16.2.2009 | 09:42
sköpun, sköpununarþróun og þróun lífsins
"sköpun" mannsins er þróunarferli sem hefur með sköpun margra einstaklinga að gera. Ekki ósviðað og hugmyndir Russels um orð og merkingu, hugsun... að það sem ekki er til orð yfir í hugsun mannsins er ekki til... einn grundvöllur rökheimspeki. En skapi þá einhver orð um um eitthvað, t.d. fjall ... eða landsvæði sem enginn hefur augum litið, þar með kemur það fjall eða landsvæði inn í vitundina með "merkimiða"... þ.e. orðið og "leitarorð" í huganum. Sama á við um tímatal og svæði. Þróunin felur hinsvegar í sér að eitthvað er skapað sem nýtist betur en það sem áður var, s.s. net. Og það er hugmynd sem verður að aðferð sem leysir eitthvað vandamál og jafnvel leysir aðra aðferð af hólmi... (s.s, að grípa fiskinn með berum höndum. Frægt er að Loki á að hafa skapað netið. Og hvaðan er Loki? Jú hann er frá Hveradölum. Þ.e. frá eldfjallasvæðinu og eyjunni Ísland. Sumsé sköpun og þróun eiga mjög samtvinnaða sögu. Við gætum semsagt valið að tala um sköpun og þróun samhliða. Sköpun út frá manninum er mjög greinileg í verkum Edisons og Tesla en þróunin kemur fram t.d. í viðskiptastríði svipaðara vörutegunda... og þá fellur kenning Darwin svolitið niður ef við ræðum um videotækni. VHS og Beta stríðið skilaði VHS sem sigurvegara á meðan að beta var víst með meiri gæði og hér er semsagt verri tækni að sigra þá betri með hjálp áróðurs. Er þetta undantekningartilfelli eða er þetta viðbót við þróunarkenningu Darwins? Sýnir þetta ekki að áróðursvélarnar eru "skapandi" að því leiti að þær gefa ranga niðurstöðu... samanber að með áróðri er hægt að sveigja hug kjósenda að verri frambjóðendanum, frá þeim betri. Sumsé áróður er oft á tíðum lýgi og til vansa.
Það er nú einmitt þessvegna sem ég vil að við leggjum niður aðra fjölmiðla en netið. Vegna þess að á netinu hafa með jafnari aðstæður... þeir sem minna hafa og hinir sem hafa vald í formi peninga til að "ljúga".
Niður með falssköpun fjölmiðla og drottnun auðhyggjunnar.
En guðið sem þróar og skapar, er manneskjan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.