17.2.2009 | 13:15
Jú ég hef sagt það oft hér að við þurfum almennilegt samráðsform
líka búinn að lýsa því yfir að við fáum það ekki nema við gerum það sjálf... búum til demó fyrir þjóðina um hvernig þetta er gert með stjórnlagaþingi sem öll þjóðin tekur þátt í...
semsagt sendum út boð til 330 þúsund manna um þáttöku í yfir 2000 þingum umland allt. Allir eru boðaðir og í ljóskemur hverjir mæta. Vonandi allir, altént þeir sem geta og komast. Það þarf að þínga í 6 vikur eins mikið og kostur er um samráðsform þjóðarinnar og þingfulltrúarnir elda saman og baða og haga sér einsog fjölskylda. Undir lokinn er einn kosinn til þjóðþings og tveir þeir næstu að atkvæðum meiga fara með sem tengiliðir við grunnþingið og fulltrúanum til stuðnings, en þessir 3 hafa bara eitt atkvæði.
Þá fáum við stórþing þjóðarinnar í sumar til að semja hina nýju stjórnarskrá.
Og þegar allir eru virtir svo að þeim er gefin kostur á að vera með í ráðum. Það munu þeir virða vel.
Þá fáum við semsagt að vita hvað þjóðin vill og þá fáum við þjóðina til að ræða saman og taka þar með þátt í lýðræðinu... við fáum einingu þjóðarinnar um góð gildi í stað karps um flokka og leiðinda sem þegar er komið í gang "skjóta sig í fótinn syndrumið" að helmingur þingmanna vinnur gegn hinum helmingnum ... sem er óþolandi ástand.
Við þurfum þjóðstjórn og samt skarpa leiðtoga. Með svona fyrirkomulagi fáum við "kandídata" að leiðtogum frá öllu landinu og mismunandi hópum og skoðunum. Þannig að ef er eitthvað eftir af góðu forustukyni eftir í landinu, þá mun það finnast með þeirri aðferð sem hér er um rætt.
Og þá mun og einhugur um slíkan ef öll þjóðin stendur þar að málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.