19.2.2009 | 18:05
Líkja má ástandinu
við það að vera staddur er útá sjó í sökkvandi skipi.. yfirfullu af ræningjum og frekjudósum og matarskortur að fara að koma upp og hver höndin uppá móti annarri... sjálfskipaðir foringjar hér og hvar... sumir á egótrippi væntanlega... ef ekki vel flestir og þeir sem fara með sáttarorð er att til hliðar... erða nema von að sumir vilji leysa lífbátana og fara aðra leið... þegar uppí brú er fólk sem á afar vont með að hafa nokkur áhrif á gang mála um borð og skipið haggast í enga átt.. rekur fyrir vindi og straumum... í átt að Hornbjarginu sjálfu... hm..
er uppreisnarhugur um borð? vilja sumir lifa þetta af á eigin forsendum... er vit í löggjöf þessa fólks í brúnni og er vélstjóra og skipverjum treystandi... ef þeir t.d. hlusta ekki lengur á kapteininn?
Hvað e þá til ráða? Jú við þurfum að þinga með öllum um borð samtímis...
Og það er einmitt það sem ég legg til
þjóðstjórn, þjóðþing, heimaþing
alla landsmenn í umræðuhópa...
fá lýðræðislega umræðu en ekki auðmannastýrð fjölmiðlalýgi ... banna þessa fjölmiðla já, nema kannski ríkisu´tvarpið og sjónvarpið ef tryggt er að allir hafi að því jafnan aðgang... en hvernig er það hægt?
ég tel netið vera nóg en að þingin eigi að vera umræðan og að best sé að fólk hætti að glápa á sjónvarp og hlusta á útvarp og vesenast í tölvum eitt sér í leyndum klefum og koma út úr hellum sínum og ræða saman auglíti til auglitis... á þingum..
það er lífið
maður er manns gaman
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.