Ég gekk inná Hlemm og keypti mér hjónabandssælu..

og fann um leið og ég kom inn... fyrir einhverjum drunga... jú það voru augnarráðin hjá fólkinu.... maður starði yfir hópinn með mjög gagnrýnu augnarráði,... einsog andlitið vildi seigja... hverjir af ykkur eru glæpamenn og hverjir aumingjar og hverjir dópistar...  kurteis svartur drengur var ekki að troðast... bauð manni að vera á undansér í röðinni var eina undantekningin á þessari hræðslu allri... stúlka sem ég sá bregða fyrir sat með ótta í augum og niðurbeygð... það voru allir hræddir þarna inni, það er ég viss um... og við hvað? við hugsanir? Og það sló niður þessari hugsun hjá mér að svona væri öll borgin... kannski ekki allt landið en jú máski landið líka... Ótti... Vntraust... neikvæðni....... sama ástand er í þinginu og svona ástand er á heimilonum..  já og í heiminum... og að þetta ástand er magnað upp í fjölmiðlum og vídeóleikjum og bíóum... það gagnast þeim sem stjórna að hafa mikinn ótta, þá eru "yfirvöld" að gera "gagn"... þau væru með lögreglu og her til að hafa hemil á liðinu. Semsagt valdið réttlætt. En það er einmitt þetta vald sem skapað hefur þennan ótta og þessa reiði og vonleysi sem ég sé í þessum augnarráðum. Hundelta dýrirð augnarráðinu. Og svo augnarráði þess sem sækir...veiðimanninum, sá sem þykist hafa efni á að ásaka..

en sælan va ágæt með kókomjólk, þó hvortveggja sé líklega mjög óhollt... má seigja skemmt fæði.. því sykurinn er svo mikill og ekkert vistvænt af þessu, eflaust með þunga málma innblandaða og skordýraeitur.. en sumsé, gamalt bragð, man eftir þessu bragði alveg frá því fyrir 1960

og ég hef taugar til þeirra fáu hluta sem ekki eru breyttir.. svona heitir víst "fortíðarþrá" og þó, þetta er dýpra... á bakvið þessa tilfinningu að fara til baka og sem blandast við tilfinninguna að fara nýja slóð inní betri framtíð... já þessi tilfinning er bæði afturábak og áfram... umfram allt ekki heim sem valds og peningasjúkir stjórna... ekki heim sem byggir á naggi milli með og mótifólks, heldur samkomulagsleið... heilnæmri sannri leið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.