Það eina sem getur bjargað þessari þjóð úr úlfskjafti er öflug samstaða um að lýðræðið sé gert að veruleika!

Það er bara þjóðin sem og samstaða hennar sem staðið getur að því löglega að kippa valdinu úr höndum peningafólksins... þessa landráðalýðs sem einskis svifst við að græða peninga og er alveg sama hvaða önnur verðmæti fara í suginn í því stríði hver á að ráða meiru eða minna öllu um hvað hinir gera og hvað þeim finnst... eða hvað?  Það er bara sanngjörn valddreyfing og sameiginleg ábyrgð þjóðarinnar sem viðurkennt er í lýðræðisríki að á að vera síðasta orðið ef uppi er óvissa um hvað skal gjöra... þá er ávallt vitnað í vilja þjóðarinnar... aldrei gert ráð fyrir að þjóðin þurfi að ræða neitt... helst vilja þeir sem reka þetta valdabatterí seigja fjölmiðlonum hvað fjölmiðlarnir eiga að seigja þjóðinni.

Sem er hrein vittleysa. Fyrst þarf að skipta öllum uppí hæfilega hópa... ekki mikið yfir hundrað í hverjum og þar með er kominn umræðugrundvöllur.  Þessir senda svo fulltrúa á landsþing.

Þá erum við kominn með ekta, hreint og beint og opið lýðrlði.. með umræðugrundvelli. Þing allrar þjóðarinnar og jafndreifðan stjórnartaum um allar sveitir og bæi.

Þjóðstjórn. 

Og raunverulegt lýðræði... ekki bara frekjanna...  sumsé, leið fyrir öðruvísi persónuleika til að komast að í umræðunni. Og því nýtt Ísland, byggt á já einmitt gömlum gildum. Klassískum manneskjulegum gildum. Og mannlega reisn og sanngildi. Og þá verðum við þingþjóð á ný og blessum gildi sanngirni.. Einstaklingsfrelsi innan ramma "gerðu við aðra einsog þú vilt að þeir gjöri við þig", það er svo framarlega sem þú gengur ekki á rétt annarra til þess sama... 

og svo er hin viðmiðunin hinna "óskráðu laga" er: skildu við einsog þú komst (nema kannski aðeins fallegra og frjósamara eða hreinlegra ef eitthvað er..)

allt annað er hægt að ræða á þingi og samverustundum...

er þetta einog sama reglan eða eru þær tvær eða þrjár? Jaa... þetta er hámarks frelsi sem mannveru og líffveru getur hlotnast.. að búa við þrjár munnlegar (ja tvær allavega þeir sem ekki vilja sækja þing.. það er leitt en enginn er neyddur til að koma þangað... sumsé tvær munnlegar grunnregur er allt sem við þurfum af reglum... og þar með verða lögfræðingar ekki talið starf lengur,. nema sem fornfræði þá, í félagsvísindasögu.

Jæja ef við erum alveg ákveðinn þá fáum við þetta í gang.

Lýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.