guð stopp! Hættið að auka við... nú segir þessi guð "ég var ekki raunhæfur... þetta gengur ekki lengur" Guðið er nefnilega hlutgerfingur hins góða í huga þeirra sem á hann trúa... Nú seigir sá sem vill gæði... hann og hún seigja..: hér er nóg komið og meira en það. Mannkynið þarf grundvallarreglur. Ekki margar en ein af þeim er... "ekki auka við"... höldum jafnvægi og drögum nett úr á öllum sviðum... spörum, förum vel með, nýtum og gefum fólki möguleika á að lifa beint af landinu. Örfum það. Gefum öllum sem vilja hafa garð alveg sérstaklega auðveldan möguleika á því... Þá erum við að byrja að skoða raunveruleikann. Raunveruleika sem gengur upp. Að hræra öllu saman og treysta á sikkopata til að passa uppá líf sitt, það gengur ekki upp... það er bara eyðilegging allra verðugra gæða og þræla menning... óhugnaður.. sumir hafa reynt að lýsa því hvert frjálshyggjan er að stefna... fáein velskipulögð yfirstéttasvæði, með tilheyrandi þrælum, mjög varinn og svo villtur ræningjaskríllinn á kafi í sjúkdómum í auðnum... einstöku vel varinn vænti ég, vistvæn svæði, mjög afsíðis (vonar maður ennfremur að hjari í svona hryggðarmynd sem ég og vona að sé leið sem ekki verður farinn )... lífið étandi upp sig sjálft
og komið á kné... og svo hrein auðn... nær ekkert líf í einhver hundruð þúsunda ára... hugsanlega yrði rottan í þeim nýja heimi... eða músin þá frekar amma hennar. Það tæki samt ekki nema 70 miljón ár að komast aftur á stig mannsins og ef svo illa færi að einhver apategundi (stórar mýs) yrði innlixa á vetrakaldri eldfjallaeyju útá reginhafi... og enginn leið að fara sunnar í hlýjunna... ef svo illa færi að einhver þeirra finndi út hvernig hlýja má sér af glóð og eld... úr þessum gínandi ginnungarargöpum... hreiðrið eldfuglsins... já ef einhver apategundin væri svo seinheppinn í þeim hugsanlega næsta heimi "vitvera"... (því við höldum að við séum svo langt handanvið ferfætlinga í visku og þroska og eiginleikum... en vissulega erum við spenndýr og kannski bara vitgrannari en mús í vistvænsku) ef svo ósennilega mundi vilja til á hugsanlega næsta tímabili lífsins á jörðinni, þá vorkenni ég þeim... því það er ekki auðvelt að handleika og temja loga
því nú erum við í böli eldsins, böli valdsins, böli aukningar og án skynsemi... við erum sjúkdómur í líkama lífsins.
Og ég tel að vandinn sé samráðið... samráðsaðferðinn... við erum stjórnlaus
Lærum hvernig við tökum skynsamlegar ákvarðanir saman
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.